Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.12.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 23.12.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978. Kjartan Þorgeirsson, 3 ára: Pabbi á afmæli. Nei annars, Jesúbarnið. Ég veit ekki hvaðþaðer. Ásgeir Guðnason, 5 ára: Af þvi að Jesús átti afmæli. Þá fær hann afmælisgjafir. Nei, ég veit ekki hvað hann fær. Alda Sverrisdóttir, 4 ára: Jesúbarnið fæddist þá. Árni Stefánsson, 5 ára: Jól eru af þvi aö Jesús átti afmæli. Ég veit hver er bezta gjöfin sem hann fær. Það er að maður sé alltaf þægur. Eigendur tízkuverzlana: Afgreiðslu- fólk sýni kurteisi! „25—30 ára” skrifar: „Mig langar endilega til að beina nokkrum orðum til eigenda tízkuverzl- ana i Reykjavík. Það er i raun og veru ótækt hversu afgreiðslufólk I tízkuverzlunum, og þar á ég við verzlanir sem selja fatnað á „ungt fólk”, er dónalegt. Sérstaklega á þetta við verzlanir Karnabæjar og ég vil beina þeirri ábendingu til Guðlaugs Bergmanns, þess ágæta verzlunar- manns, að benda fólki sinu á vissar staðreyndir sem liggja til grundvallar í afgreiðslustörfum. Afgreiðslufólk cr til þess að veita viðskiptavinum verzlana góðar ábendingar og hjálpa þeim við val varanna, auk þess sem gott er að fá að sjá það sem til er af nýjungum hverju sinni. Í stað þess er maður hálfhrakinn út, bara af því að maður er sennilega ekki nógu „töff’ eða orðinn „of gam- all". Ég er kannski ekki klæddur eftir nýjustu tízku dags daglega, en það hvetur mig ekki til kaupa á nýjum fatnaði að vera mældur út I hvert sinn sem ég kem inn í slikar verzlanir með augnaráðinu „Þetta er nú meiri sveita- maðurinn" eða eitthvað i þeim dúr. Eigendur tízkuverzlana! Það getur ekki verið ætlun ykkur að einskorða ykkur við táninga með verzlunum ykkar. Brýnið þvi fyrir afgreiðslufólk- inu lágmarks kurteisi og ég vil einnig benda á, að surnt fólk þarf að herða sig upp til þess að fara inn i þessar verzl- anir og kaupa sér föt eftir „nýjustu tizku”. Óbliðar móttökur af þvi tagi sem ég hef lýst hvetja ekki til þess.” Steingrímur Sigurðsson: Aðaisteinn sáekki sýninguna — vísa þessu til föðurhúsanna — sá sýninguna segir Aðalsteinn Tizkuverzlanirnar eru ekki cingöngu fyrir unglinga og þvi ætti einnig að gera þær aðladandi fyrir þá eldri. Það getur kostað nokkurt átak fyrir þá sem ekki fylgja tízkunni að fara inn í slíka búð og kaupa á sig klæöi. Góð framkoma afgreiðslufólks hjálpar i þeim tilfellum. Af gefnu tilefni neyðist ég til þess að benda fólki því sem las grein Aðal- steins Ingólfssonar (fyrrum fram- kvæmdastjóra Listráðs Kjarvalsstaða) um sýningu mina, sem nú stendur yfir að þeim umdeildu Kjarvalsstöðum, að blessaður maðurinn hefur enn ekki mætt hjá mér. Húsverðir Kjarvals- staða og konur, sem vinna við gæzlu sýningar geta vitnað um slíkt. Ritsmíð Aðalsteins bendir til þess að blessaður maðurinn hafi aldrei séð þessar nýju myndir minar (sem ekki voru málaðar á einni nóttu eins og hann segir í krítik sinni, enda væri það tæplega mennskt). Svo undarlega vill til og það er mál manna og sannaö, að téður Aðalsteinn Ingólfsson sem kallar sig listfræðing, hefur gert sig sekan um svipað athæfi áður — það var þegar hann skrifaði um sýningu málara úti á landi. Það hefur áður komið fyrir hér á islandi, að menn hafa skrifað um bækur og jafnvel leiklistarsýningar, sem þeir hafa hvorki séð né heyrt. Þakka birtinguna Steingrímur Sigurðsson listmálari Athugasemd: Viö þessu er aðeins eitt stutt og lag- gott svar. Undirritaður sá þessa sýningu kl. II á sunnudagsmorgun. Um það getur húsvörður, sem er ágæt kona, vitnað hvenær sem er. Skriíum Steingríms er þvi vísað til föðurhús- anna. Aðalsteinn Ingólfsson sem allir tala um A þessum síðustu tímum gerist það hreint ekki dagiega að út komi Reykjavíkursaga sem verulega sé bitastætt á, þ.e. saga sem maður hefur á tilfinningunniaðgerist í Reykjavik nútímans, en ekki aðeins í einhverri óskil- greindri borg þar sem stendur eitt hús. Það gerist ekki heldur daglega að okk- ur berist í hendur ný skáldsaga sem felur í sér magnaða afhjúpun á því kapi- taliska ættarsamfélagi sem við byggjum. Ekki er það heldur hversdagsvið- burður að lesa langa episka skáldsögu sem mann langar strax að lesa aftur." Visir, Heimir Pálsson. „... Aðalsöguhetjan, Gunnar Hansson, er enginn sakleysingi. Hann er búinn að taka út drjúgan skammt af lífsreynslu. Hann hefur um skeið unnið við sjónvarp og veit vel að þar er allt í lágkúru, hugleysi, hunsku og klíkuskap. Hann er fæddur inn í volduga ætt og þekkir sitt heimafólk — hvort sem það svindlar á saltf iski eins og ættfaðirinn gerði (af i sem skaut sig), í innf lutningi eða embættisrekstri." Þjóðviljinn, Árni Bergmann. „... Vatn á myllu kölska er verk sem er skilgetið af kvæmi þess tíma sem við lifum. Frá listrænu sjónarmiði er það merkur áfangi fyrir Ölaf Hauk Símonarson og skipar honum í sveit þeirra ungu höfunda sem hvað mestan metnað hafa. Morgunblaðið, Jóhann Hjálmarsson. Lesið vatn á myllu kölska eftir Ólaf Hauk Símonarson Mál og menning Bókin Spurning dagsins Af hverju erujól? Höröur Sigurjónsson, 3 ára: Ég veit það ekki. Ég á kannski afmæli. Kristin Edda Guðmundsdóttir, 3 ára: Pabbi minn á afmæli. Þá verður.hann heima.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.