Dagblaðið - 12.12.1978, Side 32

Dagblaðið - 12.12.1978, Side 32
Tómas vill fara eigin leiðir í skattamálum „ALLT VITLAUST” í STJÓRNARLIÐINU Hörð átök urðu i stjórnarliðinu i gær um skattamál. Deilurnar stóðu fram á kvöldið og var ekki búið að semja um málið í morgun. Þær kunna að koma í veg fyrir, að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fari fram á föstudag eins og að hefur verið stefnt. DB skýrði í gær frá tillögum skatta- nefndar stjórnarflokkanna. En Tómas Árnason fjármálaráðherra var sjálfur með tillögur i pokahorninu, sem hann lagði fyrir rikisstjórn. Alþýðubanda- lags- og Alþýðuflokksmönnum þóttu tillögur Tómasar ganga of skammt í skattalækkun á lágtekjufólk. Þeir sögðu, að Tómas hefði sáralítið tillit tekið til tillagna skattanefndarinnar. Alþýðubandalags- og Alþýðuflokks- menn stóðu þvi saman gegn tillögum fjármálaráðherra en studdu tillögur skattanefndarinnar. „Það varð allt vit- laust,” sagði einn stjórnarþingmaður- inn í morgun. Málið verður rætt áfram í stjórnarliðinu í dag. ■ HH Fingra- langir jóla- sveinar Hvað i ósköpunum eru þessir dular- fullu karlar aö bjástra í myrkrinu? Ljós- myndarinn fékk fljótlega skýringu á þessum aðförum. Hér voru mættir til leiks jólasveinarnir frá Björgunarsveit- inni Stefni í Kópavogi og voru að koma með jólatrén að Nýbýlavegi 2 í Kópavogi þar sem þeir ætla að sclja borgurunum jólatré meðan birgðir endast. Annars heita jólasveinarnir Bubbi og Nilli og þeir kváðust helzt vilja fá nýja jólasveinabúninga i jólagjöfl Helmingur Vestmannaeyjaf lotans til sölu vegna rekstrarerf iðleika Skuld eins hækkar um 100 milliónir árlega „Ég get sagt þér eitt lítið dæmi sem sýnir að þessar aðgerðir okkar eru ekki út i bláinn. Ég þurfti að endurnýja vél- ina í bátnum minum í marz í vor, eins og gerist og gengur, og fékk 17 milljónir i lán til þess hjá Fiskveiðasjóði. Ég hef greitt afborganir og vexti af láninu sið- an. en vegna gengistryggingar lánsins skulda ég Fiskveiðasjóði nú 25 milljón- ir.” sagði Daníel WF. Traustason, út- gerðarmaður i Eyjum í viðtali við DB i morgun í tilefni þess að Eyjamenn hafa nú auglýst 40 af bátum sinum til sölu, sem er nálega helmingur Vestmanna- eyjaflotans. Þá var honum kunnugt um enn verra dæmi eins félaga sins sem keypti bát fyrir 2 árum á 1/5 milljónir, en skuldar nú i honum 300 milljónir þrátt fyrir vel- gengni við veiðar og reglulegar afborg- aniraf lánunum. Þá getur Útvegsbankinn á staðnum ekki lánað meir þar sem á þrem árum hefur hlutfall útlána hans til útgerðar- innar aukizt úr 25% útlána i 36% nú. „Það má segja að við höfum gert út á fyrirtækin i bænum að undanförnu,” sagöi Daníel, og átti þá við að þau hafi lánað bátunum geysilegar upphæðir í formi þjónustu, svo þeir gætu haldið áfram. Daniel sagði að þessar aðgerðir nú væru því miður ekki i nösunum á mönn- um, menn væru hreint út sagt að missa móðinn og vildu í alvöru selja báta sína. Tveir Eyjabátar hafa nýlega verið seldir, einn var seldur i gærkvöldi og annar verður seldur næstu daga, en enginn er að fá sér bát. -G.S. Hermann Gunnarsson, Iþróttafréttaritari útvarpsins er jólasveinn dagsins. Hvort sem hann er það aðra daga, er látið liggja á milli hluta, en hann hefur hér hrugðið sérlgervi Kjaftagaurs, sem er nútimajólasveinn. Hcrmann var svolltið á báðum áttum er hann var spurður að því, hvers hann óskaði sér I jólagjöf en ef hann gœti ekkifengið Gjaldheimtuna Ijólagjöf, þá vildi hann fá eina góða sólarlandaferð. Ljósm. Ragnar Th. — vegna gengistryggingar lána — byrjað að selja bátana Við verðum að fresta birtingu á slðustu mynd jólagetraunarinnar, þvi I gœr mistókst algjörlega prentun á ncestslðustu mynd getraunarinnar. Hún er endurprentuð i dag og spurningin er: Hvaða umferðarmerki á við um vanda þann sem jólasveinninn okkar hefur hér ratað l? Klippið seðilinn út, svarið spurningunni og geymið seðilinn með hinum sex. Á morgun kemur síðasta mynd getraunarinnar og þá förum við að huga að undirbúningi að drœtti um myndsegulbandið góða sem er aðalvinningur getraunarinnar. I ' frfálst, óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 12. DES. 1978. Lúðvík snýst gegn Steingrími Þau athyglisverðu tíðindi urðu á kvöldfundi á Alþingi í gær, að Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, snerist gegn landbúnaðar- frumvarpi Steingríms Hermannssonar landbúnaðarráðherra. Lúðvík þótti hlutur bænda gerður of lítill, ef frumvarpið yrði samþykkt og kvaðst mundu greiða atkvæði gegn því. Steingrímur brást reiður við og sagði í umræðunum, að hann hefði talið sig hafa loforð Lúðvíks um stuðn- ing Alþýðubandalagsins og þvi fluit frumvarpið sent stjórnarfrumvarp. Alþýðuflokksmenn ákváðu að styðja frumvarpið. Sjálfstæðisflokkur- inn mun vera klofinn í afstöðu. ■ HH Spánar vindar á förum „Þessum óvenjulega hlýindakafla er trúlega að Ijúka,” sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur i viðtali við Dagblaðið í morgun, en hlýinda- skeið það, sem ruglað hefur flesta í ríminu að undanförnu hefur nú staðið frá því seint í nóvember, eða á þriðju viku. Má til dæmis nefna að tíu stiga hiti var i Reykjavík kl. sex i morgun, sumarblíða. Hins vegar er myrkrið samt við sig, eins og vera ber á þessum árstíma, sólstöður i nánd. „Við eigum von á að lægðin, sem verið hefur beint suður af landinu og valdið þessum hlýindum, færist nokkuð austur á bóginn,” sagði Guð- mundur. „Hún hefur fært hingað hlýja Spánarvinda, en myndi þá hafa i för með sér kaldari vinda frá Norður- Evrópu í austanátt." Kratar: Félagslegar ráðstafanir Meðal hugmynda um ráðstafanir á félagslegum grundvelli sem Alþýðu flokkurinn hefur lagt fram i ríkisstjórn má nefna niðurskurð á eftirvinnu i áföngum meöal annars þannig, að eftirvinnudögum verði fækkað um einn á hverju ári næstu 5 árin og nú ákvæði um lágmarksuppsagnarfrest verkafólks. Þá er gert ráð fyrir mjög auknum slysabótum og gagngerri endurskoðun á framkvæmd orlofslag- anna. BS/ÓV Þad Kaupiö TÖLVUR' BANKASTRÆTI &MI 27^2

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.