Dagblaðið - 23.12.1978, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978.
5
Uppnám út af tillögu krata um landbúnað og iðnað:
KRATAR GAFUST UPP
m TILLÖGUFLUTNINGINN
Uppnám varð í stjórnarliðinu út af
tillögu alþýðuflokksmanna um land-
.{júnaðarmál og fleira, sem DB gat um
í gær. Eftir harða rimmu drógu al-
þýðuflokksmenn tillöguna til baka í
nðtt.
Tillagan var breytingartillaga við
fjárlagafrumvarpið. Hún gekk út á um
milljarðs niðurskurð á útflutnings-
uppbótum og niðurskurð um rúman
hálfan milljarð á öðrum framlögum til
hefðbundins landbúnaðar. I staðinn
skyldi verja 100 milljónum til eflingar
aukinni framleiðni í landbúnaði, 200
milljónum til ábatasamra hliðar-
búgreina, svo sem veiðibúskapar,
æðarræktar, fiskeldis o. fl. 243,5
milljónum skyldi varið til greiðslu á
aðkeyptu vinnuafli vegna orlofs
bænda.Meginhluti þess, sem
sparaðist,skyldi renna til iðnaðar,
618,4 milljónir til fyrirtækja í iðnaði
og 500 milljónir til að bæta sam-
keppnisaðstöðu íslenzks iðnaðar sam-
kvæmt nánari ákvörðun ráðherra.
Þá fylgdi tillögunni grein, um að
skattvísitala skyldi hækkuð úr 150 í
151, sem leiddi til lækkunar skatta.
Sjálfstæðismenn eru með tillögu
um hækkun skattvísitölu úr 150 í 152
en varatillögu um hækkun i 151 stig,
ásamt tillögum um niðurskurð ríkisút-
gjalda á mörgum sviðum.
Fulltrúar Alþýðubandalags og
Framsóknar sökuðu alþýðuflokks-
menn um svik. ..rýting i bakið” og
fleira. Sjálfstæðismenn buðu al-
þýðuflokksmönnum að sameinast
sér við almennan niðurskurð ríkisút-
gjalda og styðja að minnsta kosti
hækkun skattvísitölu í 151, það er
varatillögu þeirra. Sighvatur Björg-
vinsson formaður þingflokks
Alþýðuflokksins sagði, að hækkun
skattvísitölunnar væri hluti af
„pakkanum öllum” um landbúnaðar-
málin. Loks drógu kratar tillöguna til
baka og sögðu, að hún hefði ekki
hljómgrunn.
-HH.
»
Þrír þingmenn Alþýðuflokks: Árni
Gunnarsson, Ágúst Einarsson og
Finnur Torfi Stcfánsson.
DB-mynd Hörður.
/
Vlða um heim eru börn sem þjást af
næringarskorti. Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna hefur nú vakið athygli rfkis-
stjórnar tslands á yfir 20 þúsund börnum
i Zaire sem þannig cr ástatt fyrir og
beðið rlkisstjórnina um aðstoð. Hún
hefur hins vegar vísað þeirri beiðni til
Hiálparstofnunar kirkjunnar.
Brauö handa
hungruðum heimi:
Safnast
hafa yfir
10 millj.
Utanríkisráðuneytið hefur skrifað
Hjálparstofnun kirkjunnar bréf, þar sem
farið er fram á að hluta af þeim
peningum, sem safnast í landssöfnun
Hjálparstofnunarinnar verði varið til
kaupa á undanrennudufti og það sent til
Zaire. Ríkisstjórninni barst
hjálparbeiðni frá Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna vegna 126 þús. flóttamanna
frá Angóla sem nú eru í Zaire. í þessum
hópi eru yfir 20 þús. börn, sem hafa
mikla þörf fyrir hjálp. Rikisstjórnin
hefur eins og áður segir vísað þessari
beiðni til Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunarinnar,
sagði j samtali við Dagblaðið að fram-
kvæmdanefnd Hjálparstofnunarinnar
hefði þegar fallizt á að verða við þessari
beiðni. Núna væri i athugun hvort um
kaup á undanrennudufti hérlendis
gæti orðiðaðræða en Barnahjálp SÞ fór
fram á að Islendingar sendu 219 lestiraf
undanrennuduftinu. Gallinn er sá að
undanrennuduft er mikludýrara hér á
landi en erlendis.
Aðspurður sagði Guðmundur að
landssöfnun sú sem nú er farin undir
kjörorðinu Brauð hana hungruðum
heimi hefði fengið góðan meðbyr. Sagði
Guðmundur að nú þegar hefðu safnazt
yfir 10 milljónirsem væri töluvert meira
en á sania tima í fyrra en þá söfnuðust
alls 36 millj. í dag verða söfnunar-
bílar frá Hjálparstofnuninni viðs vegar
um land og taka á móti söfnunar-
baukum. -GAJ-
l\íilkcr»
skórnir eru komnir—margar gerðir