Dagblaðið - 15.09.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979.
7
N
Alþýðutónlistarmenn stofna samtök:
Mál að við sitjum við sama
borð og aðrir listamenn hér
— „hrun blasirvið” íinnlendri hljómplötugerð
„Stærstur hluti tónlistarneyzlu al-
mennings í dag er alþýðutónlist en
hún hefur um árabil verið flokkuð
sem óæðri tónlist af mörgum þeim
sem ráða og rikja í tónlistarmálum
landsmanna.
Hefur lengi verið skoðun alþýðu-
tónlistarmanna að mál væri að linnti,
starf þeirra metið að verðleikum og
þeir fái setið við sama borð og aðrir
er að tónsköpun og tónlistarflutningi
starfa.”
Svo segir m.a. i ályktun sem sam-
þykkt vará fjölmennum (rúmlega40)
fundi ungra tónlistarmanna (popp-
tónlistarmanna) í Reykjavík nýlega.
Á fundinum voru stofnuð Samtök al-
þýðutónskálda og tónlistarmanna,
SATT, og verður framhaldsstofn-
fundur haldinn fljótlega.
í yfirlýsingu frá samtökunum segir
að aðstaða alþýðutónlistarmanna til
að stunda listgrein sína hafi verið lé-
leg og þeir settir skör lægra en flestir
aðrir listamenn i landinu. Vegna þess
telji alþýðutónlistarmenn nú nauð-
synlegt að stofna með sér samtök
þótt þeir séu nú þegar í stéttarfélagi
íslenzkrahljómlistarmanna, FÍH.
í ályktuninni, sem samþykkt var í
fundarlok, segir síðan: „Alþýðutón-
listarmenn bera að mestu uppi tvær
greinar tónlistarneyzlu landsmanna,
þ.e. flutning lifandi tónlistar á
skemmtunum og dansleikjum, og svo
hljómplötugerð. Lifandi tónlistar-
flutningur hefur lengi átt í vök að
verjast. Kemur þar til mikil skatt-
lagning nkisins á sjálfstætt dans-
leikja- og tónleikahald sem nemur nú
tæplega 50% af miðaverði.
Aðrir listamenn njóta hins vegar
ýmissa fríðinda að þessu leyti.
Afleiðing þessa er meðal annars sú
að danshúsaeigendur treystast ekki
lengur til að hafa á boðstólum lifandi
tónlist heldur notast við svonefnd
diskótek í sívaxandi mæli.
Þá þurfa tónlistarmenn að greiða
lúxustoll af atvinnutækjum sínum.
Hljómplötugerð er ung starfsgrein
hér á landi og hefur stökkbreyting
orðið i þróun hennar með tilkomu
inniendra hljóðvera.
Þessi nýja starfsgrein hefur starfað
við erfið skilyrði, m.a. vegna afstöðu
ríkisvalds og afskiptaleysis ríkisfjöl-
miðla. Er nú svo komið að hrun
blasir við verði ekki að gert.
Hlutur alþýðutónskálda er með
eindæmum lakur þar sem þau hafa
frá upphafi verið svipt stærstum
hluta tekna sinna af höfunda- og
flutningsrétti (svonefndum STEF-
gjöldum). Meginhluti tekna STEFs er
sprottinn af verkum alþýðutónskálda
sem ekki nema að smávægilegu leyti
njóta þeirra, enda eru alþýðutón-
skáld nánast réttindalaus í STEFi.”
Mikill einhugur var ríkjandi á
fundinum og voru þar skipaðir fjórir
fimm manna starfshópar.
-ÓV
„Nú bíð ég bara eftir aö þeir vitkist fyrir sunnan,” segir Magni og sleppir framtóginu úr Bjarna Olafssyni AK, sem hann var
meö um tíma í sumar. DB-mynd við Neskaupstaðarhöfn: Arni Páll.
Magna Krístjánssyni neitað um skipakaupaleyf i:
Fæ enga skýringu á neituninni
— ætlaði að gera tilraun til að veiða bræðsluf isk til manneldis
„Við vorunt búnir að semja um
kaupin í desember sl. og hefðum getað
fengið skipið upp úr áramótunum, en
að vísu áttum við ekkert skip til að selja
út i staðinn, eins og það er kallað,”
sagði Magni Kristjánsson, aflaskip-
stjóri á Neskaupstað, i viðtali við DB,
um borð í nótaskipinu Bjarna Ólafs-
syni, sem hann stjórnaði um tima í
sumar.
Magni, ásamt nokkrum tleiri
aðilum, fyrirhugaði að kaupa 400
tonna togveiðiskip til veiða á
svonefndum bræðslufiski. Skipið cr
liðlega 2 ára, smíðað í Þýzkalandi, nreð
hóflegri vél og eyðir því litlu, að sögn
Magna.
„Við ætluðum að l'ara inn á nýjar
brautir og einbeita okkur að vciðum á
Nýttbúvöruverð:
Mjólkur-
lítrínn
í254 kr
Eitt kíló af smjöri hækkar um
690 kr. samkvæmt ákvörðun
ríkisstjórnarinnar í gær og mun
kosta á mánudaginn kr. 1810 i
smásölu. Mjólkurlítrinn hækkar
úr 200 í 254 kr. Kíló af súpukjöti
hækkar úr kr. 1408 i 1806, svo
nefnd séu dæmi. Niðurgreiðslur
búvara verða ekki auknar og
lækka hlutfallslega vegna verð-
hækkana. -ARH.
■sandsili, kolmunna og loðnu. I áætlun-
uni nkkar reik'uun við ekki með nema
30">'ársa''lans >l loðnu -,vo varla hefðu
kaupin þýtt mikla viðbót við
loðnuveiðiflotann.
í stað þess að veiða kolntunna i
bræðslu og fá þannig lægsta mögulega
afurðaverð, ætluðum við að veiða
hann til manneldis. Það þýðir allt aðra
ntcðhöndlun unt borð, sem ég álit að
ekki henti á stóru bátunum enn sent
komið er.
Þrátt fyrir lélega komunnavcrtíð í
suntar hef ég samt trú á kolmunnanunt
í framtiðinni, við þekkjum að veiðar á
öðrum tegundum geta brugðizt tínta-
bundið. Þá tel ég einnig sannað að unnt
sé að stunda kolmunnavciðarnar með
mun minni vélarorku, en flestir vilja
Kjósarréttá
þriðjudaginii
—öðrum réttum í nágrenni Reykjavíkur frestað
Nokkrum réttum i nágrenni
Reykjavíkur hefur verið frestað um
eina viku frá því sem skýrt var frá í
blaðinu í gær. Ástæðan er sú að i vor
fór fé i seinna lagi á fjall og úthagi er
enn góður hér í nágrenninu.
Kjósarrétt verður samt haldin á
þriftjudaginn kemur, eins og áður var
sa^t. Hafravatnsrétt verður mánu-
daginn 24. sept. og réttað verður
i Kollafjarðarrétt miðvikudaginn 26.
september.
í Fossvallarétt fyrir ofan Lögberg
verður réttað sunnudaginn . 23.
september. Þann dag verður einnig
réttað í Kaldárrétt fyrir ofan Hafnar-
fjörð.
Fyrstu réttir voru í Tungnarétt eins
og DB skýrði frá i gær. Síðastliðinn
fimmtudag var réttað í Hrunamanna-
rétt, Skaftholtsrétt og Tjarnarrétt. í
gær voru Hraunsréttir, Skeiðaréttir,
Valdarásréttir og Miðfjarðarréttir
sem einnig verða í dag.
BS.
Bfll alelda á örskotsstund
Eldur kom upp í gömlum Volkswagen bil á miðvikudaginn er hann var rétt kominn
yfir Þjórsárbrú á austurleið.
Magnaðist eldurinn, sem kom upp i vélarhúsinu, með ótrúlegum hraða og varð bill-
inn alelda á örskammri stund. Einn maður var i bilnum og réð hann ekki við neitt,
varð bara aö horfa á bílinn brenna. Maðurinn meiddist ekki. Bíliinn er talinn gerónýt-
ur eftir.
- ASt.
Dagblaðsbíó á morgun
i dagblaðsbíói á morgun verður sýnd um kappakstur og verður sýnd í Hafn-
myndin Ungir fullhugar. Hún fjallar arbíói kl. þrjú.
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ
Vetrarstatfið hafið
BLÓMARÓSIR
SUNNUDAG KL. 20.30
ÞRIÐJUDAG KL. 20.30
Miöasala daglega í Lindarbœ kl. 17—
19, sýningardaga frá kl. 17—20. Sími
21971.
halda fram nú. Þá hefði þetta tiltekna
skip cinnig hentað til djúprækju-
veiða.”
1 Ijósi þessarar nýju veiðitilhögunar
taldi Magni eðlilegt að leyfi fengist til
kaupanna. En um svipað leyti og Júlíus
Geirmundsson eldri (skuttogarinn) var
seldur frá ísafirði til Suðurnesja og nýr
keyptur að utan til ísafjarðar, var
Magna neitað.
Hefur hann ítrekað larið skriflega
frant á skýringu á neituninni, en
ráðuncytið hefur ekki svarað þvi.
„Nú bið ég bara eftir að þeir vitkist
fvrir sunnan þvi ég er ekki búinn að
gel'a hugmyndina upp á bátinn,” sagði
Magni að lokum.
-GS.
Fjölbreyu SlMI I MÍMI ER
og skemmtilegt tungumálanám.
10004
BADMINTON -
BADMINTON
Enn er örfáaum tímum óráðstafað í Fellaskóla.
Uppl. í síma 71335 eftir kl. 6.
LEIKIMIR
Þýzkukennsla fyrir
börn 7—13 ára
hefst laugardaginn 22. sept. 1979 í Hliðaskóla kl. 10—12
(Inngangur frá Hamrahlíð). — Innritað verður sama dag
frá kl. 10. Innritunargjald er 3.000 kr.
Bókasafn þýzka sendikennarans.
(þróttakennara
vantar við Grunnskóla Hellissands, góð kennslu-
aðstaða.
Uppl. gefnar hjá skólastjóra í síma 93—6682 og
hjá formanni skólanefndar í síma 93—6605.