Dagblaðið - 17.05.1979, Side 23

Dagblaðið - 17.05.1979, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1979. 23 BÆJARINS BEZTU Stutt kynning á því athyglis- veröasta sem kvikmyndahús borgarinnar bjóða upp á Capricorn One Leikstjóri: Peter Hyams, gerfl ( Bandaríkjungm 1977. Sýningarstaður: Regnboginn. Hugmyndin að baki Capricorn One er nokkuð athyglisverð. Geim- far er sent til Mars og tilkynnt að 3 geimfarar séu innanborðs þótt það sé viðs fjarri sannleikanum. Með tæknibrellum og sjónhverf- ingum tekst að láta þjóðina trúa þessu þangað til forvitinn blaða- maður kemst í málið. Upp frá þvi tekur myndin á sig meira yfir- bragð hasarmyndar. Þótt Capricorn One fari hægt af stað tekst |leikstjóranum að skapa töluverða spennu þegar fer að líða á seinni hlutann Heildarútkoman verður því þokkaleg afþreyingarmynd með töluverða alvöru að baki. Leikurinn er ekkert sérstakui en tæknivinnan mjöggóð á köflum. Flökkustelpan Boxcar Bertha, gerfl (Bandarikjunum 1972. Leikstjóri: Martin Scorsose. Sýningarstaður: Hafnarfaió. Það er vel til fundið hjá forráðamönnum Hafnarbíós að endursýna Flökkustelpuna eftir Martin Scorsese. Kvikmyndaunnendum hefur nú á stuttu tímabili gefist kostur á að sjá fjórar af myndum Scor- seses. Boxcar Bertha er önnur mynd hans í fullri lengd. Myndin er gerð eftir ævisögu Boxcar Berth Thompson sem lifði sitt fegursta á kreppuárunum. Boxcar Berth þessi ásamt þrem öðrum karlmönn-. um leiddist út í gripdeildir fyrir hreina tilviljun. Það leið ekki á löngu þar til þau voru farin að stunda umfangsmikla glæpastarf- isemi í líkingu við Hróa hött. Stela sem sagt aðeins frá þeim ríku og 'gefa öreigunum. Þessi mynd sver sig i ætt við Mean Street og Taxi- driver hvað varðar ofbeldið i lokauppgjöri myndarinnar. Blue Collar Leikstjóri: Paul Schrader, gerfl í Bandaríkjunum 1978. Sýningarstaflur: Laugarásbfó. Þetta er frumraun Paul Schrader sem leikstjóra en hann er þekkt- astur hér á landi sem handritahöfundurinn að myndinni Taxidriver. Blue Collar fjallar um 3 félaga sem vinna saman í bilaverksmiðju i Detroit. Allir eiga þeir við sama vandamálið að glima. Tekjurnar hrökkva ekki fyrir útgjöldunum. Því grípa þeir til örþrifaráða og ræna verkalýðsfélag staðarins. En það dregur dilk á eftir sér. Myndin ræðst harkalcga á forystu verkalýðsfélaganna í Bandarikj- unum og dregur fram spillinguna bæði þar og meðal vinnufélag- 'anna. í Blue Collar hefur Paul Schrader tekist að samræma sterka þjóðfélagslega ádeilu og gamansaman tón svo að í heild virkar. myndin mjög sterk. Superman Lfltkstjóri: Richard Donnflr, gerð i Brotiandi 1978. Sýningarstaður: Háskótabió. Superman hefur þann vafasama heiður að vera talin ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið enda ber hún greinilega merki þess. Myndin er ein tæknibrella í gegn og eru sum atriðin ótrúlega vel unnin. Þar á stóran hlut kvikmyndatökumaðurinn Geoffrey Uns- worth. Efni myndarinnar er byggt á teiknimyndaseríunni Super- man, sem sköpuð var 1938 og fjallar um ofurmennið Clark Kent sem kom til jarðarinnar frá plánetunni Krypton. Þessi Kent hefur flesta kosti og dyggðir sem fyrirmyndarsonur flestra ætti að hafa. Þannig má segja að Superman sé draumasonur vísitölufjölskyld- unnar. Margt frægra leikara kemur fram en Gene Hackman í hlut- 'verki þorparans kemur sterkast út. Einnig fer óþekktur leikari, Christopher Reeve, mjög vel með hlutverk Superman. Kvikmyndaþættinum hefur borist fyrirspurn frá Akureyri, þar sem spurst er fyrir um sovésk-ítalska kvikmyndun á orrustunni við Waterloo. Þessari kvikmynd var lokið árið 1971, en hún hefur aldrei verið sýnd hér. Leikstjóri er Sergei Bondachuk, — sá sem stjórnaði Stríði og friði og meðal leikara var Rod Steiger, sem lék Napóleon. Kvikmyndin hlaut nokkuðgóða dóma. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kyik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. Utvarp Sjónvarp LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20.00: Gjaldið eftir Arthur Miller D í kvöld verður flutt í útvarpinu leik- ritið Gjaldið' eftir Arthur Miller. Þýðinguna gerði Óskar Ingimarsson, en leikstjóri er Gísli Halldórsson. Með hlutverkin fara Rúrik Haraldsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Valur Gíslason. Flutningur leiksins tekur túmar 2 klukkustundir. Viktor Franz er kominn um fimmt- ugt og hefur verið lögreglumaður í nærri 30 ár. Konan hans vill að hann breyti til, en hann er á báðunt áttum. Nú á að fara að rífa húsið sem þau búa i og gamall Gyðingur ætlar að reyna að koma innanstokksmununum í verð. Þegar allt virðist klappað og klárt birtist Walter bróðir Victors, en hann r— ---------------\ VIÐSJ A — útvarp í kvöld kl. 22.50: Samskipti ríkra þjóða ogfátækra ,,Ég mun fjalla um ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um viðskipti og þróun,” sagði Friðrik Pál! Jónsson fréttamaður en hann er umsjónar- maður Víðsjár í útvarpinu í kvöld. „Ráðstefna þessi stendur núna yfir i Manilla á Filippseyjum. Hún hófst 7. maí og henni lýkur l. júní. Á þessari ráðstefnu, sem er sú fimmta sinnar tegundar, er einkum fjallað um sam- skipti ríkra þjóða og fátækra en bilið milli þeirra hefur ekkert minnkað á síðari árum. Fátæku þjóðirnar hafa ásakað hinar ríkari á ýmsan hátt, meðal annars fyrir að hleypa sér ekki inn á markaðina,” sagði Friðrik Páll. -GAJ- ^ * Útvarp i Fimmtudagur 17. maí 12.00 Dagikráin. Tónlcikar. Tilkynningar. 12.20 Fríttir. 12.45 Vcóurfregnir. Tilkynningar. Vió vinnuna: Tónleikar. 14.30 MiódegLssagan: „Þorp I dögun’’ eftir Tsjá-sjó'li. Guðmundur Sæmundsson les eigin þýðingu |8). 15.00 Miódegistónleikar: Halié hljómsveitin leikur Ljóðræna svitu op. 54 eftír Edvard Grieg; Sir John Barbirolli stj. / Fllharmonlu- sveiiin I Ósló leikur Sinfóniu I dmoll eftir Christian Sinding; Öivin Fjeldsiad stj. 16.00 Frétlir. Tilkynningar. (16.15 Veðuríregn- ir). 16.20 Tónleikar. 17.20 Laglð mltt: Hclga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvóldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mil. Árni Böðvarsson flytur þátt inn. 19.40 Islenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.00 Leikrit: „Gjaldió" eltir Arthur MlDer. Þýðandi: Öskar Ingimarsson. Leikstjóri: Glsli Halldórsson Persónur og leikcndur: Victor.......æ..........Rúrlk Haraldsson Esiher..............Herdls Þorvaldsdóltir Gregory...................ValurGíslason Walter................Róbert Arnflnnsson 22.10 Coneerto grosso Norvegese eftir CMaf Kielland. Fllharmoniusveitin I Ösló leikur; höfundurinn sljórnar. 22.30 Veðurfregnir fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Vlósjá: Friðrik Páll Jónsson sér um þátt- inn. 23.05 Afangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. hefur ekki komið í heimsókn í sextán ár. . . Arthur Miller er fæddur í New York árið 1915. Faðir hans var austurrískur verksmfðjueigandi af Gyðingaættum. Eftir að hafa stundað nám við Michigan háskóla og fengizt við sitt af hverju gerðist hann blaðamaður árið 1938. Miller tók þátt í síðari heimsstyrjöld- inni en hefur siðan búið ýmist í Holly- wood eða New York. Hann sækir stíl sinn og efnismeðferð mjög til evrópskra leikritahöfunda, þ.á m. Ibsens. Þótt Miller taki oftast til með- ferðar umkomuleysi einstaklingsins i fjöldanum er trú hans á manninn og framtið hans einlæg og sterk. Af mörgum verkum hans má nefna í deigl- unni, Alla syni mína og Horft af brúnni, sem öll hafa verið flutt í út- varpinu. Margir telja þó Sölumaður deyr eitt áhrifamesta verk hans. Gjaldið er nú flutt i útvarpinu i fyrsia sinn, en Þjóðleikhúsið sýndi | inn 1969—70. Gísli Halldórsson lcikstjóri. *vH R||| r|Ol/ Nú er sterka ryksugan w IVILNOlX ennþá sterkari... NILFISK ÍW SúPER /r NYR SÚPER-MÓTOR; Áður óþokktur sogkraftur. NÝ SOGSTILLING: Auðvelt að tampra kraftinn NYR PAPPÍRSPOKI MEÐ HRAÐFESTINGU, ennþá stsarri og þjálli. NY SLÖNGUFESTING: Samboðin nýju kraftaukandi ‘í-’ keiluslöngunni NYR VAGN: Sterkari, stöðugri, liprari, auðlosaður i stigum. sogorka í sérflokki OfantakJar og fleiri nýjungar auka enn hina sigildu verðleika Nilfisk: efnisgæði, markvisst byggingarlag og afbragðs fylgihluti. Hvert smá- atriði stuðlar að soggetu i sárflokki, fullkominni orkunýtingu, dæma- lausri endingu og fyllsta notagildi. Já, svona er Nilfisk: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks tmfiunum og tilkostn- aði; varanleg: til lengdar ódýrust. NILFISK heimsins bezta ryksuga! Stór orð, sem reynslan réttlætir. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. FYRSTAFLOKKSFRÁ /Fanix Hátúni — Sími 24420

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.