Dagblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979. 9 Flugtíminná kr. 15.500: Flugnemamir gefast upp á dým tímunum — stof na Flugklúbbinn hf. og hyggjast flytja inn þrjár kennsluf lugvélar mm Mk Flugáhugamenn liafa stofnað með sér félagsskap eða klúbb sem hlotið hefur nafnið Flugklúbburinn hf. Þessi hópur hefur nú ákveðið að festa kaup á þremur flugvélum frá Svíþjóð og verða þær notaðar hérlendis til flugkennslu. Hluthafar í Flugklúbbnum hf. eru.nú 61 og leggur hver og einn fram 300 þús- und krónur til flugvélakaupanna. Félagarnir eru bæði flugkennarar og flugnemar sem á þennan hátt hyggjast gera flugnámið ódýrara. Undanfarið hefur gætt töluverðrar óánægju með hve hver flugtími er dýr en hann kostar nú 15.500 krónur. Með stofnun hins nýja klúbbs telja félagarnir sig geta lækkað verð hvers tíma um 4—5 þúsund krónur. Dagblaðið ræddi við tvo aðstand- endur Flugklúbbsins hf., þá Árna Bjarnason flugnema og Jörgen Moestrup flugkennara, sem einnig er í stjóm klúbbsins. Það kom fram i máli Árna að fyrirhugað er að kaupa tvær Cessna 152 vélar og eina Piper Arrow- vél. Allar eru vélarnar eins hreyfils, Cessnavélamar taka tvo menn, en Pipervélin fjóra. Hún er búin upp- draganlegum hjólum, skiptiskrúfu og fullkomnum blindflugsbúnaði og verður notuð til blindflugskennslu. Vélarnar eru keyptar notaðar frá Sví- þjóð en á þann hátt fást vélarnar mjög fljótlega og verður flogið heim. Kann- að var hvort unnt væri að kaupa nýjar vélar frá Bandaríkjunum en afgreiðslu- tími var of langur. Stefnt er að þvi að Flugklúbburinn veiti mönnum bæði verklegt og bóklegt fiugnám. Jörgen Moestrup sagði að Loftferðaeftirlitið hefði veitt öll um- beðin vilyrði fyrir rekstur þennan. Hann sagði að slíkir klúbbar væru við lýði á öllum Norðurlöndum. Hver sem er getur gerzt hluthafi en klúbbfélagar stunda flugið flestir sem sport fremur en atvinnu. Flugnám er dýrt tómstundagaman en með tilkomu klúbbsins á að reyna að stunda þetta nám og tómstundaiðju á ódýrari hátt. Fomiaður stjórnar Flugklúbbsins hf. er Kári Jónsson. - JH Grindin við þjóðveginn fyrir austan Selfoss sem væntanlega bíður þess að þjóna sem gripahús i framtiðinni. DB-myndir Bjarnleifur. Gripahús fram- tíðarinnar? Buckminster Fuller heitir banda- rískur arkitekt sem getið hefur sér heimsfrægð fyrir allsérstæðan bygg- ingarmáta, á þá leið að byggingarnar eru settar saman úr eintómum þríhyrn- ingum. Veldur þetta því að hægt er að raða þríhyrningunum saman í geysi- stórar byggingar án þess að til komi nokkur stoð eða súla í byggingunni. Getur þetta komið sér vel í skemmum eða öðrum byggingum þar sem þörf er á miklu rúmi án þess að því sé skipt niður með súlum. Fyrir nokkrum árum var reist bygg- ing eftir hugmyndum hans á Háskóla- lóðinni. Sú bygging var síðan flutt austur í sveitir að bænum Eystri- Hellum og þjónaði þar sem gæsa- og andakofi þar til í vetur er húsið varð fyrir miklum skemmdum af völdum ótíðarinnar í vor. Til stendur að byggja húsið upp að nýju nú í sumar svo það geti gegnt sínu hlutverki áfram. Fleiri þríhyrningahús á Suðurlandi? Er DB-menn voru á ferð um Suður- landið nýlega rákust þeir á aðra grínd í Buckminster-Fuller stílnum, hálf- byggða. Lá hún á hliðinni við þjóðveg- inn skammt fyrir austan Selfoss. E.t.v. er þessi byggingarstíll að ryðja sér rúms fyrir austan fjall, en hann hefur ekki ennþá náð neinni útbreiðslu svo heitið geti annars staðar á landinu. Hins vegar er vafalítið að þessi byggingar- máti getur hentað viða hér á landi. -BH Kópavogur: Fyrirhuguð ný sundlaug á Rútstúni Formaður bæjarráðs Kópavogs hana um 40 milljónir króna. Þegar ráðizt verður í þessar fram- lagði nýlega fram kostnaðaráætlun Það er áhugamál Kópavogsbúa að kvæmdir á Rútstúni þarf að öllum um gerð plastsundlaugar á Rútstúni, bæta sundaðstöðu í bænum en þar líkindum að fjölga starfsliði þannig við hlið núverandi sundlaugar í sem um nokkuð dýra framkvæmd er að efalaust kemur töluverður kostn- Kópavogi. Laug þessi er áætluð að ræða þykir ólíklegt að ráðizt verði aður til viðbótar kostnaðinum við 11x25 að stærð og kostnaður við íþessaframkvæmdáþessuári. sundlaugargerðina. -JH Gripið simann Seriðgóð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.