Dagblaðið - 15.09.1979, Side 6

Dagblaðið - 15.09.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979. Velkomin til Akureyrar • GÓÐ GISTIHERBERGI. • GÓÐAR VEITINGASTOFUR. • NÆG BÍLASTÆÐI. HÖTEL VARÐBORG, Geislagötu 7, Akureyri. Tel: 96-22600 Box 337 Seljendur fasteigna! Okkur vantar allar gerðir og stærðir á söluskrá. Höfum fjársterka kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum. Ennfremur vantar strax einbýlis- hús, raðhús eða vandaða 4—5 herb. íbúð á góðum stað í borginni. Höfum kaupendur að íbúðum í Hafnarfirði Fasteignasalan Laugavegi 18A Sími 17374 - Heimasími 31593. Prófessor Morten Lange heldur fyrir- lestur: „Svampe, farlige og ufarlige" sunnudag 16. sept. kl. 16.00. Sœnski vísnahöfundurinn og -söngvarinn ALF HAMBE skemmtir með vísnasöng þriðjudag- inn 18. sept. kl. 20.30. A ðgöngumiðar í kaffistofu og við innganginn. NORRÆNA HÚSIÐ Er hrtinn í lagi Er loftræstikerfið í lagi Er geislahhunin í lagi Er thermostatið í lagi | Ef ekki — þá leitið til okkar, sérhœfðra manna í stýribúnaði loftræstikerfa og hita- stillitækja, sjáum um uppsetningu, viðgerðir og stillingar. Sala á öllum tækjabúnaði. Förum hvert á landsemer. s -T---T--Jr _ líi Loftrnstikarfi Kkikkuthwmoatat Thermostat RAFSTÝRING HF. Undargötu 30, simi 10560 Heimasimar: 72695og38209 .Geymið auglýsinguna Mótortokar FELLA MÁni 520 HREINDÝR í HAUST Stór og feit sfld á Skagafirði: SJÓRINN SVARTUR AF SÍLD FYRIR NORDAN? — rannsóknarskip norður eftir helgina „Mér er sagt að fullt af öldruðu fólki hafi risið úr kör, þegar það heyrði um síldina sem orðið hefur vart fyrir Norður- og Norðausturlandi,” sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur í við- tali við DB. „Það virðist vera talsvert af sild hérna á Skagafirðinum,” sagði Mar- teinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, þegar fréttamenn DB hittu hann þar í síðustu viku. Flann sagði að Steingrímur Garð- arsson skipstjóri á vb. Tý hefði fengið hana með þorskanetum án þess að hún ánetjaðist. Síldin hafi eins og flækzt inn í trossurnar, þegar þær voru dregn- ar. Steingrímur sendi sýni til fitumæl- ingar hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins. Þar mældist fitan 19%. Síldin er 30—33 sentimetra löng. „Það er von að mönnum detti góðu sildarárin í hug,” sagði Jakob Jakobs- son, ,,en þessi síld á ekkert skylt við gömlu Norðurlandssíldina.” Hann kvað þetta vera sumargotssíld, sem virtist hafa dreift sér eftir hrygninguna sem aðallega væri í júlí. Eitthvað af henni hefur enn ekki gotið. Sumargotssíldin, sem hér segir frá, hefur sézt allt frá Skagafirði, Eyjafirði, Skjálfandaflóa, til Vopnafjarðar og allt suður á Stöðvarfjörð, samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknastofnunar og Síldarútvegsnefndar. Aðeins nokkurra mínútna stim frá Húsavík fengust um 20 tunnur í fjögur til fimm net. Hún reyndist vera með 18% fitu. „Hún var uppi i fjöru,” sagði Þór Pétursson á Húsavik, en hann og sonur hans Stefán veiddu hana í lagnet. „Við vitum að þessar flugur hafa verið hér undanfarin ár en þetta er alltaf að auk- ast,” sagði Þór. „Það virðist enginn vita hversu mikið magn þetta gæti verið. Hún hefur eitthvað fjarlægzt land enda hefur hér verið óhagstætt veður og talsverð kvika. Hún gæti þétt sig á meira dýpi ef hann yrði lygnari,” sagði Þór. „Ég tel ekkert á móti veiðum ef það Þessi tæplega 40 tonna bátur frá Sauðárkróki, Týr SK 33, fékk sfld sem hann var þó alls ekki að veiða. Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðár- króki, segist ekki geta neitað þvi að „þessi sild kitlar”. DB-myndir: Bj.Bj. er innan við 35 þúsund tonna kvót- ann,” sagði Jakob Jakobsson. „Ég geri engan mun á þvi hvort hún er veidd fyrir norðan eða austan, enda er þetta sama síldin,” sagði Jakob. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur verið í viðgerð. Eftir helgina fer það norður til þess að kanna síldina sem hér varsagt frá. -BS. Talið er að 3400 dýr Hafi verið f fslenzka hreindýrastofninum áður en veiðar hófust Þessi mynd var tekin af þjóðveginum við Oddsskarð Neskaupstaðarmegin I júlibyrjun I sumar og sýnir hóp spakra hreindýra á beit. DB-mynd R.Th.Sig. í dag, 15. september, er síðasti veiði- dagur hreindýra á Norðaustur- og Austurlandi samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins. Alls var leyft að fella nú 520 dýr en ennþá er ekki vitað hvernig veiðarnar hafa gengið í ár. Í haust var áætlað að stærð is- lenzka hreindýrastofnsins væri 3400 dýr. Var talið að 2700 dýr væru á heiðum uppi en síðan var gerð áætlun um fjölda dýra niðri í dölum og fjörð- um eystra og þau talin af eftirlitsmanni vera á bilinu 4—800. Að sögn Runólfs Þórarinssonar deildarstjóra í ráðuneyt- inu var valin tala úr hærri kanti þeirrar áætlunar, eða 700 dýr á fjörðum og í dölum niðri, við áætlunargerð um stofnstærðina þegar hún var talin nema 3400dýrum. Heimiluðum veiðikvóta, 520 dýrum, er af ráðuneyti skipt milli 31 hrepps í N-Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og A- Skaftafellssýslu. Koma frá 5 til 55 dýr í hlut hvers. Flest dýr, 55 að tölu, koma í hlut Fljótsdalshrepps og Jökuldals- hrepps en fæst dýr hljóta Fjallahreppur og Skeggjastaðahreppur, fimm hvor. Veiðar hreindýra eru ekki leyfðar á öðrum tíma en 1. ágúst til 15. septem- ber nema sérstakar ástæður komi til. Þannig hefur verið leyft að fella stöku dýr sem valda miklum skaða á trjá- gróðri eða öðru og ekki er unnt að halda frá slíkum stöðum. Engar girð- ingar halda sumum dýrum frá t.d. trjá- gróðri sem þau hafa augastað á. Hafa dýr verið felld að vetri til bæði á Hér- aði og i Lóni. Sagnir eru um það á Austurlandi að ekki sé alltaf hirt um að nýta afurðir slíkra dýra. Dýrum þykir mjög hafa fjölgað ná- lægt byggð á Austfjörðum. Hafa þau viða sézt þar i hópum að sumarlagi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.