Dagblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 6
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978. Sendum Hafhfirðingum og öðrum viðskiptavinum beztujóla- og nýárs- kveðjur. Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs hf. Reykjavíkurvegi 70 Hafnarfirði Simi 52811 Skóverztun Geirs Jóe/ssonar Strandgötu 21, Hafnarfirði. Barnaku/daskór Viðurkennt fyrir gæði. Mikið úrva/ af margskonar PROGRESS heimi/istækjum. Meðal annars: Grillofn fyrir ál- pappír og meö sjáffvirkum tíma- stifíi — Tvær gerðir — Afkasta- geta: 2 kjúkfíngar í einu Orka: 1400 w Gerð KF 48 GerOSuperOI Áratuga reynsla á ryksugum frá Progress Gerð Super 91 Automatik er ætiuO stórum heimfíum — Mjög góöur sogkraftur — 900 w mótor. Enn fremur fieiri gerðir — Hagstætt verð. Fjöihæfi brauð- og á- leggshnífurinn K62 er þarfaþing á hverju heimifí. Stifíaniegur hraöi — stifíanlegar þykktir. Gerð K62 Leggjum sérstaka áherzlu á góða viðgerða- og varahlutaþjónustu. í Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 84445 og 86035 Hús sem setti svip á bæinn: Flygenringshús Á haustvertíöardögum 1970 var rifið eitt af þeim húsum sem 1 eina tíð setti hvað mestan svip á bæjarlífið í Hafnar- firði. Hér er átt við Flygenringshúsið (Hótel Björninn) sem kennt er við skip- stjórann og kaupmanninn Ágúst Flygenring. Árið 1897 kaupir hann svo- kallað Zimsenshús sem áður hét Christensenshús og þar áður Thomsens- hús en upphaflega Norbergarverzlunar- húsið. Ekki er með vissu vitað hvenær þetta hús var reist en það er a.m.k. risið afgrunni árið 1816. Ágúst Flygenring var mikill atkvæða- maður. Eftir að hann flutti í þetta hús stofnaði hann til verzlunarreksturs, efndi til fiskverkunar á Langeyrar- mölúm og lifrarbræðslu. Vorið 1906 fór fram mikil viðgerð á húsinu og siðan var þakið tjöruborið. Þegar líða tók á sumarið þóttist gömul kona sem var í húsinu, tengdamóðir Ágústs, finna einkennilegan fnyk. Hafði hún oft orð á því. Var það þó látið kyrrt og ekkert athugað frekar. Svo var það á hádegi 27. júli að smiðir sem voru að byggja húsið nr. 7 við Hellisgötu tóku eftir því að allmikið rauk upp úr mæni Flygenringshússins. Bregða þeir fljótt við og hlaupa niður eftir. Þeir tilkynntu fólkinu að líkast til væri eldur laus. En þetta sumar eins og önnur var varla .nokkur karlmaður heima í Firðinum, allir í atvinnu til lands og úti um sjó. Þutu konur að hvaðanæva. Var farið að huga að því að allí* hefðu bjargazt úr húsinu. Var þá saknað Sigríðar, dóttur hjónanna. Hafði hún sofnað í einu her- bergi uppi í austurenda: Þangað þaut upp í eldinn kona ein. Hallgerður Magnúsdóttir. Kom hún að barninu sofandi, tók það upp, sveipaði um það sængurfötum, braut glugga og kastaði því niður. Þar voru margar hendur til að taka á móti því. Konan slapp einnig út úr húsinu, en það hefur heyrzt að ekki munaði nema sekúndum að verr færi. Þeir karlmenn, sem heima voru þustu að ásamt konunum. Hver maður kom með vatnsfötur en húsinu sjálfu varð ekki bjargað. Frú Þórunn, kona Ágústs, stóð með barnahópinn sinn hjá búslóð sinni og horfði á húsið hverfa i eldinn. Vesta, skip Sameinaða Gufuskipa- félagsins lá þá i höfninni. Skipstjórinn kom í land og gekk til frú Þórunnar og var svo mikið niðri fyrir, að hann gat með naumindum stamað út úr sér: „Fo- fo-for-færde-ligt, frú Flygenring”. Frú Þórunn sneri sér til og sagði: „Ja, nu kan de ikke have kaffe i kveld, hr. kaptein”. Þegar Aasberg skipstjóri heyrði siðar meir getið kvenna, sem sýnt höfðu hetjuskap á örlagastund, þá sagði hann þessa sögu af frú Þórunni og gat aldrei nógsamlega hrósað þeirri tign og festu sem á þessari stundu hvíldi yfir svip hennar og fasi. Með þessu húsi var horfið af Hafnar- fjarðarlóð merk bygging. Hér hafði um árabil verið rekin umfangsmikil verzlun. Eftir að Ágúst Flygenring settist hér að, voru allir hreppsnefndarfundir haldnir hér á skrifstofu hans. Meðan á öllu þessu stóð var Ágúst Flygenring staddur í kóngsins Kaupmannahöfn. Hann var á þessum árum konungkjörinn þing- maður. Og einmitt þá stóð yfir för alþingismanna frá íslandi til Danmerkur í boði Danastjórnar. Hann brá sér strax til Noregs þegar hann frétti af brunanum og keypti þar efnivið til nýs húss. Þegar Ágúst Flygenring kom heim úr alþingismannaförinni 1906 hóf hann þegar undirbúning að byggingu sins nýja húss. Þama var fljótlega risið mikið og reisulegt hús. Húsið var tvílyft stofuhæð og efrihæð með valmarisi. Á norðurhlið var rúmgóður skúr. En á austurgafli forstofa með turni upp af. Þar var efst skjöldur. Þar var á fangamark A.F. og yfir þvi ártalið 1906. Ekki er að efa að fyrstu sporin sem mörkuð voru í þessu bæjarfélagi, eftir að Hafnarfjörður-: fékk kaupstaðarréttindi voru mörkuð i þessu húsi. Þetta nýja hús tók til þar sem hið eldra hafði skilið við. Þama mun hafa verið rætt um Hafnarfjarðarbryggju og hafnargerð, vatnsveitu, gatnagerð o.m.fl. Ágúst gekkst fyrir stofnun togarafélags. Auk þess rak hann mikla sölu á kolum og olíu. Snemma á öldinni byggði hann fyrsta íshúsið í Hafnarfirði við fjörðinn sunnanverðan. Ágúst var hverjum manni hjálpfúsari en hann gat orðið snöggreiður og lét þá margt fjúka og dró þá ekki af sér. En geðið var jafn skjótt til sátta enda átti hann þá konu er stöðugt bar klæði á vopnin. Þarna bjuggu þau hjónin fram til 1930. Voru þau þá farin að heilsu og kröftum. Kona að nafni Guðrún Eiríksdóttir hafði þegar hér var komið sögu stundað hótelrekstur um hrið I Hafnarfirði. Hún keypti nú þetta hús og hélt þar áfram rekstri hótels sins sem hún nefndi Hótel Björninn. Það varð fljótlega Ijóst að Guðrún var hin merkasta i þessu starfi og stundaði hótelreksturinn af miklum Flygenringshúsid eldra. Það keypti August Flygenring árið 1897 af Knudt- zonsverzlun fyrir 1500 krónur og var það eftirlciðis kennt við hann og nefnt Fiygenringshúsið. Það brann árið 1906. Alfttil jólahalds Blóm og skreytingar við öll tækifæri. Urval gjafavöru á öllu vcrði. Aðventukransar, leiðisgreinar og krossar. Bing og Gröndal postulin í miklu úrvali. Einnig jólaplattinn vinsæli. Alit skraut og Ijósaseriur á jólatréð. Kóngatin, norski borðbúnaðurinn. RtÁnTógs^ý*!!]^!- Blómabúðin Burkni Linnetstíg 3, Hafnarfirði. Sími 50791.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.