Dagblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 2
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978. Verzlun við Hafnarf jörð: STIKLAÐ Á STÓRU í VERZL- UNARSÖGU BÆJARINS Hafnarfjarðar er fyrst getið i Flóka- þætti í Landnámu. Þar segir að þegar Hrafna-Flóka „beit ei fyrir Reykjanes” leitaði hann skjóls í Hafnarfirði, og sú saga mun oft hafa endurtekið sig síðar. Hafnarfjörður varð snemma eftirsóttur verzlunarstaður vegna þess að hin erlendu skip töldu sig öruggari þar en á flestum öðrum stöðum suð-vestanlands. Frá 1413—1677 er verzlunarstaður á Hvaleyrargranda. En síðan gerist það, að sjór gengur svo mjög á grandann, að 1677 er verzlunarstaðurinn færður yfir í tún hjáleigunnar frá Görðum í Akur- gerði þar sem núna er Sívertsenhúsið. Þar stendur einokunarverzlunin fram til 1787 en þá er verzlunin gefin frjáls. Árið 1794 er Bjarni Sívertsen í Kaup- mannahöfn og fær verzlunarleyfi við Hafnarfjörð hjá konungi og 6500 ríkis- dala lán að auki til að koma undir sig fótunum. Bjarni var smiður góður og dverghagur og hafði notað tímann erlendis til að kynna sér skipasmiðar. Hann kemur nú heim með skip hlaðið vörum og byrjar verzlun sina. Hann smíðar nú fleytu sem var 8 1/2 mersedes- lest að stærð (um 17 tonn). Þetta skip gerir hann út á fiskveiðar og er hanh með fyrstu mönnum sem gera út þilskip. 1 fyrstu býr hann I gömlu verzlunar- húsunum sem fyrir voru en 1805 eða 1806 er hann búinn að koma sér upp húsi og það hús stendur enn og er elzta hús Hafnarfjarðar, Sívertsenhúsið. Bjarni rekur þessa verzlun sína með miklum ágætum fram til 1833 en þá deyr hann. Þá var þetta fyrirtæki Bjarna orðið svo mikið að vöxtum, að það tók 6 ár að gera upp búið. Við verzlun Bjama tekur árið 1834 stórefnaður kaupmaður, Knudtzon að Árið 1821 flyzt til Hafnarfjarðar maður að nafni Linnet og gerist þar verzlunarstjóri. Verzlun hans stóð þar sem núna er skrifstofuhús það sem Loftur Bjarnason byggði, beint á móti Sparisjóðnum. Linnet þessi rekur þessa verzlun til dauðadags 1836 og þá tekur við sonur hans Adolf Linnet, síðan Jörgen Hansen tengdasonur Linnets. Hann rekur verzlunina til 1911 en 1914 tekur Ferdinand Hansen við henni og rekur hana upp frá því. Það var ekki sízt andspyrna sr. Árna Helgasonar sem olli því að verzlunar- staðurinn breiddist ekki meira út. Byggðin mátti helzt ekki færast suður fyrir læk. Verzlun Einars Þorgilssonar. Hús þetta elzta fyrirtæki bæjarins sem starfar enn. var byggt árið 1907. Þetta mun vera DB-mynd Ragnar Th. Sig. Árið 1884 setur Matthias Jónsson upp verzlun á Hamarholtsmöl. Hafði hann sótt fast að fá að setja upp verzlun þarna en það var ekki auðsótt þar sem þetta var kirkjujörð og andstaða var gegn því að leyfa byggð fyrir sunnan læk. Þau hús sem Matthías reisti standa enn að Strandgötu 50, þ.e. rétt við íþróttahúsið nýja. Þessi verzlun Matthí- asar gekk þó ekki sem skyldi og hann fór fljótlega á hausinn. Við verzluninni tekur þá Þorsteinn Egilsson. Hann var hygginn maður og alltaf þegar verzlunin stóð höllum fæti seldi hann hana en gerðist i þess stað starfsmaður nýja eig- andans. Svo keypti hann verzlunina jafnharðan aftur þegar syrti I álinn hjá nýja eigandanum. nafni, og rekur verzlunina fram til 1896. Knudtzonzhús er pakkhúsið þar sem nú er minjasafn Hafnarfjarðar. Strax eftir aö Bjarni er setztur að í Hafnarfirði koma fleiri verzlunarmenn til sögunnar. Þannig er Flensborgarverzlunin komin upp um aldamótin 1800. Hún er rekin óskipulega fram til 1873 en þá er Knudtzon að kaupa upp megnið af verzlunarfyrirtækjum i bænum. Á milli 1800 og 1810 er komin upp Norborgar- verzlun rétt við hliðina á verzlun Bjarna Sívertsen, en Bjarni var svo frjálslyndur, að hann vildi að menn hefðu frelsi til að segja upp verzlun jafnvel þótt það væri alveg við hliðina á honum. Þessi verzlun var á vegum ýmissa manna. Fyrst var hún kölluð Rangersverzlun, síðan Tomsensverzlun og loks er það maður að nafni Christensen sem verzlar i þessu húsi. Hann verzlar fram til 1884 og þá tekur Knud Zimpsen tengdasonur hans við. Einar var líka með mikla útgerð og árið 1904 kaupir hann ásamt nokkrum öðrum aðilum togarann Coot sem var fyrsti íslenzki togarinn. Þessi togari strandaði í des. 1908. Þá líða sjö ár þar til togari kemur aftur í bæinn en 1915 voru keyptir tveir togarar, Ýmir og Víðir. Upp úr þessu tók svo innlend togara- útgerð frá Hafnarfirði að vaxa hröðum skrefum. Skipastóllinn eykst jafnt og þétt og i sambandi við alla þessa útgerð hefur myndazt i landi ýmiss koanr starfsemi sem er í beinum tengsl- um við útgerðina. Hafa þessi fyrirtæki tvenns konar þýðingu. Veita útgerðinni nauðsynlega þjónustu og fjölda manns atvinnu. Er þarna um að ræða skipa- smíðastöðvar, dráttarbraut, vélsmiðjur, netavinnustofur og hraðfrystihús svo eitthvaðsénefnt. Þegar hér er komið sögu, er saga verzlunarinnar öll orðin það margþætt og nær okkur i tíma en svo, að hún verði rakin hér nánar. -GAJ Mamartjöröur séður frá sjó. A myndinni má m.a. sjá Sivertsenhúslð og Flygenrings- búsUyngra. Þetta var aðalverzlunin í Firðinum þangað til um aldamótin að Einar Þor- gilsson fer að verzla í Flensborg. Hann flytur síðan og reisir sitt verzlunarhús sem stendur enn að Strandgötu 49. Það er nú elzta fyrirtækið I Firðinum. HÚSGÖGMN FYMR UNGA FÓUOÐ ÚLFAR GUÐJÓNSS0N REYKJAVÍKURVEGI78 - SÍMI54499 HAFNARFIRÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.