Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 1

Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 1
5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 21. JÚLt 1979 — 164. TBL, RITSTJÓRN SÍÐUMCLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMl 27022. FYRSTIRAFBÍLLINN ER KOMINN TIL LANDSINS Verðurkynnturhér áalþjóðlegrí vörusýningu Meðal þess er síðast var skipað upp úr Mánafossi í Sundahöfn í gær, rétt áður en yfirmenn skipsins lokuðu lestum vegna yfirvinnubannsins, var rafmagnsknúinn bíll, glæsilegur og stilhreinn. Bíllinn er af Daihatsugerð og hugðumst við fá frekari upplýsingar um gersemina hjá umboðinu. For- stjóri þar fór fram á að við héldum málinu leyndu um sinn, því bUlinn á ekki að sjást hér á landi fyrr en á alþjóðlegu vörusýningunni, sem opnuð verður í LaugardalshöU 26. ágúst. Þar verður bíllinn stolt Daihatsuumboðsins, til sýnis fyrir al- menning og öll leyndarmál hans skýrð ogauglýst. En DB-menn geta ekki beðið með fréttir í mánaðartíma þegar þær eru þegar orðnar staðreynd. BUlinn er mjög glæsilegur á að líta, en aðeins tveggja manna far þvi rafgeymarými mikið er í bílnum. Það er skoðun fróðra manna að sjálfsagt sé fyrir okkur íslendinga að keppa að því að rafmagnsbílar verði ráðandi að minnsta kosti í öUum bæjarakstri. Slíkt muni borga sig fljótt fyrir einstaklinga jafnt sem þjóðfélagið í þeirri orkudýrtið sem skollin er á. -ASt. m-----------------► Með sigurbros á vör ýta hafnarverka- menn fyrsta rafbllnum á Ísiandi í leynihólf vöruskemmu Eimskips við Sundahöfn. DB-mynd S. f .. Hvalfriðunarmenn skora á fólkaðskrifa forsætisráðherra íslands Hæfileikakeppni DB og Birgis Gunnlaugssonar Hækkun olíustyrkja á næstu VÍkUm — sjá bls. 7 Hamrahiíðar- kórinn á stærsta kóramót í Evrópu — sjá bls. 6 Guðný og Halldór íTfvolí „Frábærir hljóm- listarmenn” — segir Politiken Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Halldór Haraldsson pianóleikari léku nýlega á tónleikum í Tívolí-salnum í Kaupmannahöfn. Eftir því sem sagt er í danska blaðinu Politiken var leikur þeirra alveg frá- bær þó kvöldið yrði ekki sem skyldi vegna lélegs hljómburðar í salnum. Guðný og Halldór léku meðal annars tónlist eftir Þorkel Sigur- björnsson og Jón Nordal. Sagt er að þessi tónverk hafi verið hin á- heyrilegustu en sónata eftir Nielsen hafi aftur á móti komið illa út vegna hljómburðar, þar eð allt of mikið haft heyrzt i píanóinu miðað við fiöluna. En þau Guðný og Halldór hafi sýnt mikla hæfileika og séu þau greinilega fólk sem taka verður tillittil í framtíðinni. -DS. m---------------► Úrkiippan úr Politiken, þar sem greint er frá lofsamlegri frammistöðu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Hall- dórs Haraldssonar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.