Dagblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979. óskast „ERnn AÐ BN- ANGRA SÝKIUNN” — segir Sigurður Sigurðarson, Keldum um fósturlát íám sem mikið hefur borið á að undanf örnu „Ég er ekki viss um aö það sé meira um fósturlát í ám en undanfarin ár. Þaö er alltaf dálítið um þetta,” sagöi Sigurður Sigurðarson á KeldumerDag- blaðið hafði samband við hann vegna frétta af nokkrum bændum sem hafa orðið fyrir umtalsverðu fjárhagstjóni vegna þess að kindur þeirra hafa látið lömbum. Hafa einstaka bændur orðið fyrir milljónatjóni af þessum sökum. Sigurður sagði að erfiðlega hefði gengið að einangra sýkilinn sem væri valdur að þessu en það væri einkum þrennt sem ylli fósturláti ánna: 1) fósturlátssýkill, 2) heysýklar, 3) Hvanneyrarveiki. Sigurður sagði að helzt væri hægt að ráðleggja bændum að einangra kindurnar þegar fósturlát byrja, þ.e. að taka frá þær kindur sem létu lömbum, hafa samband við dýra- lækni og senda strax fóstur og hildir til þeirra á Keldum og gefast ekki upp þótt ekki tækist að einangra sýkilinn í fyrsta skipti. Sigurður sagði að erfitt væri að ráða við fósturlát vegna þess að þegar færi að bera á því væru fóstur í öðrum ám þegar dauð eða líflítil. Sigurður sagði að sjaldgæft væri að smitandi fósturlát gerði usla ár eftir ár á sama bæ, þar sem mótstaða mynd- aðist í stofninum, en þess gæti hins vegar orðið vart á nágrannabæjunum vegna samgangs eða jafnvel sölu. Hann sagði að stundum hefði verið reynt að gefa lyf í fóðri eða jafnvel sprauta allan hópinn og stundum virtist draga eitt- hvað úr þessu við það en það væri alls ekki algilt. -GAJ „BÆNDUR EIGA RÉTT Á ALLT AÐ 75% BÓTUM” — segir Magnús Guðjónsson, Bjargráðasjóði „Bændur eiga kost á fyrirgreiðslu hjá Bjargráðasjóði í tilfellum sem þess- um. Þar er bæði um að ræða styrki og vaxtalaus lán. Tjónið verður þó aldrei bætt 100% en bætur geta farið upp í 75% ef um mikið tjón er að ræða,” sagði Magnús Guðjónsson hjá Bjarg- ráðasjóði er DB hafði samband við hann vegna frétta af milljónatjóni ein- stakra bænda vegna fósturláts í ám. Magnús sagði að þess væru dæmi að 300 ær hefðu látið lömbum á einu og sama býlinu. í slíkum tilfellum skipti tjónið milljónum. Þegar tjón bænda næmi 1,5 milljón eða meira ættu þeir rétt á 75% bótum, 50% vaxtalausu láni og 25% styrk. Hann sagði að á undan- förnum árum hefði borið geysilega mikið á þessu en hann gæti ekki sagt um hversu mikið væri um þetta í ár þar sem umsóknir til Bjargráðasjóðs væru ekki teknar að berast. Hann hefði hins vegar heyrt fréttir af mjög miklu tjóni á einstöku bæjum. - GAJ til starfa við sjúkrahúsið á Patreksfirði vegna afleysinga yfir sumartímann. Upplýsingar gefnar á sýsluskrifstofunni Patreksfirði. Sjúkrahús Patreksfjarðar. Fiskvinnsluskólinn Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 10. júní nk. Inntökuskilyrði eru: 1. FISKIÐNAÐARMANNSNÁM: Nemandi skal hafa lokið námi á fiskvinnslu- braut l við fjölbrautaskóla, eftir grunnskóla- próf, eða tekið 10. bekk á viðskiptakjörsviði við framhaldsdeildir gagnfræðaskóla. Þeir sem eru 25 ára eða eldri og hafa stundað störf við fiskiðnað, í a.m.k. 5 ár, geta fyrst um sinn sótt um fiskiðnaðarmannsnám, „öldungadeild”, án þess að þurfa að nema þær almennu náms- greinar sem annars er krafist af yngri nemendum. 2. FISKTÆKNANÁM: Nemandi skal vera fiskiðnaðarmaður frá skólanum og hann skal hafa lokið námi á fisk- vinnslubraut 2 við fjölbrautaskóla. Einnig geta stærðfræðideildarstúdentar tekið þetta nám á tveimur árum og þeir sem lokið hafa fiskvinnslubraut 1 geta lokið fisktæknanámi á þremur árum. Á það skal bent að mögulegt er að hefja nám við skólann bæði á haustönn og vorönn. Nánari upplýsingar í skólanum, Trönuhrauni 8 Hafnarfirði, sími 53544. Skólasljóri. Aðalfundur Aðalfundur Hagtryggingar hf. árið 1979 verður haldinn að Hótel Holt (Þingholti) í Reykjavík laugardaginn 9. júní og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Adalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða- seðlar verða afhentir hluthöfum eða öðrum með skriflegt umboð frá þeim í skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavík, dagana 6. til 9. júní á venjulegum skrifstofu- tíma. Stjórn HAGTRYGGINGÁR HF. Greenpeacemenn hafa fjölda litilla gúmbáta til taks um borð í Rainbow Warrior. Hér má sjá þá á dekki með þvott áhafnarinnar i forgrunni. DB-myndir Árni Páll Greenpeace-menn: RANNSÓKN HVALASTOFNSINS — erallt og sumt sem við förum fram á ,,Greenpeace”-menn eru enn á ný mættir til leiks á farkosti sínum, Rain- bow Warrior, til að reyna að hindra veiðar Hvals hf. Að þessu sinni eru þeir betur úr garði gerðir en í fyrra og hafa nýtt „leynivopn” um borð. Er leyni- vopnið stærðar gúmbátur með trefja- plastbotni. Gengur hann fyrir tveimur utanborðsmótorum og á að geta náð allt að 40 hnúta hraða. Er Greenpeace- menn reynðu að hindra hvalveiðarnar í fyrra háði þeim að þeir höfðu ekki við hvalbátunum sem stungu þá hreinlega af. Með hinum nýja farkosti vonast Greenpeacemenn hins vegar til þess að geta dregið úr hvalveiðunum um ca 20%. „Ekki þyrfti að merkja nema u.þ.b. 200 hvali í viðbót til að vita með vissu ástand hvalastofnsins,” sagði Allan Thornton, fulltrúi Greenpeacesamtak- anna. „Ef einum báta Hvals hf. væri sett fyrir það verkefni í einn mánuð að merkja hvali dygði það til að vita ná- kvæmlega um stærð hvalastofnsins,” sagði AUan. Á næsta fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins, sem haldinn verður í London í júlímánuði nk., verður tekið fyrir og ályktað um hvort banna eigi hvalveiðar með öllu næstu tíu árin. Til að slíkt bann hljóti samþykki þarf til þrjá fjórðu hluta atkvæða og getur atkvæði íslands ráðið þar úrsUtum. „Hversu fráleitt sem það kann að hljóma,” sagði Allan Thomton, „er annar ráðgjafa íslenzku sendinefndar- innar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf„ og geta menn ímyndað sér hversu hlutlausar upplýsingar hann kann að veita.” Um ásfand íslenzka hvalastofnsins er mjög lítið vitað og alls ekki víst hvort hann þolir þær veiðar sem nú fara fram. Hins vegar vUja Greenpeace- menn einfaldlega að nánari rannsókn fari fram á stærð stofnsins. Leiði sUk rannsókn í ljós að hvölunum sé óhætt þá verði veiðum haldið áfram, ella verði þeim hætt. Greenpeacemenn munu, meðan þeir dvelja hér á landi, reyna að ná taU af sem flestum ráðamönnum og koma þeim í skUning um að allt og sumt sem þeir fara fram á sé að nánari rannsókn- ir fari fram á hvalastofninum svo vitað verði með vissu hvort óhætt sé að veiða það magn sem nú er veitt árlega. -BH Fmlux LITSJONVARPSTÆKI 20" Kr. 425.000.- með 22" Kr. 499.000.- sjóHvirkum 26" Kr. 549.000.- stöðvarveljara SJONVARPSBÚÐIN BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SlMI 27099

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.