Dagblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979. „Þetta er orðin þjöðarinnar þyngsta vá”. Gervandamál Gutom sendi okkur þessar vísur: I ríkisbúðum ráðalitlir sitja menn, en rekkar drekka og draugfullir þeir djamma enn og blessað vínið óhreyft stendur búðarhillum í, jþó bæði menn og konur séu komin á fylliri. Menn vita vel hvað veldur því, voða margirleggjaí og kátir klingja glösum þótt komið sé langt fram á nótt. Þeir komast kannske í hverri viku á kenndirí. Það segja menn og sumir reyndar trúa því, að skemmtilegasta hobbí sé að leggja í. Vel þess virði og vitanlega alveg nauðsynlegt að vanda vel til framleiðslunnar, svona með ýmislegt. Það gerir stórt — hvert gerið er, það er grínlaust, skal ég segja þér, að leita hér og leita þar því leita verður allstaðar. jÞað albesta er alltaf það sem nota ber. Geysimikinn vanda — gerir þetta ger. Það er gáleysi að selja slíkt í búðum hér. Ég held það verði að stjórna þessu hér með pompi og prakt svo pótentátar geti ekki sjálfir hér í lagt. Ef allir drykkju eigið vín, það okkur sýndist ekkert grín, of margir sætu sumbli að við sjáum hvemig endar það. Á eigin ábyrgðallir yrðu fyllisvín. Hafskip fái aðstöðu í Haf narf irði —fyrirspum til Alberts Guðmundssonar og Einars Th. Mathiesen Markús B. Þorgeirsson í Hafnarfirði skrifar: Ég er hér með fyrirspum til þeirra Alberts Guðmundssonar alþingis- manns og nú stjórnarformanns í Haf- skipi hf. og Einars Th. Mathiesen, formanns í hafnarstjóm í Hafnar- firði: Er ekki möguleiki á þvi að þeir aðilar sem hér eiga hlut að máli taki upp umræður um möguleika á að veita stjórn Hafskips hf. aðstöðu fyrir skip sín innan Hafnarfjarðar- hafnar. Má það vera í framhaldi af þeirri aðstöðu sem Bifröst hf. hefur fengið hér í Hafnarfjarðarhöfn. Mér virðist Hafskip með sína aðstöðu í Reykjavíkurhöfn vera eins og skip í úfnum sjó sem þarf aðstoðar við. Þessi orð eru send í góðum tilgangi og með góðum huga. Aðstaðan í Hafnarfirði til athafna á þessu sviði á hvergi sinn líka hér á landi. Höfnin f Hafnarfirði. V Þetta þykir vera orðið — afar svekkjandi. Þá er bruggið ef til vill — alveg ódrekkandi. í kassanum er krónutalan orðin ailtof Iá(g) og kannske dugar ekki bara að færa upp verðið þá. Því menn vita vel hvað veldur því, voða margir leggja i, kátir klingja glösum þótt komið sé Iangt fram á nótt, því þeir komast kannske í hverri viku á kenndirí. Þetta er orðin þjóðarinnar þyngsta vá, þarna verður umbreytingu að koma á. Það er svo mikill munur þar, máttu hugsa þér, hvort maður drekkur rikisvin, eða það sem bruggast hér. Þó guðaveigurinn gerist dýr getur margur orðið hýr. IÞað er ei maltur mjöðurinn sem margnefnt ríkið flytur inn. Nei, það þjóðarheill og hamingju hér undirbýr. Vill fá danskennslu í útvarpið Dansáhugamaður hringdi: Hvernig væri að fá á ný dans- kennslu í útvarp? Hér um árið naut þáttur Heiðars Ástvaldssonar mikilla vinsælda og ég er handviss um að fólk kynni alveg eins að meta þannig þátt nú. Ég bý enn að þvi sem ég lærði eftir útvarpinu, enda þótt gaman væri að geta sótt framhaldsnámskeið, en það eru nú ekki allir sem geta það, t.d. ekki við úti á landi. Ég skora því á útvarpsmenn að gangast fyrir þvi að danskennsla verði hafináný. Heiðar Astvaldsson sveiflar hér dans- félaga sinum f glæsilegum dansi. FORSAGA HÚSSINS Á SLÉTTUNNI —þættimir eiga ekkert sameiginlegt meðbókinni IngallsQölskyldan samankomin á jólunum. 8399-8733 skrifar: Vegna þess að mikið hefur verið skrifað í blaðið um sjónvarpsþætti þá er bera nafnið Húsið á sléttunni og þættirnir virðast hafa fallið í góðan jarðveg hjá áhorfendum, ætla ég að skrifa lítillega um á hverju þessir þættir eru byggðir. 7. febrúar árið 1867 eignuðust hjónin Caroline og Charles Ingalls í Wisconsin i USA sitt annað barn, dóttur er þau létu skíra Lauru Eliza- beth. Þegar hún var 5 ára fluttu þau frá Stóruskógum til Kansas. Þar dvöldu þau ekki nema ár. Þetta var land indíánanna og þau höfðu engan rétt á að vera þar. Settust þau nú að í Minnesota. Hjónin áttu nú fjórar dætur, þær Mary, Laura, Carrie og Grace. Þau fengu skarlatssótt og með þeim afleiðingum að Mary varð blind. Charles bauðst vinna við járn- brautina sem verið var að leggja gegnum landið. Fluttist nú fjölskyld- an búferlum einu sinni enn og í þetta sinn til Suður-Dakota. Þar hjálpaði hún til við að reisa bæinn De Smith. Þegar Laura var 14 ára vann hún við sauma til þess að Mary kæmist í blindraskóla. 16 ára vann hún sem kennslukona og kaupið hennar rann þá einnig til fjölskyldunnar. 18 ára giftist hún Almanzo Wilder og voru fyrstu búskaparár þeirra erftð. Upp- skerubrestur varð hvað eftir annað. Þau eignuðust tvö börn og dó annað þeirra úr krampa nokkurra mánaða gamalt. 1894 fluttust Laura og Al- manzo með dóttur sina Rose til Mansfield í Missouri. Þar tókst þeim loksins að koma undir sig fótunum með eplarækt. Þar sem Laura var nú orðin vel stæð kona á stórri plant- ekru og bjó i draumahúsinu sinu, byrjaði hún að skrifa bók. Ævintýri um litla stelpu sem átti heima í stórum dimmum skógi í litlu sam- býlishúsi. Stelpan hét Laura. Brátt óx þetta ævintýri og úr þvi urðu til The little house books, saga um æskuár Lauru, fjölskyldu hennar og náttúr- una. Einnig var þetta saga um daglegt líf frumbyggja miðhluta Bandaríkj- anna, en þeir þurftu bæði að berjast við og vinna með náttúrunni. The little house books hafa verið kallaðar sígildar bamabókmenntir og hafa verið þýddar á yfir 70 tungumál. Vinsældir þeirra hafa verið með fá- dæmum. Á bókasöfnum hafa verið stofnaðir Lauru-leshringir. Bækurn- ar hafa hlotið mörg bókmenntaverð- laun og ekki síður notið vinsælda hjá fullorðnum en börnum. En svo við víkjum aftur að sjón- varpsþáttunum eiga þeir ekkert sam- eiginlegt með bókunum nema titilinn. Handritahöfundur hefur ekki einu sinni sömu persónulýsingar og eru í bókunum. Ef bækumar verða ein- hvern tima þýddar á íslenzku vonast ég til að ekki verði talað um þær sem bækurnar um Húsið á sléttunni. Daihatsu 1400 árg. '77, ekinn 22 þús., gulur, 4 dyra. Sem nýr bíll, sumard. Verð 3,1 millj. Trabant station árg. '77, Ijósblár, sumard, ekinn 16 þús. km. Toppbill sem eyðir ekki meira en sigarettu- kveikjari. Verð 1 milljón. Ford Escort árg. '74, ekinn 59 þús., drappl., 2 dyra, gullfallegur bíll í góðu standi. Verð 1550 þús. Wagoneer árg. ’74, ekinn 10 þús, á vél, brúnsanseraður, útvarp, afl- stýri + bremsur. Toppbíll i ferða- lagið. Verð 3,6 millj. skipti koma til greina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.