Dagblaðið - 29.01.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
29
spegla til þess að sýna tvöfeldni henn
ar, t.d. þegar hún segir við móður sína
að hún elski hann. Stúlkan litur á pilt
inn sem tæki til þess að fullnægja kyn-
hvöt sinni og losna undan yfirráðum
föður síns. Pilturinn ber miklu dýpri
tilfinningar til stúlkunnar og er jafnvel
tilbúinn til að drepa fyrir hana.
Umgjörð myndarinnar er mjög hnit-
miðuö, t.d. er aldrei minnzt á kristið
siðgæði sem þátt í þessum harmleik
heldur er kristnum táknum og helgi- v
myndum komið fyrir í umhverfinu.
Kross er uppi á vegg i verksmiðjunni,
pilturinn hefur kross um hálsinn,
Maríumyndir upp um alla veggi og
myndin hefst á myndskeiði sem sýnir
kirkju. Á sama hátt er ekki minnzt á
að þjóðfélagsskipulagið sé valdur að
ógæfu þeirra. En Fassbinder afgreiðir
þetta með því að klippa saman ástar-
fund þeirra og kjúklingaverksmiðjuna
sem pilturinn vinnur í þar sem áhorf-
andinn fær að fylgjast með því hvernig
kjúklingur verður að vöru. Og faðirinn
er látinn segja „án peninga er engin
ást”.
Trúin á sterka
stjórn
Faðirinn er fulltrúi fyrir smáborg-
aralega fasista sem komu Hitler til
valda á sínum tíma. Hann vill óður og
uppvægur sk,era undan piltinum fyrir
það eitt að hafa forfært dóttur sína og
kvartar yfir því að það hefði verið
betra þegar Hitler var við völd. „Þetta
hefur maður upp úr því að hafa ríkis-
stjórn i staðinn fyrir Ríki,” segir hann
orðrétt. Faðirinn hefur kynferðislegar
tilhneigingar til dóttur sinnar sem birt-
ast ekki I þessari útgáfu af myndinni
en voru til staðar i upprunalegri út-
gáfu, þar sem hann reynir að nauðga
henni. Þessu atriði bætti Fassbinder
sjálfur inn í handritið og einnig lét
hann stúlkuna slá sér upp á meðan
pilturinn sat I fangelsi. Bæði þessi
atriði hafa verið klippt úr myndinni
líklega vegna þess (þó undirritaður
vilji ekki fullyrða það) að höfundur
leikritsins, Franz Kroetz, hafi farið
Óttinn étur sálina fjallaði um eldri
konu sem varð ástfangin af erlendum
verkamanni og er áreiðanlega enn í
fersku minni hjá þeim sem hana sáu.
Reiner Werner
Fassbinder
Fassbinder er atorkusnillingur,
hann hefur gert um 28 kvikmyndir
sem margar hverjar teljast til meiri
háttar meistaraverka, sett upp 27 leik-
rit, gert 3 sjónvarpsþætti og 4 útvarps-
leikrit. Af þessari upptalningu mætti
ætla að Fassbinder væri jafngamall og
Bunuel en svo er ekki. Fassbinder er
aðeins 31 árs og hefur gert allar
myndir sínar á síðustu 10 árum. Hér á
landi hafa þrjár myndir hans sést. Ótt-
inn étur sálina var fyrst sýnd sem
mánudagsmynd og siðan i sjónvarpi á
páskum 77. Hinar tvær voru mánu-
dagsmyndir, Ávaxtasalinn og Effi
Briest.
Nánari kynning á Fassbinder verður
að bíða betri tíma en rétt þykir að
hvetja fólk til þess að sjá þessa bitru og
raunsæju kvikmynd.
fþf.
fram á það líkt og Kiljan passaði upp á
siðgæðið i Silfurtúnglinu. Kroetz þessi
varð alla vega mjög sár þegar hann sá
myndina og upphófust ritdeilur á milli
hans og Fassbinders.
Friðrik Þ. Friðriksson
Kvik
myndir
tt t.‘t f)4i ;<a d)(B
Hverfisgata 108 — Sírni 24610.
Drrfðu þig í bæinn — Hljómbæinn —
með hijómtækin og hljóðfærin. Þú ekur
Hverfisgötuna í austur á löglegum
HRADA að nr. 108. Þar er Hijómbærinn
ogþar seturðu tækin inn.
Því eitt er víst að salan erörugg
í Hijómbæ.
MIKLATORGI - SÍMI22822
Það vorar í gróðurhúsinu. Glœsilegt potta-
plöntuúrval. Blómstrandi alparósir, fallegir
burknar
OPIÐ KL. 9-21
Bi/asaian Skeifan
Skeffunni 11
Símar 84848 og 35035
augiýsir:
Jeep C.J.5. ’77, rauður. ekinn 18
þ.km. Verð 4.800 þús.
Dodge Ramcharger ’74, gulur, ekinn
47 þ.milur. Verð 4.200 þús., skipti á
ódýrari.
Plymouth Volare Road Runner ’76, Morris Marina ’74, rauður, ekinn 59 VW 1200 ’75, mosagrænn, ekinn 56'
brúnsanseraður, ekinn 13 þ.milur. þ.km.Verð 1.000 þús. þ.km. Verð 1.500 þús. kaupendur.
Verð 4.700 þús., skipti.
Pláss ísýningarsal fyrir nýlega bíla.
Ókeypis myndaþjónusta, ekkert innigjald, stórt úti-
sýningarsvæði.
NÝTTNÝTT
Bílaþjónustan í norðursal, bœði fyrir seljendur og
Bílasalan Skeifan, Skeifunni 11 — Símar 84848 og 35035
Blazer ’74, blár, ekinn 60 þ.km. Verð
3.800 þús., skipti á ódýrari japónsk-
Willys station ’52, rauður, 6 cyl
Rambler. Verð 1.200 þús., skipti.
Lada Topas 1500 ’74, dökkbrúnn, ek-
inn 56 þ.km. Verð 1.350 þús.
Saab 99L '73, rauður, ekinn 100 þ.km.
Verð 2.300 þús.
Ford Fairmont Decore ’78, silfur-
grár/rauðbrúnn vinil, ekinn 14 þ.km.
Verð 4.800 bús.
Ford Mercury Comet Custom ’73,
grænn, ekinn 67 þ.km. Verð 2 J00 þús.
Toyota MII ’74, gulur, eklnn 84 þ.km.
Verð 2.200 þús.
Hornet Sportabout ’76, brúnn, ekinn
37 þ.km. Verð 3.800 þús., skipti á
ódýrari.
Ford Cortina XLE 2000 ’74, grásans-
eraður/svartur vinil, sjálfskiptur, ekinn
20 þ.km. á vél. Verð 2.300 þús., skipti
á Bronco.
Chevrolet Nova L.N. ’75, 8 cyl. 350
cu., sjálfsk. i gólfl, stólar, plussklæðn-
ing , veltistýri, silfurgrár m/rauðum
víniltopp, ekinn 27 þ.milur. Verð
tilboð, skipti.