Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.02.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 05.02.1979, Qupperneq 7
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1979. 7 Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi íKópavogi: FORMAÐUR BÆJARRAÐS LANAÐI OLIUMÖL HF. 1700 TONN AF OLÍU- MÖLIHEIMILDARLEYSI Fjárhagsvandræði Olíumalar hf og ábyrgðir einstakra sveitarfélaga komu til umræðu á bæjarráðsfundi i Kópa- vogi 30. jan. sl. Á fundi bæjarráðsins var lögð fram svofelld fyrirspum frá Richard Björgvinssyni fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í bæjarráði: „Vegna ummæla bæjarstjóra Hafnar- fjarðar í viðtali við Dagblaðið i dag um ábyrgðir einstakra sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi vegna Olíumalar hf, leyfi ég mér að spyrja hvort bæjar- sjóður Kópavogs sé í einhverjum ábyrgðum vegna skulda Olíumalar hf. utan ábyrgðar vegna kaupa á malbikun- arstöð að upphæð kr. 31 milljón sam- eiginlega ásamt þrem eða fjórum öðrum sveitarfélögum. Leyfi mér að leggja fram eftirfarandi fyrirspurn er óskast svarað á þessum fundi. í bókhaldi bæjarins liggur fyrir birgðatalning á olíumöl i eigu bæjarsjóðs Kópavogs pr. 31.12. 1978, fskj. nr. 16411, dagsett 12. I. 1979 og undirritað jtf yfirverkstjóra bæjarins H.Hannes- syni. í lok þessa yfirlits stendur: „Áætlaðar birgðir og í láni hjá Olíumöl hf.,: 31.12. ’78 3234 tonn”. Ennfremur stendur I sviga fyrir ofan orðið Olíumöl hf. 1700 tonn. Bókfært verðmæti þessara birgða Olíumalarlán formanns bæjarráðs Kópavogs: „Algengt í við- skiptum að lána og fá greitt aftur í sama,” segir formaður bæjarráðs er kr. 13.485.780.- eða 4.170 pr. tonn, sem er innkaupsverð á árinu 1977, en núgildi birgða má áætla um 24—26 millj. kr. Spurt er: Hve mikill hluti þessara birgða er i láni hjá Olíumöl hf? Hvar er sá hluti birgðanna, sem er í vörzlu bæj- arins?Tilgreint óskast af hverju, hvar og hvenær sú samþykkt var gerð og bókuð, að lána Oliumöl hf. þessar birgðir eða hluta þeirra. — Rich. Björgvinsson". Björn Ólafsson formaður bæjarráðs og fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjar- ráði svaraði fyrirspurninni og tók fram að hann hefði I samráði við starfsmenn bæjarins lánað Olíumöl hf. 1762 tonn af oliumöl, gegn greiðslu i sama, sem er ókomið, og er þá Ijóst að viðkomandi aðilar hafa í þessu tilviki farið freklega út fyrir valdsvið sitt, þar sem hér er um að ræða ráðstöfun, sem vafalaust verður að telja verulegt fjárhagsatriði og enginn nema bæjarstjórn Kópavogs hefur rétt til að ákveða um ráðsjöfun á slikum verulegum eignum bæjarsjóðs sbr. 28. gr. samþykktar um stjórn bæjarmálefna Kópavogskaupstaðar. Ég leyfi mér að vita harðlega þessi vinnubrögð og lýsi framangreinda aðila ábyrga fyrir ráðstöfunum í heimildar- „Formaður bæjarráðs ísamráði við starfsmenn bæjarins fór freklega út fyrir valdsvið sitt” „Ekkert vitað um 1472 tonn af olfumöl til viðbótar” Oliumölin verður til á Reykjanesi. Þar vaknaði á sinum tima talsverður ótti vegna hugsanlegrar oliumengunar 1 vatnsbólum en slðan var áframhaldandi starfsemi leyfð að gerðum tilteknum öryggisráðstöfunum. DB-mynd Rgnar Th. „Ég veit ekki hvort það er blaðaefni, þegar menn láta svona öllum illum látum,” sagði Björn Ólafsson formaður bæjarráðs Kópavogs, er Dagblaðið bar undir hann bókun Richards Björgvins- sonar bæjarfulltrúa í bæjarráði §1. þriðjudag. Þar sakar Richard Björn um að hafa farið freklega út fyrir valdsvið sitt er hann í samráði við starfsmenn bæjarins lánaði Olíumöl hf. 1762 tonn af oliumöl, án þess að leita áður sam- þykkis bæjarstjórnar Kópavogs. Richard telur þessi vinnubrögð vítaverð og lýsir ábyrgð á hendur fyrrgreindrá aðila. Þá segir hann og að ekki liggi fyrir hvar af- gangur olíumalarbirgða Kópavogsbæj- ar, 1472 tonn,sé niðurkominn. „Það er algengt i viðskiptum að eig- andi iáni fyrirtæki í framleiðslu efni og fái síðan greittaftur i sama. Hins vegar má segja að það sé gagnrýni vert að bæj- aráði skuli ekki hafa verið gert viðvart áður en olíumölh var lánuð. Tölurnar sem Richard nefnir eru ekki réttar,” sagði Bjöm. „Það voru um 1400 tonn sem voru látiuð. Um eitt þúsund tonn voru lánuð Vegagerð ríkisins vegna framkvæmda í Mosfellssveit. Er slíkar beiðnir koma upp er yfirleitt lítill tími til ákvarðana og einhver verður að segja af eða á. Það gefst ekki tími til að hafa sam- band við bæjarráð eða bæjarstjórn. En það má svo sem segja að það sé ágæt regla sem Richard Björgvinsson hefur., að segja alltaf nei, enda hefur hann ávallt viljað skaða þetta fyrirtæki. En ég sé ekki ástæðu til slikra svara. Ég óttast ekki gjaldþrot þessa fyrirtækis, sem hefur öll sveitarfélögin; I Reykjanes- kjördæmi á bak við sig. Richard spyr hvar afgangurinn af oliumölinni, 1472 tonn séu. Ég vil helzt ekki svara þessu í blöðum. Þó má geta þess að hluti þessa mismunar er í botnin- um á haugnum í Smárahvammi. Einnig þarf að athuga betur hvaða magn Kópa- vogsbær hefur notað af oliumöl og er sú athugun raunar hafin. Ég lít á þetta sem óverulegt mál og komið af stað af Richard til þess að valda úlfaþyt.” -JH. Vegamálastjóri: Hugmyndir um að Vega gerðin rétti Olíumöl hf. við — en engin ákvörðun tekin um það „Það hefur verið farið i kringum það við okkur, að Vegagerð rikisins tæki að sér að rétta Olíumöl h.f. við,” sagði Snæ- björn Jónasson vegamálastjóri. „En engin ákvörðun hefur verið tekin og máliðeríathugun.” „Vegagerðin á engar vélar til fram- leiðslu á olíumöl og hefur alltaf skipt við Olíumöl h.f. þegar á olíumöl þarf að halda. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi, hvort Vegagerðin fer út i það að kaupa tæki til olíumalargerðar. Það fer allt eftir því hvernig Olíumöl h.f. fer út úr þessu,” sagði vegamálastjóri. -JH. leysi á slíkum verulegum eignum bæjar- félagsins til fyrirtækis sem hefur vægast sagt mjög vafasaman fjárhag. Ekkert svar Iiggur fyrir hvar hinn hluti birgð- anna, um 1472 tonn er niðurkominn.” Forseti bæjarráðs, Björn Ólafsson, tók enn til máls og sagði að hann liti alls ekki s.vo á að hér væri um varanlega ráðstöfun að ræða, heldur einungis greiða við fyrirtæki í fullri framleiðslu. Jafnframt benti hann á þann ótviræða kost að bærinn fengi greitt i nýrri oliu- möl þegar til kæmi. JH. páskaferðir <§> til ÍRLANDS þessum vinsælu og ódýru feróum hef ur verió bediö ef tir meó óþreyju Brottfarardagar: 12/4 - 16/4 - 5 dagar - 0 vinnudagartapast - kr 98.000 11/4 - 17/4 - 7 - - 1 - - - - 113.000 11/4 -25/4 - 14 - 6 - - -- 185.000 Nú er um aó gera aó panta strax, því þessar feróir seljast á ótrúlega skömmum tima. 'lSamvinnuferðírQ LANDSYN AUSTURSTRÆTI 12-SIMI 27077

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.