Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 7

Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979. 7 Nánastakkorðsvinna hjá hafnarverkamönnum ogsífelld taugaspenna Keppzt við tímann 1 Sundahöfn. Fjórir kranar á bryggju og skipskraninn á fullu. DB-mynd S. í gær unnu hafnarverkamenn Eimskips nánast í akkorðsvinnu við losun úr Mánafossi. Leit svo út um há- degisbilið að skipið myndi sigla út kl. 6 með þær vörur sem eftir yrðu þá í því og það hafði flutt til landisns. Ástæða til brottsiglingar í gær mun hafa verið sú að ekkert er hægt að vinna við skipin eftir kl. 5 á daginn og um helgar vegna yfirvinnubanns farmanna. Þótti innflytjanda er samband hafði við DB hart að á sama tima og Eimskip færi fram á 30% hækkun farmgjalda væri hugsanlegt að vörur til fslands færu aukaferð út og innflytjandi sem ætu slíkar vörur gæti átt á hættu að hærra flutningsgjald yrði komið á í næstu gerð. Við fylgdumst með afskipun úr Mánafossi um stund í gær. Allt var á stampi við skipshlið, fjórir kranar úr landi og krani skipsins voru á fullu. Á fimmta tímanum leit svo út sem losun myndi klárast fyrir fimm, en tæpt stóðu málin. Skipið fer til Hamborgar og Felixstove og fer utan nánast tómt, því vegna brottfararinnar var ekki unnt að skipa út í það þeim vörum er út- flutnings bíða, m.a. saltfiski í skemmu í Sundahöfn. Bíður hann næsta skips. Einungis voru settir í skipið nokkrir tómir gámar, sem á bryggjunni stóðu. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips vildi ekki ræða þessi mál í gær, taldi að uppskipun myndi ljúka á tilsettum tíma og engar vörur fara utan aftur. „En yfirvinnubann farmanna hefur valdið okkur alls kyns röskun,” var allt sem hann hafði að segja. Meðan þessu fór fram var ekkert unnið við leiguskip er lá skammt frá. Eftir kl. 5 snúa hafnarverkamenn sér að þvi og ráðgert var að vinna við það til kl. 10. -ASt. Hæf ileikakeppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: Boðið upp á f rumsamda Yf irvinnubann farmanna veldur erfiðleikum: Mjótt á munum að innf luttar vörur færu aftur utan Flóttafólk ffá Vfetnam. Flóttamenn hingað í ágústlok HEILAR FJÖLSKYLDUR - ÞVERSNIÐ AF ÞJÓDFÉLAGINU Von er á hópi flóttamanna frá Vietnam hingað til lands í ágústlok. Farið hefur verið fram á að hingað komi hópur sem sé eins konar þversnið úr þjóðfélaginu eða um heilar fjöl- skyldur sé að ræða. Aldur, fötlun eða sjúkdómar eiga ekki að hafa nein áhrif á möguleika þessa fólks til að koma hingað. Það er Rauði kross íslandssemskipu- leggur komu flóttafólksins. Mun verða höfð samvinna við Dani við undir- búninginn og í sambandi við nám- skeiðahald fyrir fólkið er það er komið til landsins. í ágústlok mun farið til Malasíu þar sem ísland verður kynnt flóttafólkinu og valið úr þeim sem hingað munu vilja koma. Að því loknu verður hópurinn fluttur beint hingað. Er hingað kemur verður fólkinu komið fyrir á einum stað, ekki vitað hverjum, og þar fer það á námskeið. Eftir að það hefur vanizt loftslagi og umhverfi verður síðan hugað að framtiðarbúsetu. -DS. Bráðabirgðalögin komin Hækkun olíustyrkja á næstu vikum Margumrædd bráðabirgðalög vegna oliuverðhækkunar komu fram í gær. Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn eða afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram, skal fisk- kaupandi eða móttakandi greiða ’út- gerðarmanni eða útgerðarfyrirtæki olíugjald sem nemur 15 prósent miðað við fiskverð. Hið sama gildir þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til löndunar í innlendri höfn. Af olíugjaldi þessu skulu 3 prósent koma til hlutaskipta og aflaverðlauna. Þá er fjármálaráðherra heimilað að ábyrgjast skuldbreytingalán, sem viðskiptabankar i eigu ríkisins veita olíufélögunum vegna halla sem myndazt hefur fram til 20. júlí og sem myndast kann fram til 1. október. Ábyrgðin getur orðið allt að 2800 milljónir króna. Verðlagning á olíu eftir 1. október á að verða við það miðuð að hún sé seld á fullu kostnaðarverði og halli myndist ekki. Ríkisstjórnin stefnir að því að hækkun olíuverðs leiði ekki til hækk- unar á upphitunarkostnaði heimila. Hækkun olíustyrkja í samræmi við það á að koma til framkvæmda á næstu vikum í tengslum við aðgerðir í ríkis- fjármálum almennt. Jafnframt verða teknar ul endur- skoðunar leiðir til jöfnunar á upp- hitunarkostnaði. -HH tónlist, gítarleik og söng — Ragnhildur Gísladóttir, söngkona, velur danstónlist kvöldsins — JSB-f lokkurinn sýnir dansa úr ýmsum áttum Fimmti hluti hæfileikaralls Dag- blaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar einkennist af frum- saminni tónlist, söng og gítarspili. AUir |írír keppendur kvöldsins bjóða upp á slík atriði. Að vanda verður ýmislegt fleira að gerast í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudagskvöldið. Keppendur úr fyrri hluta rallsins líta við, Dansflokkur JSB sýnir og lagaeinvaldurinn sér um dans- tónlistina. Keppendur fimmta hlutans koma viða að. Guðbjörn Elíasson frá Reykjavik mætir með gítarinn sinn og syngur nokkur lög. Það sama gerir Guðmundur Hreinsson frá Keflavík. Loks kemur fram Geir Björnsson frá Höfn í Homafirði og flytur frumsamda tónlist. Geir tók þátt i öðrum hluta hæfileikakeppninnar, sem síðar var dæmd ógild. Honum og keppinaut hans, Braga Henningssyni, var boðið að keppa aftur og þáðu þeir það báðir. Sigurvegarinn frásíðasta sunnudags- kvöldi, Elís Adolphsson, ætlar að koma fram aftur og láta ljós sitt skína. Þátttöku Elísar bar brátt að, því að fyrirhugaður keppandi lét ekki sjá sig. Birgir Gunnlaugsson rallstjóri auglýsti þá eftir hæfileikafólki út úr sal og gaf Elís sig þá fram, tróð upp og sigraði. Þá ætlar Haraldur Gunnar Hjálmarsson, keppandi frá þriðja hluta rallsins, að koma og syngja nokkur lög. Haraldur tók þátt i rallinu með engum fyrirvara líktogElís. Haraldur Gunnar Hjálmarsson frá Keflavik tók óvænt þátt i þriðja hluta hæfileikakeppninnar og lenti i ööru sæti. Hann ætlar að koma fram að nýju annað kvöld og leika og syngja nokkur lög eftir sjálfan sig. Lagaeinvaldurinn að þessu sinni verður Ragnhildur Gisladóttir, söngkona. hin næstsiðasta í fyrri hlutanum. Hlé 8É. verður gert sunnudagana 5. og 12. R. ' ágúst. Næstu i'jóra sunnudagana þar á eftir verður síöan keppt á fullu. Úrslita- 9^-' keppnin fer síðan fram sunnudags- IT ^ kvöldið 23. september. Talsven hefur I verið spurzt fyrir um lokakvöldið og ■ ■ fólk viljað tryggja sér miða á það. | .--iBifl Miðasala hefst hins vegar ekki fyrr en í byrjun september. Aðstandendur hæfileikakeppninnar hafa ákveðið ísamráðivið forráðamenn Hótels Sögu að gefa fólki kost á að panta sér borð fyrir sunnudagskvöldið á laugardag. Þetta er gert vegna hinnar miklu aðsóknar, sem reyndar hefur farið stöðugt vaxandi allt frá fyrsta kvöldi. Siðast troðfylltist salurinn svo hressilega að atkvæðaseðlar nægðu ekki handa öUum. Því hefur- nú verið kippt í lag og ættu allir sem vilja að geta greitt keppendum atkvæði annað kvöld. Eftir fjóra fyrstu hluta hæfileika- keppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar er óhætt að fuUyrða að keppnin hefur fyUUega sannað gildi sitt. Fólk hefur sýnt henni mikinn áhuga og nokkur atriði hafa komið fram sem fullboðleg eru á al- mennan markað. Að öðrum keppend- um ólöstuðum má nefna Evelyn Adolfsdóttur og Kolbrúnu Svein- bjömsdóttur frá Grindavík. Þær geta komiö öllum, ungum jafnt sem öldn- um, í gott skap með gálgahúmor sínum. Þá er söngkonan Guðlaug Helga Ingadóttir mjög frambærUeg. En það eru gestir hæfileikarallsins sem dæma um gæði keppenda en ekki aðstandendur hennar. Sjáumst á Sögu á sunnudagskvöldið...... -ÁT- kvöldi, EUs Adolphsson, ætlar að koma fram að nýju annað kröld og skemmta áhorfendum. Dansflokkur JSB ætlar að skemmta að þessu sinni með dönsum úr ýmsum áttum. Þar á meðal sýnir flokkurinn atriði sem hann samdi til heiðurs stjórnanda síns, Báru Magnúsdóttur, sem kemur heim frá útlöndum stuttu áður en skemmtunin hefst. Og þá má ekki gleyma lagaeinvaldinum. Sá er að þessu sinni Ragnhildur Gísladóttir söngkona. Hún hefur á undanfömum árum getið sér gott orð, fyrst með Lummunum og síðar Brunaliðinu og ýmsum öðrum. Hæfileikakeppnin annaö kvöld er Hvalfriðunarmenn skora á fólk að skrrfa Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra „Ekkert borizt nýtt afslíkum bréfum" „Nei, Ólafur hefur ekki fengið nein bréf um hvalafriðun núna síð- ustu vikumar," sagði Bjöm Bjarna- son skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu,- Svaraði hann þannig spurningu ÐB um það hvort forsætis- ráðherra hefði fengið eitthvað af bréfum sem andsvar við auglýsingu í nýlegu hefti bandaríska tímaritsins Time. Auglýsingin var frá Animal Welfare Institute í Wasington og er í henni skorað á menn að skrifa Ólafi eða Oddvar Nordli forsætisráðherra Norðmanna og biðja þá að þyrma hvölum. „Ólafur fékk á tímabili nokkuð af bréfum frá Bretlandi um þetta mál. Voru þau til komin vegna skrifa I blaðinu Guardian og fleiri brezkra blaöa. En við höfum sem sagt ekki fengið nein nýbréf,” sagði Bjöm.DS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.