Dagblaðið - 23.12.1978, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1978.
19
Aðventukvöld vom haldin vfða um land fyrr f mánuðinum eins og venja er. Þar byrjar jóla-
stemmningin hjá mörgum — eins og þessu fólki í Kópavogskirkju, þar sem aðventukvöld
var 10. desember. Við orgelið situr Guðmundur Gilsson, sem lék á orgel.
DB-mynd: R. Th.
Alþingi var að þar til seint f gœr og hefur ekki f langan tíma setið jafnlengi fyrir jól. Þing-
menn verða hvfldinni og hátíðinni fegnir eins og aðrir. Myndin var tekin við afgreiðski fjár-
lagafmmvarpsins. Ekki eraðsjáað alþýðuflokksmennirnir geri það með glöðu geðL
DB-mynd: Ragnar Th.
ágæt kaup og enn fleiri komið, kikt og skoðað. Ungir og aldnir sýna málinu mestan
áhuga.
DB-mynd: HV.
FJÁRLÖG sam-
ÞYKKT MED EINU
MÓTATKVÆÐI
Fjárlagafrumvarpið var samþykkt i
gær með 40 atkvæðum gegn einu. 17
sátu hjá og tveir voru fjarstaddir.
Albert Guðmundsson (S) greiddi einn
atkvæði gegn frumvarpinu. Aðrir
sjálfstæðismenn, sem viðstaddir voru,
sátu hjá.
Sjálfstæðismenn kölluðu það heig-
ulshátt þegar alþýðuflokksmenn stóðu
að því að fella breytingartillögu þeirra
um hækkun skattvísitölu i 151 stig,
sem hefði þýtt lækkun skatta og al-
þýðuflokksmenn höfðu áður gert til-
lögu um. Alþýðuflokksmenn sögðu að
tillaga þeirra hefði verið í tengslum við
niðurskurð á framlögum til landbún-
aðar og stæðist ekki, eftir að þeir
komu niðurskurðinum ekki fram.
Jóhanna Sigurðardóttir (A) sat þó hjá
við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu
sjálfstæðismanna.
Allar aðrar tillögur sjálfstæðis-
manna voru felldar með sameinuðu
átaki stjórnarliða. Breytingartillögur
stjórnarsinna voru flestar samþykktar
með sárafáum eða engum mótat-
kvæðum.
Þegar tillögur sjálfstæðismanna um
skattalækkanir höfðu verið felldar
drógu þeir flestar tillögur sínar um
niðurskurð til baka.
Tillaga um 12 milljóna niðurskurðá
framlögum til yfirstjórnar forsætis
ráðuneytisins, sem talin var mundu
þýða endalok á starfi blaðafulltrúa,
var þó borin upp og felld með 37 at
kvæðum gegn 21. Auk sjálfstæðis
manna fékk tillagan stuðning Karls
Steinars Guðnasonar (A) og Vilmund-
ar Gylfasonar (A) enda voru þeir
sjálfir með svipaða tillögu. Af öðrum
spennandi atkvæðagreiðslum er sagt
annars staðar i blaðinu.
-HH
Þrír kratar og
sjálfstæðismenn
gegn hækkun
blaðastyrkja
Mikil hækkun á styrkjum til rikis-
styrktu blaðanna, úr 40 í 60 milljónir,
var samþykkt með 37 atkvæðum gegn
23 á Alþingi í gær. Áður hafði verið
felld með 36 atkvæðum gegn 21 tillaga
frá sjálfstæðismönnum að fella þenn-
an styrk niður.
Allir sjálfstæðismenn og þrír al-
þýðuflokksmenn greiddu atkvæði
gegn hækkun styrkjanna. Þessir al-
Tillag til NATO:
þýðuflokksmenn voru Karl Steinar
Guðnason, Ólafur Björnsson og Vil-
mundur Gylfason.
Allir aðrir stjórnarliðar greiddu at-
kvæði með hækkuninni.
Tillaga sjálfstæðismanna um lækk-
un framlaga til „sérfræðilegrar að-
stoðar fyrir þingflokkana” var felld
með 39 atkvæðum gegn 20.
-HH
Gunnlaugur stóð
með „kommum”
Gunnlaugur Stefánsson (A) stóð
með alþýðubandalagsmönnum við at-
kvæðagreiðslu um tillögu þeirra um að
fella niður tillög til Atlantshafs-
bandalagsins á þingi í gær.
Tillaga Kjartans Olafssonar (AB) og
fleiri um þetta var felld með 43 at-
kvæðum gegn 15. Bragi Nielson (A) og
Páll Pétursson (F) sátu hjá.
-HH
Öll erum við félagar
í jólaumf erðinni
1 dag Þorláksmessu má búast við
mikilli umferð um Iand allt. Umferðar-
ráð hvetur til varkárni, umhyggju og
tillitssemi í dag sem aðra daga og
minnir enn einu sinni á að umferðar-
reglur hafa ekki verið settar sjálfrar
sin vegna, heldur fyrir okkur öll.
Fylgjum því reglum hvort sem við
erum gangandi eða akandi i um-
ferðinni. Og i tilefni dagsins má benda
á, að hver tilfærsla bifreiðar eykur um-
ferð og því betra að nota bilastæði sem
e.t.v. eru aðeins fjær helztu verzlunar-
götum og ganga síðan. Þá vill lögregl-
an benda starfsfólki verzlana á, að
mjög skynsamlegt sé nú að það teppi
ekki sjálft bílastæði við verzlanir
heldur skilji bilana eftir heima.
Um leið og Umferðarráð óskar
landsmönnum öllum hamingjuríkrar
jólahátiðar, óskar það þess að þeir
komist nú vel búnir leiðar sinnar hvort
sem um langar ferðir eða stuttar er að
ræða, þvi um hávetur getur veður
breyzt á örskömmum tíma.
Við erum öll ferðafélagar I um-
ferðinni.