Dagblaðið - 21.07.1979, Qupperneq 24
í GEGN í SVÍÞJÓÐ
Sæmileg
grásleppu-
vertíðá
Ströndum
Risnesið lestað fyrsta kisiljárninu frá
Grundartanga.
Fyrsta kísil-
jámið til
Þýzkalands
Fyrsti farmur kísiljárns frá Járn-
blendiverksmiðjunni á Grundartanga
er nú á leiðinni til Þýzkalands. Eim-
skipafélagið hefur tekið að sér að flytja
allt kísiljárn sem framleitt verður á
þessu ári og hinu næsta, og verður
járnið flutt til Póllands og Bretlands
auk Þýzkalands. Skipin taka í baka-
leiðinni kol og koks í verksmiðjuna.
Skipin Grundarfoss og Rísnes, sem
er í leigu hjá Eimskip, munu sjá um
flutningana.
-DS.
Fiskur er nú genginn á grunnmið
Strandamanna þrátt fyrir mikinn
kulda. Er það allmiklu seinna en í
venjulegu árferði.
Ámesbúar stunduðu grá-
sleppuveiðar í vor og sumar og eru
nýbúnir að taka upp grásleppunet sin.
Veiðin er sæmileg hjá þeim, sem gátu
stundað þær af kappi og sízt minni en í
fyrra.
Grásleppuveiðitímabilið var fram-
lengt hjá Strandamönnum og víðar
fram í miðjan júlí vegna íssins í vor.
Það bar tii síðustu dagana að 30—40
selir veiddust í netin og hafa verið sel-
kjötsveizlur víða hjá Strandamönnum.
-ASt/Regína, Gjögri.
íslenzki vísnasönghópurinn,
Muska Nost-a, sló í gegn á vísna-
hátið, er haldin var í Vástervik í Sví-
þjoð daj: jiia 9—12. júli sl. í visna-
sönghópnum eru Gísli Helgason,
Guðmundur Árnason og Hanne
Juul.
Þessi tónlistarhátíð í Vástervik
þykir mesti viðburður á þessu sviði á
Norðurlöndum og er haldin ár hvert.
Hátiðargestir voru á sjöunda þúsund,
cn Vils'ers iV er bær á austurströnd
Svíþjóðai Fyrirkomulagið er þannig
cjs, ucjðið e, li.egu.siu lonlistarmönn-
um Svía, auk þess sem þekktir
erlendir gestir sækja hátiðina heim.
Þá er á hverju ári nokkrum
óþekktum listamönnum gefinn
kostur á að koma fram á hátíðinni,
tveimur til þremur aðilum hvert
kvöld og úr þeim hópi velja áheyr-
endur síðan bezta atriði hvers kvölds.
Siðasta kvöldið velur síðan dóm-
nefnd, sem skipuð er einum fulltrúa
úr hópi atvinnulistamanna, einum úr
hópi blaðamanna, einum af forsvars-
mönnum hátíðarinnar og loks einum
úr hópi áhorfenda, þann einstakling
eða hóp óþekktra listamanna, sem
bezt þykir hafa staðið sig.
Þessi heiður féll í ár i skaut Musica
Nostra og námu verðlaunin 2000
sænskum kr. Vísnahátíðin og þáttur
Musica Nostra hefur vakið töluverða
athygli í Svíþjóð og er Musica Nostra
þar lofsamlega getið. Eftirsótt er að
fá að koma fram á þessari hátið og
éerir það hlut íslendinganna enn
stærri.
-H.
Golfklúbburinn Keilir:
Tveirfóru
holu íhöggi
Sveinn Sigurbergsson fór í gær holu í
höggi á meistaramóti Golfklúbbsins
Keilis á 7. braut á Hvaleyrarholti, sem
er 172 metra löng. Daginn áður hafði
Sæmundur Knútsson einnig farið holu i
höggi á þessari sömu braut.
Það er óskadraumur hvers golfleik-
ara að fara holu í höggi og heyrir til al-
gjörra undantekninga, að slikt gerist
tvívegis á einu og sama mótinu og það á
sömu brautinni.
Eftir annan daginn (36 holur) hafði
Júlíus Júliusson forystu í meistaramóti
með 158 högg. -GAJ-
Islándsk sánggrupp blev
suecé pá regnig festíval
Helgav-ut:.
Gudstundt.' ArnKvoc
ocl: Maaneiuul *at
df>: úrijí
fr-.livalkvailíns siura
>!>vfrr»sini8jí,
CrKpfotn '^jordr nt
roj ekci fint
frrtmtritdaxdf <!3r >»»
hilázdr tradtiiuiitlfci
isládska súxgci pá rtl
t <>cH ká<isK>lr))ll
t góða veðrínu 1 gær bar það til tfðinda að Tunguvegi 32 I Reykjavík að vatna-
skjaldbakan Salka Valka varð léttarí. Þvi miður hafði hún ekki átt samneyti við
sterkara kynið og þvf voru eggin hennar, átta að tölu, ófrjó.En Salka Valka fylgdi
hefð ættarinnar og gróf eggin meistaralega á grasflötinni heima.
1 hópi þeirra sem sóttu Sölku Völku heim, þegar tfðindin spurðust út, var land-
skjaldbakan Jónatan, sem býr I næsta húsi, og yngismærin Lovísa Dagmar, sem lika
er nágranni.
t hópi gesta voru Ifka blaðamenn DB og það var Árni Páll sem tók þessa mynd af
Sölku, Jónatan og Lovísu.
GM.
,Þjódnýting" steypustöðva:
EÐULEGUR HLUTUR
EÐA K0MMAVINDUR?
— skiptar skoðanir forsvarsmanna sveitarfélaga um sameiginlegan rekstur sveitarfélaga á steypustöð
„Hugmyndir um sameiginlegan
rekstur sveitarfélga á steypustöð hafa
ekkert komið til kasta borgarstjómar
Reykjavíkur og því á engan hátt
verið kannaðar gaumgæfilega þar,”
sagði Sigurjón Pétursson, forseti
borgarstjómar, í samtali við DB í
gaer.
Hann sagði aftur á móti að sjálfur
hefði hann ávallt talið það vera rétta
stefnu, til dæmis þegar Reykjavíkur-
borg hóf rekstur malbikunarstöðvar
á eigin vegum. Eðlilegt væri að slík
þjónustufyrirtæki og fleiri þjónustu-
fyrirtæki, sem væru notuð af öllum
þorra borgarbúa, væm í eigu sam-
félagsins eða borgarbúa allra.
Unnið er að könnun hugmynda um
opinberan rekstur steypustöðva á
vegum Alþýðubandalagsráðherr-
anna, Hjörleifs Guttormssonar og
Svavars Gestssonar, eins og fram
komí DBÍgær.
Magnús Erlendsson, forseti
bæjarstjórnar Seltjarnamess, var á
öndverðri skoðun.
„Þetta kemur mér ekki á óvart úr
þessari átt,” sagði Magnús þegar
rætt var við hann um þessi mál.
„Þegar eyðileggingarvindarnir
blása úr austri og lénsherrar
kommúnista ráða ferðinni, samanber
Svavar Gestsson og kompaní. Bæjar-
yfirvöld á Seltjamarnesi munu ekki
vera til viðtals um þessar hugmyndir.
Og fyrstu skóflustungu Sovét-íslands
verða þessir herrar að taka á öðrum
stað en hjá okkur,” sagði Magnús
Erlendsson að lokum.
Skúli Sigurgrímsson forseti bæjar-
stjómar Kópavogs sagði að hug-
myndir um sameiginlegan rekstur
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu á steypustöð hefðu ekkert
verið ræddar í bæjarstjóm hjá þeim.
Sagðist Skúli ekkert vilja segja um
þessa hugmynd á þessu stigi.
-ÓG.
VÍSNASÖNGHÓPURINN
MUSICA NOSTRA SLÓ
frýálst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR‘21. JÍJLÍ 1979.