Dagblaðið - 23.12.1978, Blaðsíða 23
og ég hef lært það, að það er ekki allt
jafn nauðsynlegt I jólaundirbúningnum,
svoég hef nógan tíma.
Áramótaheit? Nei.”
Matthías Bjarnason:
„Konan mín sér
um allt saman”
„Ég hugsa að ég eyði því með fjöl-
skyldu minni, að minnsta kosti jóladag-
ana,” sagði Matthías Bjarnason. „Svo
verður nóg hjá manni að gera á milli jóla
og nýárs og eftir áramótin hef ég hugsað
mér að fara vestur í mitt kjördæmi.
Jólaundirbúningur mæðir ekkert á
mér, konan min sér fyrir öllu,” sagði
Matthías ennfremur. „Enda gæti ég ekk-
ert gert.
Ég held að það sé bezt að heita engu.
Maður er svona heldur svartsýnn um
gang þjóðmála á næsta ári, sérstaklega
er áberandi hvað gengið er nærri at-
vinnuvegunum í landinu. Ég er afar
hræddur við það — það getur kostað
stórfelldan samdrátt og í kjölfar þess at-
vinnuleysi,” sagði Matthías.
Steingrímur Hermanns-
son. ráöherra:
„Smíða með
krökkunum niðri
í kjallara”
„Ég er allavega ákveðinn í því að
sleppa pólitíkinni, eyði a.m.k. jóladögun-
um með fjölskyldunni,” sagði Steingrim-
ur Hermannsson. „Kannski fer ég eitt-
hvað að smiða með krökkunum niðri í
kjallara.
Ja, jú, ég stíg sennilega á stokk og
ætla að reyna að gera mitt bezta við það
að ná samkomulagi um efnahagsmálin
og ná verðbólgunni niður, þegar tekið
verður til á ný.”
Bragi Sigurjónsson:
„Til Akureyrar”
„Ég fer heim til Akureyrar og ætla að
hafa það ánægjulegt með minni fjöl-
skyldu,” sagði Bragi Sigurjónsson.
„Áramótaheit strengi ég aldrei. Ég
læt hverjum degi nægja sina þjáningu og
fyrirheit,” sagði Bragi ennfremur.
Magnús H. Magnússon,
ráöherra:
„Heim í Eyjar”
„Ja, yftr jóladagana sjálfa ætla ég nú
að fara heim i Eyjar,” sagði Magnús H.
Magnússon, félags- og heilbrigðismála-
ráðherra. „Ég kem svo hingað i bæinn
aftur á þriðja í jólum og ætla þá að verja
tímanum til þess að vinna úr því sem
safnazt hefur fyrir í ráðuneytunum.
Áramótaheit? Nei, ekki nema það að
reyna að standa sig eins vel og maður
getur.”
Ragnhildur Helgadóttír:
„Sé um að ekki
verði kökulaust”
„Við eyðum jólum nú mest heima, en
annars heimsækjum við auðvitað ætt-
ingja,” sagði Ragnhildur Helgadóttir.
„Það hefur nú lítið orðið af bakstri af
niinni hálfu. Hins vegar er ég nú orðin
svo vön þessum þingönnum fyrir jólin,
að einhvern veginn geng ég svo frá mál-
um að það verði nú samt ekki kökulaust
heima hjá mér á jólunum.
í jólamatinn? Jólagraut með möndl-
um, en ég er ekki alveg afráðin í hvaða
kjöt ég ætla að borða, enda er það ekki
aðalatriði á jólunum heldur friðurinn og
stcmmningin.
Já, ég stíg á stokk og strengi heit um
áramót. Ég hugleiði alltaf um áramótin
bæði Iiðinn tima og framtiðina. Nei, ég
reyki ekki, en það ar alltaf eitthvað í fari
manns sem hægt er að bæta.”
auðinnaNi
PflfR USTINOV ■ JAHf BIRKIN
LOIS CHILB • BfTTf DAVIS
MIÁfARROW • JONFINCH
OLIVIA HUSSfY • I.S.J0HAR
GfORGf KfNNfDY
ANGfLA LANSBURY
SIMON MocCORKINDALf
DAVID NIVfN • MÁGGIf SMITH
lAfK WARDFN
íaalm htérei lllCHAfl OEELiY md IARK1SPSUMCS iamtor,mi ScnMftiy ky BWl NOfUON, B*iWmIWimritaMy'tf CWMcCAU
HnrikrCRAflC aifORO PttámOr KKR! U SHEIMM Onttti k* SAM PtCWWAH . [■ ■ y ■■■
Pauvow* Iidwri«(A OatiikitW MMl flaMiA llaÚiJ
PATRICIANEAL BRITT EKLAND
LYNN CARLIN JEAN-PIERRE CASSEL
scottjacoby
WILLIAiYI IIOLDEN
i ‘LOUKYIL
I YTRNA LISI
LIONEL JEFFRIES
DincMkj
ScrtupbjbjRtyuldfet MwdbjirthfLtK Di.tnbuud b, angio|