Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 05.02.1979, Blaðsíða 32
Undanþágusamningarnirílandhelginni: ALLT AÐ 27 ERLEND SKIP VEIDDU HÉR VID LAND Á DEGIHVERIUN — Lægst komst þó meðaltalið niður fyrir þrjú skip á dag Erlenduni veiðiskipum hefur á und- anfömum árum mjög fækkað i islenzkri landhelgi. Hafa þau líklega aldrei verið jafnfá eins og í nóvember- mánuði sl., en þá komst meðalfjöldi þeirra yfir mánuðinn niður í 2,83 skip ádag. Þröstur Sigtryggsson skipherra gaf DB yfirlit um meðalfjölda erlendra skipa í islenzkri landhelgi síðustu þrjú árin. Það lítur þannig út: 1976 voru 52,7 erlend skip að veiðum i isl. landhelgi á dag alla daga ársins. Hæst varð meðalta! erlendu skipanna í júnimánuði en þá voru þau 67.8 á dag að veiðum innan okkar landhelgi. 1977 var meðalfjöldi erlendu skipanna 28.41 skip á dag alla daga ársins. Hæst varð meðaltalið i maí 50.9 skip á dag. 1978 voru hér að veiðum að meðaltali 15.03 erlend skip á degi hverjum. Hæst varð meðaltalið í maí 26.9 skip á dag. Lægst varð meðaltal frjálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR 5. FEB. 1979. Loðnuaflinn 147 þúsundtonn: Beðiö nýrrar göngu — rýr veiði í renniblíðu Þrátt fyrir renniblíðu á loðnumiðun- um í Reyðafjarðardýpi, fengu aðeins 13 bátar afla sl. sólarhring, liðlega 5.300 tonn og tveir hafa tilkynnt afla i nótt, 750 tonn. Torfur á þessum sióðum eru nú smáar og standa djúpt og er loðnan því illveiðanleg. Þessa stundina hlustar nú allur loðnuflotinn eftir fréttum frá haf- rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, sem er á Langanessvæðinu við loðnuleit, þar sem búizt er við að seinni gangan fari að láta á sér kræla. Alls er loðnuaflinn frá áramótum um 147 þús. tonn nú. G.S. Kærður fyrir nauðgun „Sautján ára stúlka kærði mann á þritugsaldri fyrir nauðgun á föstudags- kvöldið. Hafði stúlkan verið i ibúð mannsins er atburðurinn átti sér stað og hringdi hún úr annarri fbúð i sama húsi til lögreglunnar. Maðurinn var handtekinn og sat inni um nóttina. Hann neitar öllum á- sökunum um nauðgun, og var sleppt að loknum yfirheyrslum. Stúlkan ber enga áverka eftir atburðinn. •ASt. Póstránið: Er lögreglan komin á sporið? Rannsóknarlögreglumenn í Keflavík unnu fyrir helgina mjög ötullega að rannsókn póstránsmálsins í Sandgerði. Voru nokkrir menn þá kallaðir fyrir og einn eða tveir yfirheyrðir allnáið. Eng- inn var þó fyrir helgi úrskurðaður í varð- hald, en þó höfðu ekki allir sem yfir- heyrðir voru fjarvistarsönnun sem full- gild þótti. Það voru Sandgerðingar og Suður- nesjamenn sem talað var við. Rannsóknarlögreglumenn telja nokk- uð víst að ræninginn hafi ekki verið með byssu, heldur látið sem svo. Ekki fékkst uppgefið hvað rökstyddi það álit þeirra. Sá sem í pósthúsið kom reyndi að villa á sér heimildir, m.a. með þvi að breyta rödd sinni og tala með mjög rámri röddu. - ASt. erlendu skipanna í nóv. 2.83 skip á dag að meðaltali alla daga mánaðarins. öll þessi erlendu skip eru ýmist frá Færeyjum, Noregi eða Belgiu en við þessi lönd hafa íslenzk stjórnvöld gert undanþágusamninga um veiðar hér við land. Blaðamannafélag tslands tók á laugardaginn i notkun nýtt húsnæði, er félagið hefur keypt fyrir starfsemi sina. Er þetta f fyrsta skipti f rúmlega áttatiu ára sögu félagsins, að Bt á eigið húsnæði. Var haldið hóf f tilefni dagsins og mættu þar m.a. margir fyrr- verandi formenn félagsins. Þeir eru á myndinni frá vinstri: Kári Jónasson, núverandi formaður Blaðamanna- félagsins, Jón Helgason, Þorbjörn Guðmundsson, Einar Karl Haralds- son, Emil Björnsson, Indriði G. Þor- steinsson, Kristján Bersi Ólafsson, Andrés Kristjánsson, Bragi Guðntundsson og Magnús Finnsson. Formannahópurinn tók lag fyrir félaga sína — „Fyrr var oh í koti kátt” — við ósvikna hrifningu og aðdáun. -DB-mynd: Bj. Bj. Nýbakaður maraþonmeistari í diskódansi: ..Ánægðust með að hafa skotið Reykvíkingum ref fyrir rass,r „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með sigurinn og sérstaklega með að hafa skotið Reykvikingum ref fyrir rass,” sagði fjórtán ára Akureyrarmær, Mar- grét Björnsdóttir, nýbakaður maraþon- meistari i diskódansi, er Dagblaðið ræddi við hana í morgun. „Það kom mér á óvart, er dómnefndin tilkynnti að ég hefði unnið keppnina,” hélt Margrét áfram. „Ég bjóst aldrei við sigri, þó að ég ætti dálítið þrek eftir ennþá. Ég var orðin svolítið aum í annarri ilinni og fór því úr skónum síðasta klukkutímann, en kenndi mér einskis meins að öðru leyti.” Maraþondansinn á Akureyri hófst í Æskulýðsheimilinu Dynheimum klukkan tíu á laugardagsmorguninn. Alls hófu 46 unglingar keppnina og dönsuðu hver fyrir sig. Um tíuleytið á sunnudagskvöldið var nokkurra mánaða Islandsmet í maraþondansinum slegið og voru þá 38 krakkar eftir. Klukkan hálfsex á sunnudags- morguninn stöðvaði dómefndin þá sex keppendur sem eftir voru og tilkynnti stuttu síðar úrslitin. Margrét Björnsdóttir kvað þau, sem uppi stóðu eftir nitján og hálfrar stundar stanzlausan dans, hafa verið misjafnlega á sig komin. „Ég held að flest okkar stundi einhverjar iþróttir, og höfum því nokkuð gott likamlegt þrek,” sagði hún. „Sjálf er ég í handbolta og frjálsum iþróttum.” Og hvernig skyldi svo nýbakaður maraþonmeistari hafa hvílt sig að keppninni lokinni? „Ég svaf til hádegis á sunnudaginn,” sagði meistarinn í morgun. „Síðan lagði ég mig aðeins eftir hádegið og fór svo snemma í háttinn í gærkvöld.” -ÁT- Margrét Björnsdóttir, aðeins fjórtán ára, en samt orðin maraþonmeistari I diskódansi. „Ég var orðin svolitið slæm I annarri ilinni undir lokin og dansaði þvf skólaus sfðasta klukkutfmann,” sagði hún i morgun. DB-mynd: Friðgeir Axfjörð. Lánsfjáráætlun: Fyrir þingið í næstu viku „Lánsfjáráætlunin hefur þegar verið samþykkt í ríkisstjóminni, en ég á ekki von á að hún verði lögð fyrir þingið fyrr en í næstu viku,” sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra í viðtali við Dagblaðið i morgun. „Ég mun flytja skýrslu um áætlunina er ég legg hana fram. Það þarf að afla heimilda þingsins fyrir erlendum lánum, sem í áætluninni eru.” -HP. r r BLAÐAMENN LOKSIEIGIÐ HUSNÆÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.