Dagblaðið - 05.02.1979, Síða 12

Dagblaðið - 05.02.1979, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1979. Að bjarga eigin skinni ( Austurbæ jarbíó sýnir eina athyglisverðustu mynd Linu Wertmiiller Horti: Pasalino Sottobollezzo Handrit og ioikstjóm: Lina Wertmuller Kvikmyndun: Tonino Dolli Colli Klipping: Franco Fraticolli Tónlist Enzo Jannacci Gorð i ítalu 1976 — enskt tal, islonzkur textí. Sýningarstaður Austurbœjarbió Aöalhkitverk: Giancario Giannini Femardo Ray Shirloy Stolor Elona Fioro Allt frá upphafi kvikmyndanna hefur karlþjóðin einokað flesta þætti kvikmyndagerðar. Helsta undan- tekningin þar á hefur verið hlutverk leikkonunnar sem er oftast þeim ann- mörkum háð að um hálfgert aukahlut- verk er að ræða. Á síðustu árum hefur þó orðið stór breyting til batnaðar. Kvenfólk er að gerast virkara í kvik- myndagerð og þá helst i leikstjórn Einna þekktasti kvenkyns leikstjórinn er Lina Wertmuller þótt margir kannist eflaust við nöfn eins og Agnes Varda, Joan Micklin Silver. Anja Breien og Liliana Cavani. Hver er Lina Wertmuller? Wertmiiller er rúmlega fimmtug og á sér langan feril að baki. Hún starfaði fyrst sem leikritahöfundur en I963 bauðst henni staða aðstoðarleikstjóra hjá Fellini þegar hann vann að gerð 8 I/2. Sama ár gerði Wertmúller sina fyrstu mynd, I Basilischi. Það var þó ekki fyrr en með myndinni Love and Anarchy að hún varð þekkt. Banda- ríkjamenn tóku Wertmuller upp á arma sina og myndir hennar urðu gífurlega vinsælar þar vestra þótt landar hennar Italir væru litið hrifnir. Lina Wertmúller hóf innreið sína hér á landi I975 með myndinni The Seduction of Miami, sem var sýnd sem mánudagsmynd við nokkrar vinsældir. Siðan liðu nokkur ár og það var ekki fyrr en 1978 að Nýja Bíó tók til sýningar Swept Away sem Wertmúller gerði 1974. Og loks kom svoSeven Beauties. Háðsk umgjörð Seven Beauties má telja pólitiska gamanmynd því Wertmúller setur pólitíkina í háðska umgjörð Myndin hefst á gömlum fréttamyndum úr seinni heimsstyrjöldinni og þar má sjá m.a. þá félag Hitler og Mussolini takast i hendur. Þetta er forleikurinn. í framhaldi af fréttamyndunum kynnumst við svo söguhetjunni. ítalska hermanninum og ærðuleysingjanum Pasalino „seven beauties’’ sem er rammvilltur einhvers staðar I Þýskalandi meðan styrjöldin geisar. Þar hittir hann landa sinn Höfuðpaurinn Pasqualino skrúða. fullum Kvik myndir Baldur Hjaltason Francesco sem einnig er að reyna að komast til ttaliu en allt er morandi af þýskum hermönnum. Wertmúller lætur myndavélina færast aftur I tíma- rúminu og áhorfendur fá að fylgjast með lifi Pasqualino á Ítalíu og ástæðuna fyrir þýskalandsdvöl hans. Þessi „flashback” notar leikstjórinn nokkrum sinnum á mjög skemmtileg- an máta. Áhorfendur fá þannig að kynnast hinni hlið Pasqualino sem telur æðstu skyldu sina að verja heiður fjölskyldunnar, þ.e. systur hans og móður. Skyldan kallar Það er þessi skylda sem er orsök ófara hans. Ein systranna féll fyrir melludólg sem lofaði að giftast henni en sveik þegar á reyndi. Pasqualinosá engin önnur úrræði en að skjóta manninn og lenti þar með i höndum lögreglunnar. Hann hafði verið I tygj um við mafíuna sem sá til þess að dómurinn hljóðaði upp á dvöl á geðveikrahæli. Til að losna þaðan skráði hann sig i herinn sem tók hon- um fegins hendi enda var Pasqualino heill á geðsmunum. Síðari hluti myndarinnar fjallar um dvöl þeirra Pasqualino og Francesco i fangabúðum Þjóðverja. Þeir voru handteknir i Þýskalandi og settir í fangabúðir þar sem þýsk valkyrja stjórnaði öllu með járnaga. I þessum hluta myndarinnar reynir mikið á sjálfsbjargarviðleitni Pasqualino því dauðsföll eru tíð. Takmarkað athafnafrelsi Wertmúller tekst að draga skarpa mynd af undirgefni mannsins og hæfileika hans til aðaðlaga sig breyttu umhverfi til að halda í sér líftórunni. Hún leiðir áhorfendum fyrir sjónir hve einstaklingurinn hefur I raun lítið athafnafrelsi. hann sé fangi ytri aðstæðna. í lok myndarinnar snýr Pasqualino aftur til ítaliu en hvort hann taki upp fyrri stöðu sína og liferni eftir alla lifsreynsluna sem hann hefur gengið i gegnunt er erfitt að segja til um. Þessi mynd Wertmúller minnir oft á myndir Fellini enda hóf hún leikstjórn undir verndarhendi hans. Bæði nota Menningarverölaun Dagblaðsins Nú gefst lesendum blaðsins tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar um það hverjir verðskuldi viðurkcnningar fyrir framlög til menningarmála á árinu 1978. Eins og áður hefur verið getið, þá ætlar DB að veita fimm viðurkenningar, sem eru gripir hannaðir af Jónínu Guðnadóttur leirkerasmið. Veitt verða verðlaun í eftirtöldum greinum: Bókmenntum, leiklist, tónlist, myndlist og byggingarlist. Hafa dómnefndir verið skipaðar í öllum þessum greinum og Bókmenntir munu þær taka tillit til skoðana lesenda. Vill DB hvetja lesendur til að fylla eftirfarandi atkvæðaseðla, sem birtir verða annan hvern dag til mánaðamóta, og senda þá til blaðsins fyrir mánudaginn 5. febrúar, merkta „Menningarverðlaun”. I hverri grein er ætlunin að verðlauna einstakling, en einnig getur starfshópur komið til greina. í byggingarlist verður veitt viðurkenning fyrir hús reist á tímabilinu 1977-78.* Tónlist Leiklist Myndlist Byggingarlist Ekki er nauðsynlegt að senda inn tillögur fyrir allar greinar. þau fólk með sérkennilega og sterka andlitsdrætti og vaxtarlag til að undir strika boðskapinn. Wertmúller not- færir sér málæði Ítala svo sunt atriðin verða hálfgerð ræðuhöld, eiginleiki sem oft hefur verið talinn hluti af þjóðareinkennum itala. Likt og hjá Fellini spilar fasisminn stórt hlutverk i kvikmyndum Wertmúller. Hún meðhöndlar fasismann likt og mafiuna, þ.e. hvort tveggja er siðferðilega og lagalega rangt. i mynd- qrh sinum ræðst Wertmúller einnig oft á einræðistilhneygingu karlmanna. í Swept Away kom þetta mjög vel fram og raunar í samskiptum Pasqualino við systur sinar í Seven Beauties. Hugvitssamleg útfærsla Myndrænt séð er myndin vel gerð. Sum atriðin eru mjög hugvitssamlega unnin og hnitmiðuð. Til dæmis notar Wertmúller hlýja bjarta liti í at- riðunum sem gerast á italiu en dökka og kalda I þeim sem gerast í fanga- búðunum. Þannig fær hún fram stigs- mun á milli atriðanna Þýskaland/ítalia, nasismi/fasismi og Hitler/Mussolini. Giancarlo Giannini gegnir stóru hlutverki i myndinni eins og í flestum myndum Wertmúller. Hún virðist hafa tekið ástfóstri við hann enda túlkar Giannini mjög vel boðskap hennar og nær frábærlega vel þessu kæruleysislega útliti sem er rikur þáttur i atferlissniði Pasqualino. Menn með sundr- uð hjörtu Bökin um Pok, þýð. Einar Bragi, útg: þýðandi. Sumar í fjörðum, 60 þýdd Ijóð, Einar Bragi þýddi, 107 bb. Letur. Einar Bragi skáld hefur um langt skeið verið mikill áhugamaður um menningu nokkurra afskiptra þjóða á norðurhveli jarðar — einkarlega Grænlendinga. Fyrir jólin komu út tvær bækur með grænlensku efni og voru báðar þýddar og búnar til prentunar af Einari Braga með aðstoð kunnáttumanna á Grænlandi. Önnur bókin er reyndar aðeins litið kver sem Einar Bragi hefur gefið út sjálfur og nefnist það Bókin um Pok en hin er viðameiri og inniheldur 60 þýdd Ijóð eftir grænlensk samtímaskáld og er Sigurjón i Letri þar að verki. Pok er samt merkilegri en hún litur út fyrir að vera því hún er fyrsta bókin sem prentuð er á Grænlandi, árið I857. Söguhetjan Pok var fyrsti Grænlendingur til að sækja Dan mörku heim. árið 1724, og er bókin frásögn hans af ferðinni og er skrifuð i samtaLformi. Náin samskipti Ennfremur var upphaflega útgáfan myndskreytt af grænlenskum lista- manni og fylgja þær myndir I þessari islensku útgáfu. Það er kennski ekki ýkja mikið um þetta litla kver að segja — frásögnin er einlæg og aðlaðandi og myndirnar falla ágætlega að henni. Það er reyndar furðulegt að þetta skuli vera fyrsta grænlenska bókin sem gefin er út á íslandi, eins og sam- skipti okkar við Grænlendinga hafa verið náin gegnum tíðina. 60 ljóð eiga kannski meiri erindi við okkur þar sem þau veita ómetanlega innsýn i hugsunarhátt og hugarheim nútima Grænlendinga — þótt skáldskapurinn sjálfur sé kannski upp og ofan. Einar Bragi skrifar ennfremur langan eftir mála við bókina þar sem hann rekur sögu grænlenskra bókmennta og er hann hið mesta þarfaþing. Ófögur mynd Þar segir hann m.a. að Ijóðin „geri ekki kröfu til að teljast fullnægjandi yfirlit yfir Ijóðlist grænlendinga nú á dögum né viðhlítandi kynning á verkum einstakra skálda”. Það er þvi Ijóst að val Einars Braga er byggt á einhverjum öðrum forsendum og það þarf ekki að Iesa langt til þess að komast að þvi hverjar þær eru: „sam- félagsvitund” eða „pólitískur þroski’’ skáldanna — og allt í lagi með það. Eins og stendur virðist Grænland sterkra meðala þurfi og hinn róttækari armur landsmanna er líklegri til að leiða landið til sjálfstæðis, en sá ihalds- samari. Við þurfum ekki annað en líta yfir okkar eigin sögu. Grænlensku skáldin draga upp heldur ófagra mynd af samtíð sinni og samfélagi. Landar þeirra eru að kafna í brennivini. koðna niður af aðgerðarleysi eða eru handbendi óprúttinna spekúlanta. þjást af lekanda. Og þegar þeir leita á náðir drottnara sinna er viðkvæðið: „Þú óbreyttur grænlendingur/þú sem er linur og latur/ þú sem ert ábyrgðar- laus / þú sem ert drykkjurútur — eins og skýrslur sanna — / þú getur ekki / gegnt stöðu i þjóðfélaginu." Neyðaróp Þau eru kannski ekki öll eins bitur og þetta Ijóð en nógu átakanleg samt. Neyðaróp eiga erfitt með að finna sér fastan Ijóðræðan farveg og það cr sömuleiðis erfitt fyrir lesandann að brúka sérstakan „póetískan" mælikvarða til lesturs þeirra. Annaðhvort snerta þau kviku eða hæfa alls ekki. En eftir hlé og nokkra ihugun dofnar yfir sumum þessara Ijóða. þau virðast hás og óstýrilát en önnur halda krafti sinum. liklega vegna meiri Ijóðrænnar ögrunar. Loksins get ég gleyml þér Eirðarleysi, Fyrsti bitinn af selnum. Vængir þínir, Ég öskra — þetta eru aðeins nokkur þeirra sem eftir- minnileg eru I þessu kveri — og í heildina eru Ijóð af þvi tagi merkilega niörg. Þaðererfitt aðsegja til um það hve nákvæm þýðing Einars Braga er á þessum grænlensku Ijóðum en þýðing- arnar eru alltént sérdeilis læsilegar. Einar Bragi er án efa einn besti Ijóða- þýðandiokkar. Ég hefði kosið að sjá betri frágang á bók sem þessari. Það er gott og blessað að finna myndir af grænlenskri list til að skreyta Ijóðin en hins vegar er þeim oft ankannalega fyrir komið í bókinni og prentun þeirra er i flestum tilfellum ábótavant. En við verðum að taka viljann fyrir verk- ið. Við höfum gagn af Ijóðunum. Bók menntir AÐALSTEINN INGÖLFSSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.