Dagblaðið - 21.07.1979, Side 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLI 1979.
Hæfileika-
keppnin:
Áhorfandi skrifar:
Ég fór á Hótel Sögu sl. sunnudag
en þá fór fram fjórði hluti hæfileika-
ralls Dagblaðsins og hljómsveitar
Birgis Gunnlaugssonar. Ég held ég
fari ekki aftur, þar sem mér sárnaði
hreinlega fyrir hönd unglinganna sem
þar reyndu sig þegar fullorðinn
Senunni stolið
frá unga fólkinu
maður gat fengið sig til þess að koma
með gamanmál (þaulæfð) og stela
senunni frá unga fólkinu, sem áreið-
anlega var búið að hafa mikið fyrir
og tala í sig kjark til að koma fram.
Ég neita að trúa því að einhver úr
salnum geti komið með tíu mínútna
skemmtiprógramm alveg óundirbú-
inn og flutt það án þess að stama eða
hiksta eða sýna nokkur merki um
byrjandataugaóstyrk. Enda var auð-
séð að maðurinn sem vann þetta
sunnudagskvöld var ekki að flytja
þessa brandara í fyrsta skipti.
Reyndar vil ég nota tækifærið og
óska þessum manni til hamingju með
sigurinn, ef hann hefur samvizku til
að halda 1. sætissigrinum áfram.
Eg vil líka nota tækifærið og biðja
það unga fólk, sem var svo óheppið
að vera að keppa þetta sunnudags-
kvöld, að halda áfram ótrautt á lista-
braut sinni og láta þetta „óhapp”
ekkert ásig fá.
Mývatnsrútan bara fyrír útiendinga?
Krístín Halldórsdóttir skrifar:
„Fyrirtæki nokkurt á Akureyri
hefur einkaleyft á áætlunarleiðinni
Akureyri — Mývatn — Akureyri og
fer þar daglega á milli á sumrin. Eru
bilarnir í beinu sambandi viö flugið
milli Reykjavíkur og Akureyrar, og
er þessi leið mikið notuð af útlend-
ingum, sem allir vilja sjá Mývatn og
fleiri náttúruundur á þessum slóðum.
Meðal viðkomustaða á leiðinni eru
Laugar í Reykjadal, skólastaður um
vetur og hótel um sumur. Svo lengi
sem ég man kom þessi rúta alltaf við
á Laugum í báðum leiðum og var
talsvert notuð af heimafólki þar.
Fyrir 2—3 árum brá svo við, að for-
ráðamönnum fannst þeir ekki lengur
skyldugir til að taka á sig þennan
örstutta krók heim að Laugum í
bakaleiðinni til Akureyrar, nema sér-
staklega væri um það beðið með
fyrirvara. Þeir ráðguðust ekki um
það við aðra en sjálfa sig, enda
enginn samkeppnisaðili í veginum.
Föstudaginn 13. júlí fór ég til
fundar við rútubílstjórann á þessari
leið til þess að biðja hann að koma
við á Laugum á leið sinni til Akur-
eyrar seinna um daginn til að taka
farþega. Vék.ég mér að honum, þar
sem hann stóð hálfboginn við rútuna
aö sækja eitthvað í farangursrýmið,
bauð góðan dag og bar upp erindið.
Mér til mikillar furðu var hann hinn
snúðugasti og kvaðst ekkert skyld-
ugur til að koma viö á Laugum á
bakaleiðinni. Sagðist ég þá hafa
heyrt, að komið væri þar við, ef um
það væri beðið, annars ekki. Játaði
bílstjórinn, að það væri stundum
gert, en það væri eingöngu undir
góðvild bílstjóranna komið. Hirði ég
ekki um að rekja öll okkar orða-
skipti, sem voru honum sist til sóma
og hljóta að hafa vakið furðu þeirra
fáu, sem heyrðu. Og ekki lét hann
svo lítið að líta upp frá bjástri sínu,
meðan ég gerði þessa tilraun til
að eiga við hann viðskipti.
Að lokum var farið að síga í mig,
og ég spurði með nokkurri þykkju,
hvemig væri með góðvildina hans
þennan daginn, hvort ég gæti fengið
að vita, hvort honum þóknaðist að
koma við á Laugum í bakaleiðinni
eða ekki. Dróst þá út úr honum
játandi svar. „Við þurfum hvort eð
er að koma hérna við i dag og taka
tvo farþega á hótelinu,” sagði þá
stúlka, sem hafði staðið hjá og
hlustað á orðaskipti okkar svolítið
undirfurðuleg á svip. Geri ég ráð
fyrir, að hún hafi gegnt starfi leið-
sögumannsí ferðinni.
Orð hennar staðfestu það, sem
okkur „venjulegu” fólki hefur
fundizt með þjónustuna í sambandi
við Mývatnssveitarrútuna í seinni tíð,
hún virðist nefnilega bara til fyrir út-
lendinga, og við hin megum bara
þakka fyrir, ef bílstjórarnir sýna
okkur þá „góðvild” að leyfa okkur
að sitjaí.
Ekki veit ég nafn þessa umrædda
bílstjóra, en auðvelt er fyrirforráða
menn ferðaskrifstofunnar á Akurevri
að komast að því, ef þeir kynnu að
hafa áhuga á málinu. Aumingja
maðurinn, kannski hefur veðrið farið
svona í skapið á honum. Það var
nefnilega þéttingssnjókoma á þessum
slóðum þennan morgun, föstudaginn
13. júh'.”
Aths! Dagblaðið fékk þær upplýs-
ingar hjá ráðamönnum póstmála,
sem veita sérieyfi til áætlunarferða,
að Mývatnssveitarrútan YRÐI að
koma við á hótelinu á Laugum á leið-
inni frá Reynihlið til Akureyrar, væri
þess óskað.
Að þola gagnrýni eða
Efmenn
eruekki
jákvæðir
eiga þeir
að þegja
1623—9259 skrifar:
íslendingar virðast manna við-
kvæmastir fyrir gagnrýni annarra.
Telja þeir hana oft ómaklega og sé
hún eingöngu persónuleg illkvittni i
sinn garð. Því datt mér þetta í hug
að um daginn uppgötvuðu Neytenda-
samtökin skemmda niðurlagða vöru
sem vitaskuld var gagnrýnd opinber-
lega. öll fyrirtækin sem þarna áttu
hlut að máh uröu ókvæða við og eitt
fyrirtæki sem þó átti ekkert af þeirri
vöru sem gagnrýnd var, hyggstfara i
mál vegna þessarar gagnrýni.
Forstöðumenn fyrirtækjanna
segja, afar sárir að ekkert hafi verið
talað um það öh þessi ár hvað fyrir-
tækin gerðu vel. Miklu nær væri að
ræða um það en þó einu sinni fari
miður.
Þetta er mjög hkur hugsunar-
háttur þeim sem menn virðast
almennt hafa hér á landi. Að ef ekki
sé hægt að tala vel um hlutinn á
opinberum vettvangi eigl ahs ekki að
tala um hann. Ef menn geta ekki
verið jákvæðir eigi þeir að þegja.
Hvílíkur lífsmisskilningur. Fyrir-
tæki og fólk eiga auðvitað hrós skilið
fyrir það sem vel er gert. En
miklu frekar eiga þau skilið gagnrýni
fyrir það sem miður fer. Því ef
menn þegja við því sér auðvitað
enginn ástæðu til bóta heldur drabb-
ast allt niður. Þvi eiga fyrirtæki jafnt
sem einstakhngar að venja sig á að
þola réttmæta gagnrýni og enginn efi
er á að hún er réttmæt í þessu tilfelli.
Raddir
lesenda
„Staðreyndin er sú,” segir bréfritari „að samningamenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags tefldu svo illa og klaufalega
að þeir hreinlega færðu Ölafi forsætisráðherrastólinn á silfurfati.”
Skynsemiii sigraði í kosn-
ingunum
S. S. skrifar:
Mikið hefur verið hamrað á því af
andstæðingum núverandi ríkisstjóm-
ar að sigurvegarar síðustu alþingis-
kosninga hafi svikið kosningalof-
orðið „samningana í gildi”. Rétt er
að Alþýöubandalagiö hélt þessu
mikið á lofti í kosningabaráttunni en
öðru máh gegnir um Alþýðuflokk-
inn. Alþýðuflokkurinn hélt því fram i
kosningabaráttunni að við værum
þjóð i vanda og þjóðin þyrfti að taka
á sig byrðar til að brjótast út úr þeim
efnahagsvanda, sem þáverandi stjórn
var búin að setja þjóöina í. Flokkur-
inn hélt því einnig fram að afnema
bæri tekjuskatt af almennum launa-
tekjum og að launajöfnuöur yrði
tryggður. Getur nokkur haldið því
fram í alvöru að hægt hafi verið að
standa við shk fyrirheit ef samning-
arnir hefðu verið settir í gildi upp
ahan launastigann?
Gert eftir
kosningar
Eins og öhum er í fersku minni
varð Framsóknarflokkurinn fyrir
verulegu áfalh í kosningunum en
Alþýðuflokkurinn vann mikinn sigur
og Alþýðubandalagiö vann einnig á.
Nú var komið að Alþýðubandalaginu
að auka þjóðartekjumar og að láta
herinn fara, Framsóknarflokknum
að hlíta þeim dómi, sem kosning-
—en refsskapurinn í eftiiieiknum
arnar sýndu og Alþýðuflokknum að
fara eftir þeim bendingum sem kjós-
endur gáfu. Þegar Alþýðuflokkurinn
var síöast í stjórnarandstöðu, gagn-
rýndi hann fyrst og fremst harðlega
stefnu þáverandi stjómar í efnahags-
málum, orkumálum, dómsmálum og
landbúnaðarmálum. Kosningaúrslit-
in verður þvi aö túlka þannig, að
kjósendur hafi ætlað Alþýðuflokkn-
um að hafa með höndum stjómun
þessara málaflokka. Þegar rikis-
stjórnin var mynduð í lok ágúst var
bendingunum og dómi kosninganna
hlýtt þannig, að Framsóknarflokkur-
inn fékk fjármála- dómsmála- og
landbúnaðarráöuneyti, en Alþýðu-
bandalagið orkumáhn. Margir héldu
því fram, að Ólafur Jóhannesson
hefði teflt svo viturlega og af svo
mikilli kænsku, að þess vegna hafi
hann orðið forsætisráðherra þessarar
ríkisstjómar. Staðreyndin er hins
vegar sú, að samningamenn Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags tefldu
svo illa og klaufalega, að þeir hrein-
lega færðu Ólafi forsætisráðherra-
stóhnn á silfurfati. Ólafur Jóhannes-
son hefur sennhega verið að draga
réttar ályktanir af kosningaúrslitun-
um þegar hann ákvað að gefa kost á
sér í þetta embætti. Er að undra þó
menn hafi haft á orði að skynsemin
hafi sigrað í kosningunum en
refskapurinn í eftirleiknum?
Þrátt fyrir að fulltrúarnir fyrir hið
nýja kerfi, hafi orðið undir i eftirleik
kosninganna, tókst þeim að koma
mörgum góðum málum til leiðar á
þingi í vetur. Ber þá helzt að nefna
efnahagstillögurnar sem Alþýðu-
flokkurinn lagði fram í desember. Að
vísu fór svo að ekki fékkst viður-
kenning á hehdarstefnunni vegna
skemmdarvarganna (kommúnist-
anna) í Alþýðubandalaginu (Lúðvík
boðaði þó gerbreytta stefnu í efna-
hagsmálum fyrir kosningar). Einnig
var það mikið afrek hjá fulltrúum
nýja kerfisins að hafa forgöngu um
að koma í veg fyrir að Framsóknar-
flokknum tækist aö sækja 3. mUlj-
arða kr. í vasa skattborgaranna til
handa bændum. í fjárlögum 1979
eru áætlaðir um 30 mihjarðar kr.
vegna útflutningsuppbóta og niður-
greiðslna á landbúnaðarafurðum. Til
samanburðar má geta þess að
útflutningsverðmæti vetrarloðnu-
veiðanna sl. vetur voru um 30 millj-
arðar kr. M.ö.o. — það þarf heila
loðnuvertíð tU að standa undir niöur-
greiðslum og útflutningsuppbótum á
landbúiiaðarafurðum. Vonandi tekst
fulltrúum hins nýja kerfis að koma á
„gerbreyttri landbúnaðarstefnu” —
það er svo sannarlega kominn tími
til. Afrek fulltrúa hins nýja kerfis
ætla ég ekki að tíunda frekar að sinni
en minni á að það er til mikUs af þeim
ætlazt.
Spurning
Tókst þú þátt í ein-
hverri þeirra að-
gerða sem samtök
bifreiðaeigenda
stóðu fyrir síðustu
daga?
Guðjón Andrésson trésmiður: Ég hef
ekkert gert af þvi og tel það ekki hafa
neina þýðingu.
Steinunn Baldursdóttir hjá Hampiðj-
unni: Já, ég fór út I bil og flautaði.
Guðrún Jónsdóttir hjá Hampiðjunni:
Ég fór út í bíl og „bíbbaði.”
Ásmundur Ingason, starfar ekld sem
stendur: Nei, það hef ég ekki gert.
rmn w* ■
Guðbjartur Guðmundsson bifreiðar-
stjóri, Hreyfli: Nei, en var þó stððv-
aður í tvær minúturnar, reyndar á
stæði.
Karl Þórðarson bifreiðarstjóri,
Hreyfli: Nei, ég var á stöðinni þegar
tveggja minútna stanzið var. Ég vil þó
taka fram aö ég er meðmæltur þessum
mótmælaaðgeröum.