Dagblaðið - 21.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ1979.
Keflavíkur-
sjónvarp
til óþurftar
Pétur hringdi:
Ég sá það í DB á miðvikudaginn að
pennavinur blaðsins, Geir R. Ander-
sen, leggur til að hafnar verði samn-
ingaviðræður tafarlaust um afnot
allra landsmanna af Keflavíkursjón-
varpinu.
Aumingja maðurinn! Mikið hlýtur
hann að hafa þjáðst þessi ár sem
sjónvarpið hefur verið lokað! En lok-
un sjónvarpsins var aftur á móti
okkur hinum, sem berum velferð is-
lenzkrar menningar fyrir brjósti,
mikið fagnaðarefni. Þar tókst sam-
starf manna úr öllum stjórnmála-
flokkum sem mætti verða til fyrir-
myndar á öðrum sviðum.
Það er til óþurftar að koma með
tillögu um að opna Keflavíkursjón-
varpið á ný. Það er íslendingum fyrir
beztu að hafa það Iokað. Frekar
ættum við að snúa okkur að þvi að
efla okkar íslenzka sjónvarp, fjölga
útsendingartímum og leggja niður
þetta fáránlega mánaðarleyfi í júlí.
Kxrar þakkir til Steingrims fyrir að hleypa fólki inn á vinveitingahús eftir kl. hálf-
tólf.
Þakkir til Steingríms
L.E. hringdi:
Ég vil koma á framfæri kæru
þakklæti til Steingrims Hermanns-
sonar dómsmálaráðherra fyrir að
breyta reglugerð um vínveitingahús
og leyfa að fólki sé hleypt inn eftir kl.
hálftólf. Það er til mikilla bóta og
ólíkt menningarlegra.
Viss er ég um að einn hópur manna
er sáróánægður með þessa breytingu:
dyraverðirnir. Þeir hafa fengið sitt-
hvað út úr því að loka á fólk á slaginu
klukkan hálftólf eða þá að hleypa
sérstökum vinum sínum inn eftir lok-
un.
Hvaða kröfur eru annars gerðar til
þeirra manna sem gegna störfum
dyravarða? Er nóg að þeir séu bel-
jakar? Þurfa þeir ekki að kunna al-
menna kurteisi og mannasiði?
Iþróttafréttamenn
DB kvenhatarar?
Rauðsokka skrifar:
Hvað cr ciginlega að íþróttafrétta-
mönntim þessa hlaðs? Hér cr að ljúka
íslandsmóti meistaraflokks kvenna í
knattspyrnu. I ylgjast Dagblaðsmenn
með? Nei, það virðist ekki hvarfla að
þeim.
íþróttafréttamenr. DB virðast vera
kvenhatarar. Þeir tíma ekki að eyða
einum dálksentimetra, ekki einu orði,
til að segja frá þessum áhugasömu
stelpum.
Og það er víðar en i knattspyrn-
unni sem kvenfólk þarf að víkja fyrir
körlum. Á ekki að ríkja jafnrétti?
Segið frá kvennaknattspyrnunni.
Aths. DB:
Blaðið hefur fjallað um kvenna-
knattspyrnuna nokkrum sinnum,
einkum i iaugardagsblöðum. Stað-
hæfingar bréfritara hafa því ekki við
rök að styðjast.
Trúarathöfn við innhverfa íhugun?
Siður sem gefur kennslunni
skemmtilegan
og hátíðlegan blæ
JS skrifar:
Vegna lesendabréfs frá JH i DB
sem birtist 18. júlí sl. langar mig að
koma eftirfarandi á framfæri:
Ekki get ég svarað JH því hvaða
tilgangi sú athöfn þjónar sem fram
fer við námskeið í innhverfri íhugun,
en mér hefur verið sagt af kennurum
innhverfrar ihugunar að þetta sé
gamall siður. Ég sé enga ástæðu til að.
fella hann niður þar sem hann gefur
kennslunni skemmtilegan og hátíð-
legan blæ og skaðar örugglega engan.
Ég lærði innhverfa íhugun fyrir
rúmu ári og hefur iðkun hennar haft
góð áhrif á mig bæði andlega og
líkamlega. Hún hefur veitt mér hvíld
og endurnýjun.
Innhverf íhugun er ekki trúarlegs
eðlis sem bezt sést á því að á kynn-
ingarfundi er fólki sagt að ekki skipti
máli hvaða trú það hefur eða hvort
það tilheyrir yfirleitt nokkrum trúar-
söfnuði.
Þá langar mig að lokum til að
gera athugasemd við mynd sem DB.
setti við hlið þessa bréfs. í texta
myndarinnar segir að maðurinn sé að
iðka innhverfa ihugun. Það er ekki
rétt. Innhverfa ihugun iðkar maður
sitjandi í stól í þeirri stellingu sem
manni þykir þægilegust, en kúrir sig
ekki hálfhokinn niður í glerbúri. Mig
minnir að ég hafi séð þessa mynd
áður í blöðum og þá ekki í neinu sam-
bandi við innhverfa íhugun.
GREINARGERÐ UM „TOG-
VINDUÆVINTÝRIÐ í
HAFÞÓRI” VÆNTANLEG
Bárður Hafr.teinsson og Ólafur H.
Jónsson skrifa f.h. Skiptatækni hf.:
Vegna greinar i blaði yðar sl.
laugardag með fyrirsögninni ,,Tog-
vinduævintýrið í Hafþóri verkfræði-
legur feill??” viljum við koma með
eftirfarandi athugasemd.
Við erum ekki sammála verktakan-
um, Vélaverkstæði Sigurðar Sveih-1
björnssonar hf., um að togvindurnar
skili þvi afli sem um var beðið i út-
boðslýsingu. Þar sem þetta mál er á
viðkvæmu stigi þessa dagana, vegna
fjármálalegs uppgjörs við verktak-
ann, viljum við ekki ræða þetta mál á
opinberum vettvangi að þessu sinni.
Við munum senda frá okkur greinar-.
gerð, sem skýrir málið, þegar þar að
kemur.
Nordal ekki á leid úr
Seðlabankanum
G.J. skrifar:
Það kvisaðist fyrir skömmu, að
Jóhannes Nordal, bankastjóri, hefði
beðið um 2ja ára orlof úr Seðlabanka
til að stúdera rit föðurs síns. Hug-
myndin var góð af tveim ástæðum.
Bæði er að fá nýjan mann yfir
bankann og ekki seinna vænna að
bjarga verkum Sigurðar Nordals.
Þau hafa verið undir smásjá nor-
rænufræðinga og framlag Sigurðar
til þeirrar vísindagreinar sýnzt harla
lítið. Jóhannes Nordal samdi fyrir fá-
um árum ágætt erindi um Skálholt,
nema hann hafi fengið það að láni frá
föðurnum. Stakk erindið
skemmtilega í stúf við það, sem
Jóhannes segir um peningamál, því
■að þar kennir ævinlega einhvers kon-
ar gamagauls. Á maöurinn augljós-
lega ekki heima á því sviði.
Þeir, sem þekkja Jóhannes
Nordal, vita vel, að hann er ekki á
leið úr Seðlabankanum. Uppsögn
hans var brella til þess ætluð að ýta
við ríkisstjórn, þegar hann vill fá
meiri völd og fleiri bitlinga. Stjórnin,
sem metur greiðvikni Jóhannesar við
að prenta seðla fyrir ríkiskassann og
slá lán erlendis, hljóp til og gerði
hann að formanni olíunefndar.
Já, Jóhannes Nordal fer ekki úr
Seðlabanka fyrr en hann verður
dreginn þaðan út með naglbít.
JóhannesNordalerekkiáleiðúr Seðlabankanum, segir bréfritari.
I