Dagblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 24
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978.
T rúðar kvartmflubrautanna
✓
Um hverja helgi flykkist fólk svo
milljónum skiptir út á kvartmilubraut-
irnar til að fylgjast með því sem þar fer
fram. Þar gefst fólki kostur á að sjá
farartæki sem erætlaðaðeinseitt hlut-
verk, að fara kvartmíluna á sem stytzt-
um tima. Farartæki sem eru hrein
listaverk í einfaldleik sínum. Til að ná
góðum tíma í kvartmilukeppni verður
farartækið að vera létt og kraftmikið
enda eru kvartmilubílarnir byggðir
með þetta tvennt i huga. Kvartmilu-
keppnir eru i rauninni ekkert annað en
sýningar þar sem hrá hestöfl og
kraftureru til sýnis.
Vinsælustu kvartmilubilamir eru
grindarbílarnir (Top Fuel) og „spreng-
hlægilegu bilarnir” (Funni Cars), en
þeir eru kraftmestir og ná mestum
hraða. Áhorfendur fylgjast gjarnan
vel með því sem gerist á spólsvæðinu
enda er jafnan nóg um að vera þar
þegar bílarnir eru að hita dekkin fyrir
spyrnurnar.
Ekki tekst öllum keppendum að
komast kvartmiluna á enda þó að stutt
sé. Drif brotna hjá sumum og gírkass-
ar hjá öðrum. Stundum þola vélarnar
ekki álagið og springa. Þeytast for-
þjöppurnar þá oft hátt í loft upp með
viðeigandi hávaða og látum. Er jafnan
veitt sérstök verðlaun fyrir stórfeng-
legustu forþjöppusprenginguna á öll-
um meiri háttar keppnum og þykir það
nokkur heiður að fá þau verðlaun.
Stundum eru vélarnar kraftmeiri en
gert hafði verið ráð fyrir og lyftast
bílarnir þá svo mikið að framan að
þeir falla aftur fyrir sig eða ökumaður-
inn missir stjórn á honum svo að bíll-.
inn veltur. Þrátt fyrir miklar véla-
sprengingar og tilþrifamiklar klessur
skriða ökumennirnir yfirleitt ómeiddir
út úr flökunum. Hljóta þeir í flestum
tilvikum einungis smáskrámur en eru
alltaf snarringlaðir eftir að hafa kút-
velzt með bílnum. Öryggiskröfurnar
sem gerðar eru til bílanna eru miðaðar
við að allt það versta geti komið fyrir
svo að ökumennirnir eru miklu örugg-
ari á kvartmilubrautunum heldur en
þeir eru í venjulegum bílum á þjóðveg-
unum.
Ekki taka allir kvartmílukappar þátt
í flokkakeppnum. Sumir byggja bíla
sina með það fyrir augum að skemmta
áhorfendum og mætti kalla þá trúða
kvartmílubrautanna. Eru farartæki
þeirra hin furðulegustu. Flestir eru
þeir með um tvö þúsund hestafla vélar
sem þeir hafa komið fyrir í aftursæt-
inu, eða öllu heldur þar sem aftursætið
er vanalega. Fyrir bragðið eru bílarnir
mjög léttir að framan og leika þeir sér
að því að keyra brautina endilanga á
afturhjólunum.
Eldflaugabílar njóta einnig mikilla
vinsælda en eins og nafnið gefur til
kynna eru þeir með þotuhreyfla í stað
venjulegra stimplavéla. Ná þeir gífur-
legum hraða og eru einungis fjórar
sekúndur að leggja kvartmíluna að
baki.
Stundum er sprenghlægilegum bíl
og eldflaugabíl stillt upp saman til að
sýna mismuninn á þessum farartækj-
um. Lehgi vel vildu aðrir bílstjórar
ekki Usnpa við eldflaugabílana. Ótt-
uðust pfir að verða eins og grillaðir
kjúklingar þegar afturbrennarinn á
eldflaugabilnum væri settur i gang.
ÞETTA ER EINMITT BÓKIN
BÓKAMIÐSTÖÐIN
Laugavegi 29, simi 26050
Einar Logi Einarsson tók saman
igtíur
(KÆTUMST MEÐAN KOSTUR ÉR)
MINNINGAR
ÚR
MENNTASKDLUM
Sére Ótafur Skúbion Asta linndóttir
kennari nemi verirfræúingur Asgeiresan ericitekt
GAUDEAMUSIGITUR
Skólaárin verða flestum minnisstœð þegar árin líða. Menn
horfa til baka og rifja upp það tímabil ævinnar sem mörgum
hefur reynzt skemmtilegast. Hér eru saman komnar í bók Ijúf
ar minningar og umsagnir um skóla og kennara skrifaðar af 18
konum og körlum.
Einmitt bók sem allir hafa gaman af að eiga og lesa. — Bók
sem allir í skólum landsins þutfa að eignast. — Glœsileg bók —
ódýr bók.
Fæst í öllum bókaverzlunum.
Haiga Sóurþéndóttir