Dagblaðið - 29.01.1979, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 1979.
19
I
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
FRAMIFJORDA SÆTI
EFTIR SIGUR A ÍR!
Fram sigraði ÍR 16-15 i viðureign lið-
anna i 1. deild á laugardag. Þar með
þokaði Fram sér upp í fjórða sæti 1.
deildar en fallhættan vofir yfir ÍR. Sjötti
ósigur ÍR í 1. deild og enn tapaði það
með aðeins einu marki. En viðureign
Fram og ÍR reis aldrei hátt — ákaflega
staðnaður handknattleikur og Utt
skemmtilegur að fylgjast með.
Það voru miklar sveiflur i leik Fram
og ÍR. ÍR-ingar byrjuðu af miklum
krafti, voru fastir fyrir í vörninni og
sóknarleikurinn gekk þokkalega upp.
Guðjón Marteinsson var i miklu stuði,
skoraði hvert markið á fætur öðru og ÍR
náði öruggri forustu, 9—4. Þá voru sjö
mínútur til leikhlés — en á þessum tíma
féll leikur ÍR saman. Sóknarleikurinn
var fálmkenndur, lítt ógnandi og Fram
gekk á lagið, náði að minnka muninn i
eitt mark, 10-9, raunar var níunda mark
Fram furðulegt. Atli Hilmarsson skaut
— flauta tímavarðar gall, greinilega
áður en knötturinn hafnaði i netmöskv-
unum en Ólafur Steingrímsson dómari
benti á miðju. „Þarna fengum við ódýrt
mark,” sagði einn áhangenda Fram og
glotti.
Og þetta eina mark skildi síðan i lokin. |
Rétt eins og i lok fyrri hálfleiks gekk ekk
ert upp i sóknarleik ÍR fyrri hluta síðari
hálfleiks. ÍR skoraði ekki mark fyrstu 14
mínútur síðari hálfleiks. Gjörsamlega
vonlaus sóknarleikur, japl, jaml og
fuður. Framgekká lagið og á þessum 14
mínútum skoraði Fram fimm mörk —
komst í 14-10. I kjölfarið fylgdi kafli þar
sem Gissur Ágústsson, markvörður
Fram, varði 2 viti, og Jens Einarsson
einnig tvö fyrir Fram. ÍR skoraði ekki
mark næstu sex minúturnar — já. ÍR
skoraði aðeins eitt mark I 21 mínútu og
það gerði Ólafur Tómasson er lék sinn
300. leik — og hefur ekki skorað mark i
allan vetur! En síðustu níu minútur
leiksins skoraði ÍR fjögur mörk en Fram
aðeins eitt — staðan breyttist úr 15-11 i
16-15 og síðustu minútuna var ÍR með
knöttinn en rétt einu sinni virtist enginn ■
vita hvað gera skyldi við hann og sóknin
rann út í sandinn.
ÍR leikur oft furðulega — aðra í markinu að vera Fram mikið ánægju-
stundina leikur liðið vel, góð barátta í
vörn, góð markvarzla og sóknin þokka-
lega beitt. En eins og hendi sé veifað
fellur leikur liösins alveg saman. Verður
fálmkenndur, hreinasta rugl. Því hefur
ÍR -ekki hlotið fleiri stig en raun ber
vitni — og erfiður vetur framundan.
Raunar má með sanni segja að Fram sé
undir sömu sök selt — en Fram hefur
traustari lykilleikmenn og þar skildi á
milli Fram og ÍR. Þeir Gústaf Björns-
son, Atli Hilmarsson og Sigurbergur Sig-
steinsson eru traustir leikmenn. Þá hlýt-
ur frammistaða Gissurar Ágústssonar
efni og einnig góður leikur Theódórs
Guðfinnssonar er gekk til liðs við Fram
úr Breiðablik. Hann lék sinn beztra leik,
skoraði góð mörk með hörkuskotum,
var verulega ógnandi. Skoraði fjögur af
sex síðustu mörkum Fram.
En þegar á allt var litið var viðureign
Fram og iR heldur fáum áhorfendum
lítil skemmtun. Handknattleikur liðanna
er langt á eftir tímanum, á næsta lítið
skylt við nútíma handknattleik. Það má
með sanni segja að aðeins tvö íslenzk lið
leiki slíkan handknattleik í dag — Valur
og Víkingur. önnur íslenzk lið eru langt
á eftir og þurfa að gera mikið átak ef
takast á að lyfta íslenzkum félagsliðuni
aftur upp.
Þeir Björn Kristjánsson og Ólafur
Steingrímsson dæmdu leikinn.
Mörk ÍR skoruðu: Guðjón Marteins-
son 9, Brynjólfur Markússon 2, Hafliði
Halldórsson, Ársæll Hafsteinsson,
Ólafur Tómasson og Sigurður Svavars-
son 1 mark hver. Mörk Fram, Gústaf
Björnsson 6, Theódór Guðlfinnsson 4,
Atli Hilmarsson 3, Birgir Jóhannsson,
Erlendur Daviðsson og Jens Einarsson I
mark.
H Halls.
Atli Hilmarsson, Fram, fær „varmar” móttökur hjá Sigurði Gislasyni, ÍR.
DB-mynd Bjarnleifur.
HK NÆLDISERIDYR-,
MÆTT STIG AÐ VARMA
HK nældi sér í dýrmætt stig í 1. deild
íslandsmótsins í handknattleik er það
gerði jafhtefli við Hauka, 20-20,að
Varmá í gær. Dýrmætt stig en það var
aðeins reynsluleysi hinna ungu leik-
manna HK er kom í veg fyrir sigur.
Þegar aðeins 30 sekúndur voru eftir af
leiknum fékk HK knöttinn, leikmenn
flýttu sér um of i sóknina. Misstu knött-
inn og Hilmar Sigurgíslason var i þokka-
bót rekinn út af. Haukar jöfnuðu 20-20
og þegar flauta timavarðar gall voru
Haukarnir á leið upp i hraðaupphlaup og
voru komnir að punktalínu! Svo nærri
sigri var HK — einnig svo nærri ósigri!
Jafntefli voru þvi kærkomin úrslit.
HK hefur því tekið 3 stig af Haukum
er nú eru aðeins svipur hjá sjón —
miðað við I fyrra er Hauka vantaði
aðeins herzlumuninn á að tryggja sér
íslandsmeistaratign.
Og HK hafði lengst af undirtökin,
mest fyrir stórleik Hilmars Sigurgisla-
sonar er lék aftur með eftir meiðsli. Það
var jafnræði með liðunum, jafnt upp í 7-
7. En undir lok fyrri hálfleiks náði HK
fjögurra marka forustu, 12-8. Þá var
aðeins minúta eftir til leikhlés en á þeim
tima skoruðu Haukar tvö mörk — já,
reynsluleysið lætur ekki að sér hæða.
HK náði þriggja marka forustu fljót-
lega í síðari hálfleik, 14-11, en i kjölfarið
fylgdi afleitur kafli og Haukar skoruðu
fimm mörk í röð — komust I 16-14. HK
náði að jafna, 17-17, og eftir það var
jafnt á öllum tölum. HK komst i 20-19
með marki Stefáns Haldórssonar á 27.
mínútu en Haukar jöfnuðu þegaraðeins
l2sekúndurvoru eftir.
HK glataði stigi, fyrst og fremst
reynsluleysis. Hilmar Sigurgíslason, eini
landsliðsmaður HK, lék aftur með og
var liðinu mikill styrkur. Skoraði niu
mörk. Haukar tóku Stefán Halldórsson
úr umferð I fyrri hálfleik — og það gafst
ekki vel. Losnaði um Hilmar. Haukarnir
hættu því að taka Stefán úr umferð í
siðari hálfleik — og við það þéttist
varnarleikur Hauka. En Stefán Hall-
dórsson skoraði fimm mörk, ákaflega
skemmtilegur leikmaður. Friðjón Jóns-
son átti sinn bezta leik með HK, með 3
mörk, Kristinn Ólafsson 2 og Jón
Einarsson 1 mark.
Jón Hauksson skoraði flest mörk
Hauka, 4 — 1 viti. Þeir Ingimar Har-
aldsson, Þórir Gíslason, Andrés Krist-
jánsson og Hörður Harðarson skoruðu
allir 3 mörk — Hörður 2 víti. Hörður
hefur undanfarið verið I mikilli lægð og
gengur erfiðlega að ná sér upp. Hann
sýndi mikla dirfsku á síðustu minútunni
er hann jafnaði, 20-20 — hafði ekki áður
skorað nema úr vitum og skot hans verið
misheppnuð. Þeir Ólafur Jóhannsson og
Stefán Jónsson skoruðu I mark,
Sigurður Aðalsteinsson 2.
Þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og
Jón Hermannsson dæmdu viðureign
HK og Hauka að Varmá.
H Halls
D
KA sýndi sitt
bezta og vann
— sigurgegn Þór,
Vestmannaeyjum
KA sigraði Þór, Vestmannaeyjum, i 2.
deíld íslandsmótsins i handknattleik á
föstudagskvöldið, 21-19. Sanngjarn
sigur og KA náði einum sínum bezta leik
i 2. deild í vetur. En mögulcikar KA á að
komast i efstu sætin eru hverfandi.
Ósigur Þórs þýðir að nú þegar hefur
Eyjaliðið tapað fjórum stigum meir en
Ármann og KR.
Viðureign KA og Þórs var mjög jöfn
fram af, jafnt á öllum tölum upp í 5-5
Þegar um 5 mínútur voru til leikhlés
hafði KA eins marks forustu, 10-9, og í
kjölfarið kom ágætur kafli Akureyrar-
liðsins, þrjú mörk I röð og staðan I leik-
hléi var 13-9.
Sá munur hélzt lengst af i siðari hálf-
leik. Þannig hafði KA yfir 19-15 og
síðan 21-16 en Þór skoraði þrjú síðustu
mörkin. Sigur KA — 21-19. Alfreð
Gíslason skoraði flest mörk hjá KA, 7,
Jóhann Einarsson 4, Jón Árni Rúnars-
son og Sigurbjörn Gíslason skoruðu 3
mörk hvor. Hjá Þórurum skoraði
Hannes Leifsson mest, 6 mörk.
Ásmundur Friðriksson 4 og Andrés
Bridde 3 mörk.
Þeir Árni Tómasson og Gunnar
Kjartansson dæmdu og voru þeim mis-
lagðar hendur I því og bitnaði dómgæzl-
an á KA. Þannig voru 7 leikmenn KA
reknir út af — en aðeins einn Þórari,
þrátt fyrir að Þórarar væru ekki síður
harðir i vörn en KA.
- St.A.
Þróttur
sigraði
Leikni stórt
Þróttur sigraði Leikni stórt i 2. deild
Islandsmótsins í handknattleik á laugar-
dag, 29-12. Leiknir hefur nú ekki hlotið
stig i 2. deild, og næsta vist að með sama
áframhaldi mun Leiknir ekki hljóta stig.
Stjórn handknattleiksdeildar Lciknis
er nú í rúst eftir miklar væringar innan
félagsins i vctur. Hinir eldri leikmenn
eru hættir og i tvcimur síðustu leikjum
sinum hefur Leiknir teflt fram 2. flokks
liði.
Staðan í
2. deild
Úrslit leikja i 2. dcild:
Þróttur — l.ciknir 29 12
KA - Þór , Vm. 21 19
Þór, Ak., - - Þór, Vm„ 20 •22
Staóan I 2. deild er nú:
Þór, Vm„ 10 5 2 3 182-189 12
KR 8 5 2 1 201-156 12
Ármann 8 5 2 1 175-153 12
Þór, Ak„ 9 5 1 3 171-159 11
Þróttur 8 4 1 3 191-168 9
KA 8 4 0 4 139-131 8
Stjarnan 6 1 0 5 120-134 2
Lciknir 8 0 0 8 109-204 0
Meistarar IS áttu í erffið-
leikum með Mími í blaki
fslandsmeistarar ÍS ientu i miklum erfið-
leikum með neðsta liöið i 1. deild i blaki
á laugardag, Mimi. Stúdentar sigruðu
að visu 3-2, en Mímismenn veittu tS mun
meiri mótspyrnu en von var á. Stúdentar
unnu fyrstu hrinuna, 15-11, en Mimir
næstu, 15-12.1 þriðju hrinu var öruggur
sigur stúdenta, 15-4, en piltarnir frá
Laugarvatni lögðu ekki árar i bát og
sigruðu i fjórðu hrinu, 15-9 og jöfnuðu
metin, 2-2. Meistarar ÍS tóku sig á í
síðustu hringunni og unnu 15-7 eftir að
hafa komizt í 7-0.
Efsta liðið, Þróttur, lék siðan við
Mími í gær og sigraði örugglega, 3-0, 15-
4, 15-13, 15-3. Þróttarar hafa nú örugga
forustu í 1. deild en staðan er nú:
Þróttur 10 9 1 29-9 18
Laugdælir 10 7 3 22-17 14
ÍS 8 5 3 19-14 10
UMSE 8 I 7 9-23 2
Mímir 8 0 8 8-24 0
Eyjamenn komu upp á meginlandið
og léku þar í fyrsta sinn í blaki. En þeir
gerðu ekki góða ferð. Á föstudags-
kvöldið léku þeir við Viking I 2. deild og
Víkingur vann 3-0, 15-5, 15-3, 16-14,
eftir að tBV hafði komizt í 11-3 í þeirri
hrinu.
Á laugardag lék ÍBV við Breiðablik og
sigruðu Blikarnir 3-2. Eyjamenn sigruðu
I tveimur fyrstu hrinunun en Blikarnir
tóku sig saman og sigruðu i þremur
síðustu, úrslit urðu, 6-15, 12-15, 15-1,
15-3, 15-11. Loks léku Eyjamenn við
efsta liðið I I. deild, Fram, og sigraði
Fram 3 1,15-12,13-15,15-6,15 11.
Þá var einn leikur í I. deild kvenna.
Stúdínur sigruðu Breiðablik, 3-1, 15-9,
13-15, 15-11, 15-2 — en hrinan sem
Breiðablik vann var sú fyrsta sem liðið
vanní l.deildkvenna.