Dagblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 12.12.1978, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1978. „SUPER-MAC” MED ARSENALANÝ —eftir fjögurra mánaða f jarveru vegna meiðsla Malcolm MacDonaldl lék aftur með Lundúnaliðinu Arsenal eftir Qögurra mánaða Qarveru vegna meiðsla. Mal- colm MacDonald, einn mesti marka- skorari enskrar knattspyrnu i dag, kom inn á sem varamaður gegn Rauðu stjörn- unni frá Belgrad i UEFA-keppninni. Staðan var 0-0 er MacDonald kom inná. Honum var ákaft fagnað af um 40 þúsund áhorfendum er sungu „Super- Mac— Super-Mac.” Og það var eins og við manninn mælt, skömmu eftir að MacDonald kom inná skoraði Arsenal, að vísu ekki Mac- Donald sjálfur. Hann þótti þó standa sig vel, gerði usla, og var Frank Stapleton mikill styrkur I fremstu viglinu. En þrátt fyrir látlausa sókn Arsenalgegn Rauðu stjörnunni tókst Arsenal ekki að skora fleiri mörk —■ hins vegar Rauðu stjörn- unni. Skömmu fyrir leikslok náði Kauða stjarnan skyndisókn og júgóslavneski landsliðsmaðurinn Savic skoraði en hann er nú markhæsti leikmaðurinn i júgóslavnesku 1. deildinni. Arsenal féll þvi út, en það duldist engum, að Mac- Donald var Arsenal mikill styrkur. Arsenal keypti MacDonald frá New- castle fyrir 333 þúsund pund og i 80 leikjum með Arsenal hefur MacDonald skorað 40 mörk, sem þykir gott á Eng- landi. Með Newcastle lék MacDonald 187 leiki og skoraði 97 mörk og vann sér þá sæti í enska landsliðinu. Newcastle keypti MacDonald frá Luton, en þar lék MacDonald fyrst sem bakvörður. Hann var settur i framlínuna og þá fóru hjólin að snúast. Með Luton skoraði MacDonald drjúgt, lék 88 leiki með Luton og skoraði 49 mörk. Stóru félögin á Englandi fengu brátt augastað á Mac- Donald og Newcastle varð hlutskarpast, MacDonald hóf feril sill i Lundúnum, lék fyrst með Fulham. Þar lék hann 'aðeins 10 leiki en skoraði þrátt fyrir það 5 mörk. Þrátt fyrir þetta var MacDonald seldur, fyrir lítinn pening, aðeins 15 þús- und pund. Nú er MacDonald aftur að komast á fulla ferð á Englandi, og víst að „Super-Mac” mun hljóma um High- bury oft i vetur. íslenzkur adall n;t&saam amw r- ; ' í- r Líttu við, skoðaðu úrvalið! Fallegar, vandaðar og hentugar innréttingar frá JP eru eins og svo margur annar innlendur iðnaður sannkallaður „sómi ís- lands”. Við bjóðum þér upp á21 möguleika á útliti og verði. Það er þitt að velja en við erum ávallt til þjónustu reiðubúnir eí þú þarft á aðstoð að halda. JP ínnréttingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 — 31113 Í2.deild. Hefurákveí Ólafur Danivalsson, hinn snjalli landsliös- maður FH, hefur nú ákveðið að skipta um féjag. Hann vill ekki leika með FH i 2. deild en alveg er óvist hver Óli Dan.fer. Þannig mætti hann á æfingu hjá Þrótturum i gær- kvöld en áður hafði hann mætt á æfingu hjá Viking. Virðist vera að gera upp hug sinn. Ólafur Danivalsson hefur veriö einn af máttarstólpum FH undanfarin ár. Hann hefur leikið tvo landsleiki fyrir Ísland. En FH hefur átt erfitt uppdráttar í l. deild eftir að félagið lék fyrst i l. deild, árið 1975. anus í E þessc mun leika með varalið Janus Guðlaugsson verður út þessa viku hjá belgiska félaginu Standard Liege. Janus Guðlaugsson lék með varaliði Standard Liege um helgina og stóð sig mjög vel, þrátt fyrir erfið skilyrði. Hann skoraði annað marka Standard i 2—1 sigri. Standard vildi hafa Janus þessa viku einn- Strassbourg efst Strassbourg, forustuliðið i Frakklandi, hlaut mikinn skell i UEFA-keppninni i sið- ustu viku i Duisburg. Um helgina náði Strassbourg svo aðeins jafntefli i Strass- bourg gegn Rheims, 2-2. Nantes og St. Eti- enne eru nú aðeins stigi á eftir Strassbourg í baráttunni um franska meistaratitilinn. Nantes vann stórsigur i Nimes, 4-0, og St. Etienne gerði jafntefli á útivelli við Nancy. Meistarar Mónakó léku i Mónakó en þeim tókst ekki að ágra, geröu jafiitefii við Sochaux, 1-1. Staða efstu liða er nú: Strass- bourg er efst með 31 stig, Nantes og St. Eti- enne hafa 30 stig, Mónakó 29, þá koma Lyons og Bordeaux með 28 stig en Bor- deaux sigraði Paris St. Germain 5-2 i Paris.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.