Dagblaðið - 29.01.1979, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
Úl9«fandk DagbMM M.
Framkv«mdas1J6ri: Svainn R. Eyjólffsaon. Rlts1|6ri: J6nas Kristjánsson.
Fréttastjóri: J6n Bkrgir Pétursson. Ritstjómarfultrúb Haukur Hslgason. Skrtfstofustjóri ritstjómar
J6hannas ReykdaL iþróttihr: Halur Sfmonarson. Aðstoðarfrétta«06rar At> Stainarsson og ómar ValdL
marsson. Mennkigarmél: Aðabtalnn IngóHsson. Handrit: Ásgrim'ur Pálsson.
Blaðamann: Anna Bjamason, Asgair Tömasson, Bragl Bigurðsaon, D6ra Btafánsdóttk, Glssur Sigurða-
son, Gunnlaugur A. Jönsson, Haiur HaNsson, Haigl Pétursson, J6nas Haraldsson, ótatfur Gairsson,
ólafur J6nsson. Httnnun: Guðjón H. Pélsson.
Ljósmyndlr Aml Pál Jöhinnsson, BjamlaHur BjamlaHsson, Httrður Vllhjélmsson, Ragnar Th. Slgurðs-
son, Svainn Pormóðsson.
Skrtfstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkari: Þjáinn ÞoriaHsson. Sttkistjóri: Ingvar Svainsson. DraHlng-
arstjórí: Már E.M. HaMdórsson.
Ritstjóm Sfðumúla 12. Afgraiðsla, áskriftadaHd, auglýslngar og skrtfstofu r Þverhotti 11.
Aðalskni blaðsins ar 27022 (10 Ifnur). Askrift 2500 kr. á mánuðl innanlands. í lausasðlu 125 kr. ekitakið.
Satnkig og umbrot Dagblaðið hf. Sfðumóla 12. Mynda- og pltttugarð: HHmlr hf. Sföumúla 12. Prenfun:
Arvakur hf. SkaHunni 10.
Eðlileg þróunarsaga
Klofningur Samtaka sveitarfélaga í
Reykjaneskjördæmi í tvenn samtök var
óhjákvæmilegur. Áhugamál Suðurnesja-
manna og Innnesjamanna í samstarfi
sveitarstjórna eru svo ólík, að þau verða
bezt meðhöndluð sitt í hvoru lagi.
Á báðum stöðum hafa undanfarin ár verið starfræktar
samstarfsnefndir sveitarfélaga. Skiptingin milli þeirra var
sunnan Straums, það er að segja annars vegar í Suðurnes
og hins vegar í Reykjavíkursvæðið.
Reykjavík er aðili að samstarfsnefnd sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Að því leyti ná samstarfsnefnd-
irnar tvær sameiginlega yfir stærra svæði en heildarsam-
tökunum í Reykjaneskjördæmi var ætlað að ná yfir.
Skýringin er sú, að Reykjavík er þungamiðjan í sam-
starfshugleiðingum á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík er
aðilinn, sem getur lagt fram kjarna í hitaveitu, vatns-
veitu, rafveitu, brunavörnum, sorpeyðingu og ýmsu
öðru, sem dæmin sýna.
Höfuðverkefni samstarfsnefndarinnar á höfuðborgar-
svæðinu hafa verið á sviði skipulagsmála. Það er aug-
ljóst, að sveitarfélög, sem hafa runnið saman í eitt þétt-
býli, verða að hafa samræmi í skipulagi byggðarinnar.
Þetta samstarf hefur gengið mjög vel, enda móta$ af
gagnkvæmri tillitssemi þátttakenda. Enn betur hefur
Suðurnésjamönnum gengið í sinni samstarfsnefnd, þar
sem kraftaverk hafa verið unnin, þótt árangurinn sé ekki
alltaf formlega tengdur nefndinni.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum reka í sameiningu
sjúkrahús og heilsugæzlustöð. Þau eiga fjölbrautaskóla
og hitaveitu í sameiningu. Þau reka brunavarnir og sorp-
eyðingu saman. Þetta samstarf hefur mótazt á ótrúlega
skömmum tíma.
Eftir allt, sem á undan er gengið, er það nánast forms-
atriði að breyta samstarfsnefnd Suðurnesjamanna í
formlegt Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, svo sem
nú hefur verið gert. Gera má þó ráð fyrir, að hér eftir
aukist samstarfið hraðar en áður.
Þannig hefur samstarf Suðurnesjamanna annars
vegar og Innnesjamanna hins vegar vaxið úr grasi á nátt-
úrlegan hátt. Það hefur ekki gerzt með lagasetningu að
ofan. Samstarfið fæddist og óx af þörfum heimamanna.
Staða hinna eldri Samtaka sveitarfélaga í Reykjanes-
kjördæmi hefur orðið tæp við þessar breytingar. Þessi
samtök, sem áður fyrr voru mjög virk, eru nú orðin
næsta verkefnalítil. Fastir starfsmenn eru ekki lengur
neinir.
Þessi samtök hafa enn það verkefni að kjósa fræðslu-
ráð Reykjanesumdæmis á fjögurra ára fresti. Svo virðist
sem Suðurnesjamenn hafi ekki áhuga á að slíta sam-
starfinu á þessu sviði, enda ríkir almenn ánægja með
hina sameiginlegu fræðsluskrifstofu alls kjördæmisins.
Samtök sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi munu því
ekki verða lögð niður að sinni, hvað seni síðar kann að
verða. Það getur líka vel verið, að fyrr eða síðar komi í
ljós einhver ný þörf á samstarfsvettvangi Suðurnesja- og
Innnesjamanna.
Þróunin, sem hér hefur verið lýst, sýnir, að oft getur
verið heppilegt að ofskipuleggja ekki fyrirfram, heldur
leyfa atburðarásinni að mótast eftir náttúrlegum þörfum
hverju sinni.
f
Bandaríkin:
Vill halda áfram
i lögreglunni
eftir kynskiptin
Getur lögreglumaður, sem hefur
skipt um kyn og gerzt kona, haldið
áfram í sínu fyrra starfi eins og ekkert
hafi í skorizt? Svo telur Bonnie sem
reyndar hét áður Ormus Davenport.
Hann hafði verið í lögregluliði
Washingtonborgar i átta ár þegar
hann tók sér leyfi án launa í febrúar á
fyrra ári og gekkst undir kynskiptaað-
gerðina.
Nú vill Bonnie halda áfram fyrra
starfi en að sjálfsögðu sem kven-
maður. Mun þetta vera í fyrsta skipti
sem kynskiptingur sækir um stöðu í
lögregluliði höfuðborgar Bandarikj-
anna og eru yfirmenn þar því í nokkr-
um vanda.
Hvað sem því líður og hvert sem
kyn Bonniar telst nú eru reglurnar
þær að hún verður að gangast undir
sérstakt hæfnispróf. Gildir þar það
sama um hana og aðra lögreglumenn
sem verið hafa frá starfi í nokkurn
tíma. Prófin eru bæði andlegs og
líkamlegs eðlis og segist hún vona hið
bezta um niðurstöðurnar.
Bonnie, sem er 35 ára gömul, segir
að kynskiptaaðgerðin hafi tekizt vel.
„Mér er ekkert að vanbúnaði að hefja
aftur lögreglustörfin en á þeim hef ég
mikinn áhuga og hef alltaf haft,” sagöi
Bonnie í viðtali við bandaríska dag-
blaðið Washington Post.
Þær prófanir sem hún hefur gengið
undir eru eins og áður sagði sambæri-
Vi
Um hagkvæmni dilka-
kjötsframleiðslu
Á stundum má heyra raddir sem
fullyrða að tsland sé gott landbúnaðar-
land. Framleiðni sé hér sambærileg
eða meiri í landbúnaði en i nálægum
löndum og fleira I þessum dúr.
Það getur verið fróðlegt að fara ör-
litið ofan í saumana á þessum fullyrð-
ingum, einkum um framleiðnina, og
kanna hvort þær séu jafneinhlítar og
látið er. t leiðinni er rétt að kanna
nánar hina rómuðu hagkvæmni ís-
lenskrar dilkakjötsframleiðslu.
Með stoð I skýrslu um niðurstöður
búreikninga frá Búreikningastofu
landbúnaðarins hefur verið reiknað út
að framleiðslan á meðalfjárbúi með
355 kindur sé um 6,9 tonn af dilka-
kjöti á ári (sjá t.d. skýrsluna Þróun
sauðfjárræktar, Rannsóknaráð rikis-
ins 1976, bls. 47).
í skýrslu Rannsóknaráðs er þess og
getið að framleiðsla meðalsauðfjárbús
á Nýja-Sjálandi með 1650 kindur sé
16,8 tonn afkjötiáári.
Einn maður — 75
þúsund kjúklingar
Framleiðsla á kjúklingum í verk-
smiðjubúi i Bandarikjunum og raunar
víðar er komin á það stig fyrir nokkuí
löngu, með þeirri sjálfvirkni í fóðrun
og hirðingu sem þar er beitt, að 1
maður getur annast uppeldi 75000
kjúklinga i einu. Uppeldið tekur átta
vikur. Þannig framleiðir einn maður
um 450 tonn af kjöti á ári á slíkum
búum.
Upplýst er að það þarf um 3 kg af
kjarnfóðri til að koma upp hverjum
kjúklingi á verksmiðjubúunum og
hver kjúklingur vegur um 1 kg.
Ef við reistum 20 slík kjúklingabú á
hafnarbakkanum í Reykjavík og
réöum til þeirra 1 starfsmann á hvert
bú, gætum við framleitt á þeim 9000
tonn af kjöti á ári, en það er jafnt
heildarneyslunni á kindakjöti i
landinu.
Þessi örfáu kjúklingabú gætu
þannig séð okkur fyrir obbanum af því
kjöti sem við þurfum á að halda og við
getum hreinlega lagt niður allan sauð-
fjárbúskap í landinu eins og hann
leggur sig.
Ef við hættum við sauðféð yrðu
meira en 2000 bændur atvinnulausir
og myndu væntanlega flosna upp
nema gripið yrði til sérstakra aðgerða.
Þessar 2000 fjölskyldur svara um það
bil til þess mannfjölda sem flosnaði
upp í Vestmannaeyjagosinu árið 1973.
Við komumst klakklaust út úr þeim
vanda og ættum að geta klofið það
aftur nú að gróðursetja 2000 fjölskyld-
ur í nýju umhverfi og skapa þeim nýtt
lifsviðurværi.
Nú spyrja eflaust margir hvort hag-
kvæmt geti verið að ætla sér að fram-
leiða kjúklingakjöt i stað kindakjöts
1,2 millj. króna í fjárfestingu í vélum
einum saman til að framleiða hey á
meðalbúi. Umreiknað i fjárfestingu í
vélum að baki hverri vetrarfóðraðri
kind reyndist þessi tala vera 2743 kr.
Ef þessi tala er hækkuð til núgildandi
verðlags verður upphæðin 9600 kr.
Vélarnar eru afskrifaðar á 10 árum
svo að fjárfesting I vélum að baki vetr-
arfóðraðri kind, þegar vextir eru ekki
reiknaðir með verður um 960 kr. á ári.
Um þessar mundir kostar kjarnfóður
um 80 kr./kg. Það fást því 12 kg af
kjarnfóðri fyrir andvirði vélanna.
Samtals þarf þvi jafnvirði 28,3 kg af
kjamfóðri á vetrarfóðraða kind þegar
vélar, sem vissulega eru erlend aðföng,
eru teknar inn i myndina.
Alls þarf því a.m.k. jafnvirði
896.192x28,3 = 25362 tonna af
kjarnfóðri I erlendum aðföngum
handa sauðfénu í landinu. Með 25000
tonnum af kjarnfóðri má hins vegar
„Ef við reistum 20 slík kjúklingabú á hafnarbakkanum
i Reykjavík og réðum til þeirra einn starfsmann á hvert
bú, gætum við framleitt á þeim 9000 tonn af kjöti á ári,
en það er jafnt heildarneyzlunni á kindakjöti í landinu."
þar sem kjúklingaframleiðsla byggi að
mestu á erlendum aðföngum, nefni-
lega kjarnfóðri.
Þessu er til að svara að samkvæmt
ofannefndri skýrslu frá Búreikninga-
stofu landbúnaðarins þurfti um það bil
16,3 kg af kjarnfóðri handa hverri
vetrarfóðraðri kind á meðalfjárbúi
árið 1974.
Um það bil 896.192 kindur voru
settar á vetur haustið 1977 og má því
ætla að notuð hafi verið 14600 tonn af
kjarnfóðri handa sauðfé árið 1978.
1 skýrslunni Þróun sauðfjárræktar
kemur fram (bls. 22) að 1974 þurfti um
samkvæmt framansögðu framleiða
8300 tonn af kjúklingum eða næstum
alveg upp I þarfir okkar fyrir kinda-
kjöt.
Hættum að trúa
í blindni
Hér er ekki enn farið að nefna að ef
viðlegðumniðursauðfjárframleiðsluna
myndi ekki lengur verða þörf fyrir út-
flutningsbætur. Verðlagsárið 1975/76
voru 76% allra útflutningsbóta vegna
kindakjöts, Á árinu 1979 verða það
þvi um 3800 millj. sem reikna má með
'að þurfi vegna útflutningsbóta á