Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 10

Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979. WBIABIÐ frfálst, óháð dagblai Utgttfandi: Dagbtaöið hf. FramkvaBmdastjöii: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Knstjánsson. Rhstjómarfutttrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri rítstjóman Jóhannes Reykdal. Fróttastjórí: Ómar íþrótdn HaHur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoóarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Asgrímur Pálsson. ðtaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Slgurður Svemsson. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Hilmar Karísson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlerfur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th Sigurösson, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjóri: Ingvor Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Haildórsson. Ritstjóm Siðumúia 12. Afgreiðsla, áskrHtadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aðalslmi blaðsinser 27022 (10 ttnur). Setning og umbrot Dagblaðiö hf., Siöumúla 12. Mynda og plötugerð:'Hilmir hf., Siöumúla 12. Prentun* Árvakur hf., SkeHunni 10. Verö I lausasöki: 180 krónur. Verö I áskríft innanlands: 3500 krónur. Gengiðerfallió „Lúðvískan” beið lægri hlut í með- ferð ríkisstjórnarinnar á olíumálunum. Ríkisstjórnin hefur valið mun skárri leið, eftir því sem virtist i gær. Þó er sú leið, sem stjórnin valdi, hvergi nærri nógu góð. Alþýðubandalagið stóð í margai vikur á tillögum sínum um sérstakan niðurgreiðslusjóð á olíuverði, sem nýtt innflutningsgjald stæði undir. Framsókn gaf þessari stefnu undir fótinn en vildi ganga lengra í skattheimtu og fylla í Ieiðinni upp í fimm milljarða gat á ríkissjóði. Þarna var í uppsiglingu stórhættuleg millifærsluleið, sem hefði verið alger bráðabirgða „redding”. Með þessu hefði verið innleiddur nýr skattur. Reynslan kennir landsmönnum, að flestir slíkir skattar festast, þótt þeir séu kallaðir bráðabirgðaskattar í byrjun. Hlutur hins opinbera af tekjum landsmanna, sem nálgast að vera 47 prósent, hefði tekið stökkog við hefðum enn nálgazt þau ríki, sem eiga heimsmet.í skattpíningu. Ráðherrar Alþýðubandalagsins gáfust upp á þessari stefnu, þegar hún fékk ekki nægan hljómgrunn. Þá bar Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra fram mun skárri tillögur. Samkvæmt þeim skyldi útgerðin taka á sig verðhækkun á gasolíu upp i 130 krónur á lítra, en hlutur hennar bættur með hækkun olíugjalds. Raunverulegt kostnaðarverð lítra af gasolíu var þá komið yfir 155 krónur. Sjávarútvegsráðherra var þannig hálfur inn á millifærsluleiðinni. Betri voru til- lögur, sem síðan komu fram frá Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Hjörleifi Guttormssyni iðnaðar- ráðherra um hækkun verðsins, sem útgerðin greiddi, í 147 krónur. Þær tillögur fólu í sér mun minni milli- færslu. Millifærsluleiðin er þjóðarbúinu til tjóns. Verzlunar- ráð hitti naglann á höfuðið, þegar það sagði um þetta atriði: ,,Öllum er ljóst, að sú gífurlega hækkun, sem orðið hefur á olíu, skapar íslenzku þjóðfélagi mikinn vanda, sem þarf aðleysa með orkusparnaði og aukinni framleiðslu og frekari nýtingu á innlendri orku. Almenn millifærsla og niðurgreiðsla orkuverðs er eng- in lausn á þessu máli en felur vandann um stund og eykur hann til lengri tíma litið. ” Við ákvörðun fískverðs 1. júní hét ríkisstjórnin út- gerðinni, að henni yrði bætt, ef olíuverð til hennar yrði hækkað. Slíkt loforð var skammtímavermir, enn ein af hinum „klassísku” aðferðum íslenzkra ríkisstjórna til að fela vandann og fresta honum um stund. Nú kom að skuldadögum. Að sjálfsögðu verður að viðurkenna, að gengi krón- unnar er þegar fallið vegnagífurlegrahækkana á olíu- verði. Réttast væri að leiðrétta þessa skekkju nú þegar með því að útgerðarmenn, sjómenn og fiskvinnslan semji um þá hækkun fískverðs, sem nauðsynleg er, til þess að útgerðin geti borið hækkun olíuverðsins. Gengi krónunnar verði síðan fellt nægilega til að halda fisk- vinnslunni gangandi eftir h'ækkun fiskverðs. Við það yrði stoðum einnig rennt undir iðnaðinn, sem berst í bökkum. Ríkisstjórnin hefur samkvæmt fréttum síðustu daga lagfært tillögur sjávarútvegsráðherra og farið nokkru hærra með olíuverðið en hann ætlaði. Gengi verður þá r’ellt um nálægt 8 prósent. En aðgerðirnar skilja eftir- margra milljarða gat og bera alltof mikinn svip af millifærslu. Tékkóslóvakía: v V Tíu Charta 77 samtakaima hand- tekniríPrag —yfirvöld vilja ganga milli bols og höfuðs á mannréttindahreyf ingunni Tékknesk yfirvöld hafa látiö hand- taka tíu forustumenn mannréttinda- samtakanna Charta 77. Að sögn andófsafla í Prag og einnig í Vínar- borg hafa tékkneskir ráöamenn fullan hug á þvi að ganga á milli bols og höfuðs á samtökunum í eitt skipti fyrir öU. Mun ætlunin vera að halda viðamikil réttarhöld. Hefjast þau væntanlega í byrjun næsta mánaðar og verða að sögn þau mestu sinnar tegundar í Austur-Evrópu í áravís. Meðal þeirra sem ákærðir eru fyrir tilraunir tilað steypa tékkneska rikinu er Vaclav Havel, þekktur leikrita- höfundur, Jiri Diensbier, áberandi talsmaður Charta 77 samtakanna, og Peter Uhl, hagfræðingur. AlUr eiga þeir yfir höfði sér allt að tíu árá fangelsi verði þeir fundnir sekir. Tveim dögum áður en Peter Uhl var handtekinn hafði hann ásamt fjórum öðrum löndum sínum birt dreifibréf þar sem efnahagsstefna ríkisstjómarinnar var harðlega gagnrýnd. Einnig komu fram í bréf- inu ásakanir um spUUngu í stjórn- kerfinu tékkneska. Var þetta dreifi- bréf í flokki nokkurra slíkra sem meðUmir samtakanna Charta 77 hafa sent frá sér á undanförnum mánuðum. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að þeir (tékknesk stjómvöld) ætla að brjóta Charta 77 hreyfing- una niður til grunna,” sagði Zdenek Mlynar, tékkneskur útlagi í Vínar- borg. Hann var á sinni tíð einn aðal- hugmyndafræðingurinn á bak við endurbótatUraunir í stjórnarháttum Tékkóslóvakíu á ámnum 1967 og 1968. „Þeim mun aftur á móti ekki takast þetta ætlunarverk sitt,” sagði Mlynar ennfremur. ,,Þó getur verið, að takast megi að trufla daglega starfsemi í einhverjum mæU, auk þess sem eitthvert fólk verður að lík- indum hrætt frá því að starfa fyrir Charta77.” AlUr tímenningarnir, sem hand- teknir hafa verið, síðustu vikur eru starfandi í sérstökum hópi innan Charta 77. Nefnist hann Nefndin til varnar þeim sem dæmdir hafa verið á röngum forsendum. Ekki liðu þó nema nokkrir dagar frá því að Afköst íslenska bóndans með því besta í Evrópu Tvær „konur” úr vesturbænum hafa sest að á Austfjörðum. önnur er á móti framsókn, en hin er á móti öllu nema sjálfri sér. Þær eru hættar að skrifa i Velvakanda, en í þess stað senda þær pistla í Dagblaðið. Enginn verulegur munur er á rithætti né skoðunum þeirra eftir að þær yfir- gáfu vesturbæinn og Velvakanda. Ekki hefur Austfirðingum tekist að milda skap þeirra, því er Dagblaðið þeirra haldreipi í lífsbaráttunni, sem er fyrst og fremst að vera á móti íslenskri framleiðslu. Ætli þeir þjáningabræður Reynir Hugason og Jónas Bjarnason hefðu ekki gott af að flytjast til þeirra austur á land. Þeir líkjast þeim úr vesturbænum, að minnsta kosti komast þeir í góðan félagsskap, fyrir það er nokkuð gefandi. Hvers vegna þarf útflutningsbætur? Þeir sem skrifað hafa um út- flutningsbætur á landbúnaðarafurð- um, hafa viljandi reynt að koma því inn hjá lesendum að framleiðslu- kostnaður sé það hár hér á landi, að það sé óhugsandi að framleiða til út- flutnings nema greiða verulegan hluta framleiðslukostnaðarins úr ríkissjóði. Þvi er haldið fram að íslenskir bændur geti ekki framleitt búfjárafurðir nema með mun meiri tilkostnaði en bændur annarra þjóða. Þetta er ekki rétt. Afköst íslenska bóndans eru með því besta, sem gerist. Ef hliðstæð skilyrði væru hér og hjá bændum í nágrannalönd- um okkar hvað varðar verð á aðföng- um, vextir af lánum og greiðsluhraði fyrir afurðir sá sami, þá væri fram- leiðslukostnaður svipaður og annars staðar gerist hjá háþróuðum land- búnaðarþjóðum. Með álíka fyrirgreiðslu og verði aðfanga, ættu íslenskir bændur að geta framleitt til útflutnings, dilka- kjöt og ýmsar mjólkurafurðir án út- flutningsbóta, ef verðlagning í milli- ríkjaviðskiptum væri eins og á flest- um öðrum vörum. Því miður er það ekki í dag og óvist hvenær breytist til batnaðar. Það er eins og aðrar þjóðir, sem flytja út landbúnaðar- afurðir hafi sætt sig við ástandið, þvi illa hefur gengið að semja um breytta stefnu. Að visu hafa tekist samningar milli nokkurra landa um tollívilnanir og hærra verð á einstaka afurðum en hið svokallaða heimsmarkaðsverð býður upp á. Finnar hafa t.d. gert Kjallarinn Agnar Guðnason viðskiptasamning við Portúgal og Austurriki, þar sem þeir kaupa ákveðnar vörur frá þessum löndum, en í staðinn kaupa þau búfjárafurðir frá Finnlandi. Norðmenn kaupa af okkur dilkakjöt á verði, sem er nokkru hærra en heimsmarkaðsverð- ið. En greiða þó mun lægra verð en

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.