Dagblaðið - 09.01.1979, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1979.
13
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Segja ekki f rá
Víkingsmálinu
Það hefur vakið athygli Íslendinga i Sviþjóð að
sænsku blöðin hafa ekkert fjallað um dóm aganefndar
alþjóðahandknattleikssambandsins gegn Vikingi, þar
sem Vikingum var vikið úr Evrópukeppninni vegna
þess að tvær rúður brotnuðu i Ystad nóttina eftir leik
Ystad og Vikings 16. desember sl. Ekkert blaðanna —
utan eitt, sem segir frá málinu 1 tveimur linum — sér
ástæðu til að geta um hinn stranga dóm, hinn strang-
asta, sem um getur i handknattleik, sem Svíinn Curt
Wadmark, formaður aganefndar, stóð að og tók upp
hjá sjálfum sér að kæra og dæma Vikinga.
Ken Read sviptur
brun-sigrinum
Kanadiski brunmeistarinn Ken Read, sem varð
fyrstur i bruni heimsbikarsins i Morzine i Frakklandi
á laugardag, var 1 gær sviptur sigri sinum, þar sem
keppnisbúningur hans samræmdist ekki reglum al-
þjóðaskiðasambandsins. Félagi hans frá Kanada,
Dave Murrey, sem varð í 14. sæti i keppninni, var
einnig af sömu ástæðu dæmdur úr leik.
Prófun á rannsóknarstofú leiddi í ljós að búningar
þessara keppenda veittu minni vindmótstöðu en leyfi-
legt er samkvæmt reglum FIS eftir þvi, sem Franco
Kasper, einn af stjórnarmönnum FIS, skýrði frá i
Cras-Montana i Sviss i gær. Röð keppenda var breytt
eftir þessa ákvörðun FIS og Steve Podborski, Kanada,
útnefndur sigurvegari i brunkeppninni á laugardag.
Ken Read missti 25 stig og hefur þvi ekki lendur for-
ustu i brunkeppni heimsbikarsins. Peter Múller, Sviss,
er efstur með 42 stig. Read hefur 40 stig og Herbert
Plank, Stalíu, 35 stig. Podborski er i fjórða sæti með
28 stig.
Moser komin
í efsta sætið
„Ég er hissa en mjög ánægð — og þessi sigur er
þýðingarmeiri fyrir mig en þegar ég vann i Furano i
Japan 1977,” sagði Regina Sackl, 19 ára austurrisk
stúlka, eftir að hún sigraði f svigi heimsbikarsins i Les
Gets i Frakklandi i gær.
Regina Sackl, sem nú keppir sjötta ár sitt í heims-
bikarnum, vann þarna sinn annan sigur i keppni
heimsbikarsins. 1 öðru sæti varð Perrione Pelan,
Frakklandi, sem var talin sigurstranglegust fyrir
keppnina, og i þriðja sæti varð Anna-Maria Moser,
Austurríki.
„Ég er afar ánægð með að ná þriðja sæti og hljóta
15 stig í svigkeppni — en hins vegar hef ég áhyggjur
af því hve litið ég fæ af stigum i stórsvigi. Venjulega
hef ég ekki átt í erfiðieikum með það,” sagði Anna-
María eftir keppnina. Svigið er hennar veikasta grein
en í gær var hún þó með beztan tíma eftir fyrri um-
ferðina. í síðari umferðinni gekk henni ekki eins vel
þó þriðja sætið væri í höfn.
Við það komst hún í efsta sætið í stigakeppni heims-
bikarsins — náði Mariu-Theresu Nadig, Sviss, að
stigum. Báðar hafa 90 stig. 1 þriðja sæti er Hanni
Wenzel, Lichtenstein, með 81 stig. Perrinc Pelen
hefur 51 stig, Christa Kinshofer, Vestur-Þýzkalandi,
50 stig. Regina Sackl 47 stig og Claudia Giordani,
Ítalíu, 33 stig.
Meistaramót TBR
Fyrsti hluti „Mcistaramóts TBR 1979” fer fram
sunnudaginn 14. janúar nk. Keppt verður i cinliðaleik;
karla og kvenna I badminton f eftirtöldum flokkum:
Meistaraflokki
A-flokki
B-flokki
Mótið fer fram I húsi TBR, Gnoðarvogi 1 og hefst
það kl. 14.00. Þátttaka er öllum heimil, sem orðnir eru
16 ára, eða verða þá á árínu. Þátttökugjald er kr.
2600. Þátttökutilkynningum skal skila til TBR f
síðasta lagi miðvikudaginn 10. jan. nk. og skulu þátt-
tökugjöld fylgja.
Þeir verða I eldlínunni I kvöld I Randers — tslendingar gegn Dönum en Pólverjar
leika gegn heimsmeisturum Vestur-Þjóðverja. Myndin að ofan er frá leik tslands og
Póllands á laugardag. Þorbjörn Guðmundsson, lengst til hægrí, hefur reynt markskot
en tókst ekki að skora að þessu sinni. Ólafur H. Jónsson er lengst til vinstri og Bjarni
Guðmundsson I miðið. Þrír af máttarstólpum islenzka liðsins. Rúmar fimm minútur af
leik og staðan 2—0 fyrír ísland eins og sjá má á Ijósatöflunni. DB-mynd Bjarnleifur
21 lið f meistaraflokki,
karla í bikarkeppni HSÍ
— Fyrsta umferð á að vera lokið fyrir 21. janúar. 13 lið í meistaraf lokki kvenna
og 14 lið í 2. flokki karla
„Það tilkynntu 21 lið þátttöku i bikar-
keppni Handknattleikssambandsins f
meistaraflokki karla — og lcikjum f
fyrstu umferðinni á að vera lokið fyrir
21. janúar,” sagði Ólafur Aðalsteinn
Jónsson, formaður mótanefndar HSÍ,
þegar DB ræddi við hann I morgun. í
fyrstu umferðinni sitja liðin úr 1. deild
yfir og auk þess þrjú önnur iið, KA,
Stjarnan og UBK.
Einum leik er þegar lokiö í 1. umferð-
inni. Vestmannaeyjaliðin Þór og Týr
léku saman og urðu úrslit þau, að Týr
sigraði með 19—13. Sá sigur kom tals-
vert á óvart því Þór er meðal efstu liða í
2. deild en Týr í 3. deild. Aðrir leikir í 1.
umferðinni eru.
KR-Þór, Akureyri.
UMFN-Þróttur, Reykjavik
Grótta-Afturelding
Akranes-Ármann
og eins og áður segir á þessum leikjum
að vera lokið fyrir 21. janúar. Þá verður
dregið til annarrar umferðar — 16 liða
leika í 2. umferð. Átta leikir.
1 bikarkeppni meistaraflokks kvenna
tilkynntu 13 lið þátttöku. í fyrstu um-
ferðinni sitja Fylkir, KR og Fram yfir.
Einn leikur hefur þegar farið fram.
I# Valur sigraði ÍR 24—10. Aðrir leikir i 1.
umferð eru
Stepney til
DallasTornado
Alex Stepney, hinn 35 ára mark-
vörður Manchester United, sem lék hér
á landi 1977 með stjörnuliði Bobby
Charlton, hefur gert tveggja ára samning
við bandaríska liðið Dallas Tornado.
Hann mun halda til Texas 15. febrúar.
Stepney lék á sjötta hundrað leiki með
Man. Utd. Var Evrópumeistari með fé-
laginu — og hefur leikið I enska lands-
jliðinu.
UMFG-FH
Þór, Akureyri-UBK
ÍBK-Vikingur
Haukar-Þróttur, Reykjavík
Þessum leikjum á einnig að vera lokið
fyrir 21. janúar.
í bikarkeppni 2. flokks karla tilkynntu
14 lið þátttöku. 1 fyrstu umferð leika
Valur-Þróttur, Rvík
Haukar-Stjarnan
Vikingur-KR
FH-Grótta
Fylkir-HK
Ármann-UBK
en yfir í 1. umferðinni sitja Fram og ÍR.
Sama gildir um þessa leiki og í meistara-
flokki karla og kvenna. Þeim á að vera
lokiðfyrir 21. janúar.
Þá má geta þess, sagði Ólafur
Aðalsteinn, að þar sem Leiknir úr
Reykjavík hefur ekki mætt með þriðja
flokk sinn í karlaflokki i íslandsmótinu
hefur stjórn HSÍ lagt til við mótanefnd
að UMF Selfoss fái að leika i stað Leikn-
is í 3. flokki karla. Mótanefnd HSÍ hefur
orðið við þeirri ósk og hefur verið ákveð-
ið að Selfoss taki sæti Leiknis. Heima-
leikir Selfoss fara fram í íþróttahúsinu á
Selfossi. Þá leiki, sem Leiknir átti að
vera búin að leika mun mótanefnd setja
á aftur við fyrstu hentugleika.
Handbók Handknattleikssambands
Íslands 1978—1979 er komin út. Sam
kvæmt bókinni eru þrír leikir í Laugar-
dalshöll í kvöld í íslandsmótinu. Kl.
20.00 leika Ármann og FH í 3. flokki
karla, síðan Valur og Haukar í sama
flokki. Kl. 21.10 leika Ármann og
Stjarnan í 2. deild karla.
Svíinn Björn Borg, sem sigraði þriðja
árið i röð 1 Wimbiedon-keppninni i tenn-
is í fyrra, var í gær tilnefndur „leikmaður
ársins 1978” af sambandi atvinnutennis-
leikara. Bandaríkjamaðurinn John
McEnroe, sem sigraði Björn á sænska
meistaramótinu og er eini tennisleikar-
inn yngri en Bjöm, sem sigrað hefur Sví-
ann, var kjörinn „nýliði ársins”.
Teningi varpað og 195
þúsund fyrir 11 rétta
í 20. leikviku getrauna þurrkaðist 3.
umferð cnsku bikarkeppninnar svo til
alveg út vegna snjóa og kulda. Aðeins
einn leikur á seðlinum fór fram,
Leicester — Norwich, en teningurinn
var látinn ráða hinum 11 merkjunum.
Vinningsröðin varð þá: XIX — 111 —
1XX-21X.
Ensku getraúnafyrirtækin hafa þann
hátt á, að falli niður 25 leikir af 56 leikj-
um, sem eru á „Treble chance" seðlum
þeirra, þá koma saman fimm menn
undir forsæti Boots lávaröar i hótelher-
bergi í Lundúnum og ákveða hvaða
merki komi upp: Heimasigur — marka-
laust jafntefli — marka jafntefli —
útisigur. Á laugardag ákvað nefndin
þessi merki við leikina, sem eru á
íslenzka seðlinum: XII — XXI — 1X2
— XX2. Viku áður var nefndin
reiðubúin til starfa, en „aðeins” 24 leikj-
um var frestað þann laugardaginn, og
þess vegna ekkert aðhafzt, og ensku
blöðin skrifuðu um nauðsyn þess að
nefndin yrði sett fyrr í gang, en nú er,
t.d. við lOeða 15 frestaða leiki.
Þetta er versta útreið, sem enska
knattspyrnan hefur . fengið af hálfu
veðurguðanna i 15 ár, en í ársbyrjun
1963 þurrkuðust út margar umferðir í
deildakeppninni. Versta útkoman var þó
fyrsta friðarveturinn, 1945—1946, er
flugvélar voru notaðar til þess að varpa
kolum niður á fjölmörgum stöðum á
Englandi.
Á næsta getraunaseðlinum hjá
íslenzkum getraunum — í 21. leikviku
— eru eftirtaldir leikir úr ensku deilda-
keppninni.
Arsenal-Nottm. Forest
Aston Villa-Ipswich
Bristol City-Tottenham
Chelsea-Coventry
Derby-Bolton
Leeds-Man. City
Liverpool-Birmingham
Man. Utd.-QPR
Middlesbro-Everton
Norwich-WBA
Wolves-Southampton
Sunderland-C. Palace
P Baltic-cup „litla heimsmeistarakeppnin” hefst í dag:
Islenzka landsliðið leikur
við það danska f Randers
Vestur-Þjóðverjar án fimm heimsmeistara sinna. Lars Bock hættur í landsliði
Handknattleikskeppnin mikla
Baltic-cup — sem oft hefur verið nefnd
„litla heimsmeistarakeppnin” hefst i
Danmörku 1 dag. Sjaldan eða aldrei
hefur keppnin staðið betur undir nafni en
að þessu sinni þvi fjórar efstu þjóðirnar
frá siðustu heimsmeistarakeppni, Vest-
ur-Þýzkaland, Sovétríkin, Austur-
Þýzkaland og Danmörk taka þátt I
keppninni. Auk þess Pólland, Sviþjóð,
Ísland og B-lið Danmerkur. Hér verður
um stórkeppni að ræða, sem fylgzt
verður með 1 handknattleiksheiminum og
gifurlegur áhugi er á keppninni i Dan-
mörku. Tugþúsundir aðgöngumiða
þegar seldir.
Þjóðunum í keppninni er skipt 1 tvo
forriðla. í A-riðli leika Austur-Þjóðverj-
ar, Sovétríkin, Svíþjóð og B-lið Dan-
merkur. 1 B-riðli heimsmeistarar Vestur-
Þjóðverja, Danir, Pólverjar og íslend-
ingar.
Leikir í A-riðlinum verða í Odense,
Esbjerg, Velje og Nyköping — en i B-
riölinum verður leikið í Randers, Árós-
um, Viborg, Fredericia og Hammel.
Keppni í riðlunum, þar sem allir leika
við alla, lýkur á fimmtudag. Á föstudag
verður fri en leikið um sætin frá 3.-6. i
Kalundborg á laugardag. Á sunnudag
verður úrslitaleikurinn i Bröndby-höll
inni í Kaupmannahöfn og þá jafnframt
leikið um neðsta sætið í keppninni.
Keppnin hefst eins og áður segir í dag
Þá verða fjórir leikir á dagskrá
Danmörk—ísland leika kl. 18.00 í Rand
ers og strax á eftir leika Vestur-Þjóðverj
ar og Pólverjar á sama stað í B-riðlinum
A-riðlinum verða tveir leikir í Óðinsvé-
um. Kl. 18 — að íslenzkum tíma —
leika Austur-Þýzkaland og Danmörk B
og strax á eftir Sovétríkin og Svíþjóð.
Á miðvikudag heldur keppnin áfram.
Þá leika Sovétríkin og Danmörk B i Es
bjerg, og Austur-Þýzkaland—Svíþjóð í
Vejle. í B-riðlinum leika Danmörk og
Pólland í Árósum og lsland—Vestur
Þýzkaland i Viborg. Allir leikirnir hefj
astásamatíma, kl. 18.30.
Á fimmudag lýkur keppninni í forriðl
inum. Þá leika Sovétrikin og Austur
Þýzkaland i Óðinsvéum, og Svíþjóð og
Danmörk B í Nyköping í A-riðli. í B-riöli
leika Vestur-Þýzkaland og Danmörk í
Fredericia og ísland—Pólland í
Hammel. Allir leikirnir hefjast kl. 18.30.
Efstu löndin i hvorum riðli leika svo til
úrslita í keppninni. Liðin nr. 2 í riðlun-
um leika um þriðja sætið — liðin nr,
rrjú um fimmta sætið í keppninni, og
neðstu liðin í riðlunum um sjöunda
sætið.
Landsliðsþjálfari Vestur-Þýzkalands
Vlado Stenzel frá Júgóslavíu, hefur átt í
erfiðleikum með lið heimsmeistaranna.
Fimm af jjeim leikmönnum, sem
tryggðu Vestur-Þýzkalandi heimsmeist-
aratitilinn fyrir ári í Danmörku, geta
ekki leikið í Baltic-cup. Það eru fyrirlið-
inn Horst Spengler, sem er í leikbanni.
Kurt Kluhspies, Erhard Wunderlich,
Arno Ehret og Manfred Freisler. Sá síð-
astnefndi skoraði ekki mark á HM í
fyrra en hinir fjórir skoruðu 57 af 105
mörkum Vestur-Þýzkalands í keppninni.
Án þessara manna eru ekki taldar mikl-
arlíkuráað Vestur-Þýzkaland verði i
Fimmefstir
ogjafniríHastings
Eftir níu umferðir á skákmótinu í
Hastings eru fimm skákmenn jafnir i
fyrsta sæti með 6 vinninga. Eru það þfir
Andersson frá Svíþjóð, Biyiasas frá Kan-
ada, Csom, Ungverjalandi, Kochiev,
Sovétrikjunum, og Speelman, Bretlandi.
Hinir tveir fyrstnefndu hafa setið yfir.
Christiansen frá Bandaríkjunum er með
5 vinninga og biðskák, siðan kemur
Lein (flóttamaður frá Sovétríkjunum bú-
settur í Bandaríkjunum) sem er með 5,5
vinninga og hefur setið yfir.
efsta sætinu í keppninni — einkum er
slæmt fyrir liðið að vera án Arno Ehret,
sem hefur átt stórleiki með Hofweier í
vetur. Vestur-þýzka liðið hefur ekki
tapað landsleik frá því það varð heims-
meistari.
Þá verða Danir einnig án snjallra leik-
manna. Lars Bock, sem var svo erfiður
fyrir íslenzka landsliðið í landsleikjunum
í Laugardalshöll i desember leikur ekki í
danska landsliðinu. Hefur tilkynnt
landsliðsþjálfaranum Leif Mikkelsen að
hann sé hættur að leika með danska
landsliðinu. Bock sagði í því tilefni:
„Síðustu átta mánuðina hef ég þrisvar
verið skorinn í hné og milli jóla og nýárs
tók ég þá ákvörðun að leika ekki framar
með danska landsliðinu.” Bock, sem
leikur með Holte og var fyrirliði danska
landsliðsins hér í desémber og aðal-
maður, skýrði frá þessu í samtali í
danska útvarpinu. Hann er aðeins 24ra
ára og hefur samt leikið 80 landsleiki.
Þessi ákvörðun hans — ef hann þá
stendur við hana i allri framtíð — er
talin mikið áfall fyrir danskan hand-
knattleik.
Þá verða Danir einnig án Heine
Sörensen. Árósa-KFUM, en hins vegar
koma sérkir leikmenn í danska liðið frá
því það lék hér á landi. Þar má nefna
fyrirliðann Anders-Dahl Nielsen og
skotmanninn mikla Mikhael Berg. t stað
þeirra Bock og Sörensen valdi Mikkelsen
einn mann úr B-liðinu i A-liðið. Það er
Kim Vestergaard, AGF. Per Winther,
Álaborg, dró sig til baka úr B-liðinu en
nýir menn þar eru Benny Nielsen, AGF
og Jan Jacobsen, FRI.
Islenzku landsliðsmennirnir héldu til
Danmerkur i gær nema þeir Axel Axels-
son, Brynjar Kvaran, Stefán Gunnars-
son og Þorbjörn Jensen, sem héldu utan
í morgun. Komust ekki með flugvélinni í
gær vegna þrengsla. Axel er enn slæmur
í baki og í gær var talið vafasamt að
hann gæti leikið gegn Dönum í kvöld.
Hins vegar hefur Ólafur H. Jónsson náð
sér eftir flensun;, og bætizt í hóp þeirra
leikmanna, sem náðu jafnteflinu við
Pólverja í Laugardalshöll á sunnudag.
hsim.
BRISTOL ROVERS Í4. UMFERD
Bristol Rovers úr 2. deildinni ensku
tryggði sér rétt i fjórðu umferð ensku
bikarkeppninnar i gærkvöld, þegar liðið
sigraði Swansea 1—0 1 Wales. Það er á
leikvelli Swansea. Steve White, sem var
valinn 1 lið Bristol Rovers 1 stað Paul
Randall, sem nýlega var seldur til Stoke,
skoraði eina mark leiksins á sjöundu
minútu með hörkuskoti.
Swansea, með alla gömlu Liverpool-
garpana sótti mjög í leiknum, en tókst
ekki ’ að skora. Markvörður Rovers,
Martin Thomas, kornungur leikmaður,
átti stjörnuleik — bjargaði hvað eftir
annað á undraverðan hátt. 1 fjórðu um-
ferð leikur Bristol Rovers á heimavelli
við annað hvort Charlton eða Maid-
stone United.
Margir leikir, sem fresta varð á laug-
ardag, hafa verið settir á i kvöld. Þar má
nefna Birmingham—Burnley, Bright-
on—Wolves, Bristol City—Bolton,
Charlton—Maidstone, Coventry—West
Bromwich, Darlington—Colchester,
Fulham—QPR, Hartlepools—Leeds,
Middlesbrough—C. Palace, Newport—
West Ham, Notts County—Reading,
Orient—Bury, Preston—Derby og
Wimbledon—Southampton.
1 gær var dregið til fjórðu umferðar en
þar sem aðeins þremur leikjum er lokið
úr þeirri þriðju segir drátturinn lítið. Þó
má geta þess að ef bikarmeistarar Ips-
wich sigra Carlisle á morgun leika þeir á
heimavelli við annað hvort Orient eða
Bury. Liverpool fær heimaleik við annað
hvort Millwall eða Blackburn í 4. um-
ferð ef liðið sigrar Southend úr 3. deild i
Southend á morgun. Þá fær Leeds
heimaleik ef liðið vinnur Hartlepool við
annað hvort Coventry eða WBA svo þar
stefnir í stórleik. Ef Man. Utd. vinnur
Chelsea á morgun fá liðin aftur Lund-
únalið í 4. umferð — annað hvort ful-
ham eða QPR og leikið verður í Lund-
únum.
Þá má geta þess, að fá þvi var skýrt i
Hamborg i gær að Kevin Keegan, enski
landsliðsinnherjinn, mundi leika með
HamburgerSV næsta leiktimabil.
Golfsveíflan á sjónvarpsskermi!
hinn vinsæli golfkennari John Nolan opnar í dag kennslu- og æfingaaðstöðu
Hinn vinsæli enski golfkennari John
Nolan, sem búsettur hefur verið hér á
landi undanfarið, opnar 1 dag kl. 16 golf-
skóla 1 nýja Fordhúsinu i Skeifunni (efstu
hæð).
I fyrra var Nolan einnig með golf-
kennslu á sama stað og var hún mjög vel
sótt af kylfingum.
Nolan hefur bætt aðstöðu sina mikið
frá i fyrra og munar þar mest um video-
tækið sem hann hefur fengið til liðs við
sig við golfkennsluna. Nú geta kylfingar
komið og séð sina eigin golfsveiflu á
sjónvarpsskermi og ef eitthvað þarf að
lagfæra stöðvar Nolan tækið, vanda
málið er rætt og siðan lagað. Ættu
kylfingar því á stuttum tima að ná réttri
og góðri sveiflu. Hver klst. í video-tæk-
inu kostarkr. 6.200.
Þó video-tækið sé kannski frekar
fyrir þá sem komnir eru vel af stað í
iþróttinni, er alveg nóg að gera fyrir þá
sem eru að byrja eða stutt á veg komnir.
ÖIl undirstöðuatriði eru kennd og síðan
er hægt að æfa það á staðnum sem
kennt er.Einnig geta menn komið og æft
sig eingöngu.
Hálftíma kennsla kostar ki 2.300 en
fyrir 15 ára og yngri kostar kennslan kr.
1.000. Æfingatíminn kostar kr. 1000 og
hálftimi kr. 700. Einnig er hægt að fá
vikukort og kosta þau kr. 4.000.
Golfkennslan og æfingaaðstaðan eru
opin virka daga frá kl. 16 til 22.30 og um
helgarfrákl. 9 til 18.30.
Að lokum benti Nolan á að nú væri
rétti tíminn að hefja æfingar svo kylfing-
ar eyddu ekki þessu stutta sumri sem er
hér á landi við að komast í æfingu.
Kylfingar, dustið af kylfunum og
drífið ykkur i golfskólann.
-HBK.
Utskýrt fyrtr fréttamönnum hvernig máiin ganga fyrir sig inn á skerminn.
DB-mynd Bjarnleifur.