Dagblaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 21
20 I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979. Iþróttir Iþróttir JPAGBI AOin.MÁNUPAGUR I OKTÓBER 1979. ÍIwiMEIWbíSWBB 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir 7,.. --• ■■ • Pétur skorar og skorar. Um helgina bætti hann hollenzku 1. deildinni. sinu marki Keegan vill fara frá Hamburger í vor Kevin Keegan er sífellt i fréllunum þessar vikurnar fyrir eitt og annað. Það nýjasta er að hann myndi yfirgefa félag sitt næsta vor ef hann þyrfti að gera upp hug sinn nú. Hann sagði að hann væri ekki í loppæfingu sem stæði og margir blaðamenn í Hamborg hefðu verið ósanngjarnir i hans garð. Að auki segir hann að félagar sinir í Ham- borgar-liðinu hafi verið með illkvittnis- legar aðdróttanir eftir að hann gat ekki farið með liðinu til S-Kóreu i sumar vegna veikinda dóttur sinnar. „Ég á ekki von á því að ég leiki nokkurn tíma eins vel og ég gerði á síð- asta keppnistimabili,” sagði Keegan í viðtali við Wclt am Sonntag . Þá lék ég betur en nokkru sinni fyrr og skoraði fleiri mörk en ég hafði gert áður. Keegan lék með Hamborg í 3-0 sigri liðsins yfir Wormatia Worms í bikar- keppninni um helgina en kvaðst ekki nema í 80% æfingu eins og er. Feyenoord er nú í efsta sætinu —eftir stórsigur á A jax, 4-0—Pétur með sitt 10. mark „Þetta var ofsalega gaman og við lékum frábærlega vei gegn Ajax og unnum öruggan 4-0 sigur á þeim.” sagði Pétur Pétursson er við höfðum samband við hann um helgina. „Völlurinn var þéttsetinn áhorfendum og við náðum sérstaklega góðum fyrri hálfleik. Mér tókst að skora þriðja mark okkar eftir að hafa fengið stungubolta á ská við markið. Mark- maðurinn kom á móti og ég vippaði yfir hann og i netið.” Pétur og félagar hans hjá Fcyenoord gera það svo sannarlcga ekki enda- slcppt þessa dagana. Um helgina fékk Feyenoord Ajax, stærsta nafnið í holl- enzkri knattspymu, í heimmsókn og sendi þá heim með stóran skell á bakinu. Ekki þarf að taka það fram að Pétur er nú markahæstur i hollenzku deildinni og um leið i Evrópu með 10 mörk í 8 leikjum. Pétur hefur nú skorað mark eða mörk í öllum I. dcildarleikjum Feyenoord og það er ekki svo lítið afrek. Feyenoord lék stifan sóknarleik allt- frá byrjun og fljótlega skoraði Van der Lem. Hinir 65.000 áhorfendur voru vel með á nótunum og fljótlega bætti Jan Peters öðru marki liðsins við. Pétur skoraði siðan það þriðja fyrir hálfleik. j siðari hálfleiknum bætti Peters fjórða markinu við og stórsigur Feyenoord var staðreynd. Við sigurinn skauzt Feyenoord á topp 1. deildarinnar i Hollandi og liðið verður ekki svo auð- veldlega hrakið þaðan ef það leikur áfram af slikum krafti. Þess má gcta hér í leiðinni að Feyenoord hefur ekki tapað leik í hollenzku 1. deildarkeppn- inni allt frá því Pétur hóf að leika með liðinu. Liðið hafði tapað tveimur leikj- um áður en Pétur fór til þess og síðan tapaði það ckki leik allt keppnistíma- bilið á enda. Upphaf þessa keppnis- timabils hefur siðan verið ein allsherjar sigurganga frá byrjun. íþróttir Sigurður Sverrisson HSÍ gekkst um helgina fyrír B-stigs námskeiði fyrir handknattleiksþjálfara og var það vel sótt. Sambandið er nú að fara af stað með skipulagða kennsluherferð en kcnnslu- og tæknimál hafa setið á hakanum allt of lengi hjá þvi. Á þessari mynd Harðar má sjá landsliðsþjálfarann Jóhann Inga leiðbeina hópi þátttakenda. í hópnum má m.a. sjá þá Framara Sigur- berg Sigsteinsson, Pétur Jóhannsson og Atla Hilmarssonjens Einarsson úr Vikingi og félaga hans, Einar Magnússon. Feyenoord á erfiðan leik i UEFA- keppninni gegn Everton á Goodison Park á miðvikudag en Rene Notten skoraði sigurmark Feyenoord í fyrri leiknum. „Ég er nokkuð bjartsýnn á að við sigrum Everton,” sagði Vaclay Jezek, þjálfarí Feyenoord, um helgina.” Við viljum leika i Evrópu næsta ár lika og slíkt sæti vinnst ekki bara með einum góðum sigri gegn liði eins og gömlu erkifjendunum Ajax. í hinum toppleik helgarinnar í Hollandi sigraði AZ ’67 Go Ahead Eagles frá Deventer 2-0 og við sigurinn náði AZ ’67 þriðja sætinu. Feyenoord leikur um næstu helgi á útivelli gegn botnliðinu NAC Breda. Úrslit i hollenzku 1. deildinni urðu þessi: Haarlem-Vitesse Arnhem 3—I AZ ’67—Go Ahead Eagles 2—0 Utrecht-NAC Breda 1 — 1 Feyenoord-Ajax 4—0 Rod Kerkrade-Excelsior 1 — 1 Twente-Sparta PEC Zwolle-Den Haag NEC Nijmegen-Maastricht Willem Il-PSV Eindhoven 2—0 3—1 2—1 I —I Staðan í Hollandi er nú jtannig að 8 umferðum loknum: Feyenoord PSV Eindhoven AZ ’67 Ajax Go Ahead Twente Utrecht Vitesse Arnhem Excelsior Den Haag Willem 11 NEC Nijmegen Roda Kerkrade PEC Zwolle Haarlem Maastricht Sparta NAC Breda 13 12 12 12 3 0 18—6 2 1 20—8 0 2 18—8 15—13 17—10 10 10—14 9 10—9 13—15 12—14 9—13 8—13 0 5 11—13 2 4 10—12 7— 11 10—16 10—12 8— 11 5—15 ÁSGEIR MED ÞRUMUFLEYG —sem leiddi til marks hjá Standard „Ég sá leik Standard og Anlwerpen i sjónvarpinu og það var þrumufleygur frá Ásgeiri Sigurvinssyni, sem leiddi til annars marks Standard. Markvörður- inn hélt ekki knettinum og annar leik- maður kom og potaði tuðrunni í netið,” sagði Pétur Pétursson við DB í morgun. íslendingaliðin, Standard Liege og Lokeren, gerðu það bæði gott um helgina og sigruðu í sinum leikjum. Lokeren heldur enn forystunni — hcfur aðeins tapað einu stigi eftir 7 umferðir. hefur 13 stig. CS Brugge, Molenbeek og Standard hafa öll 11 stig. Úrslitin í Belgiu urðu, sem hér segir: 5—0 0—2 2—0 2—1 3—1 0—0 3— 0 2—1 4— 0 Anderlechl-Waterschei Hasselt-Molenbeek Winterslag-Charleroi Beerschot-FC Brugge CS Bruggc-Beveren Berchem-Waregem Lokeren-Beríngen Standard-Antwerpen Lierse-FC Liege Júgóslavar unnu Júgóslavar unnu Frakka 3-0 í landsleik i knatt- spyrnu á Miðjarðarhafsleikunum, sem lauk í Split um helgina. Leikurínn var til að fá úr því skoríð hvort liðið hlyti efsta sæti keppninnar. Júgóslavarn- ir urðu þvi sigurvegarar og Frakkarnir í 2. sæti. Þá komu Alsírbúar, Grikkir, Tyrkir, Marokkóbúar, Túnisbúar og Egyptar. Juventus með nauma forystu á Ítalíu Úrslitin i 3. umferð ítölsku 1. deildarkeppninnar i knattspyrnu urðu sem hér segir: Ascoii—Cantanzaro 2—2 Avellino—Toríno 0—2 Cagliari—AC Milanó 0—0 Fiorentina—Napóli 0—0 Inter Milanó—Lazio 2— 1 Juventus—Pescara 3—0 Perugia—Udinese 2—0 Roma—Bologna 1—2 Staða efstu liða að þríðju umferðinni lokinni er sem hér segir: Juventus 3210 5—1 5 InterMilanó 3 2 1 0 5—2 5 Tórínó 3 2 1 0 3—0 5 Perugia 3 1 2 0 3—1 4 Bologna 3 1 2 0 4—3 4 ACMiianó 3 12 0 1—0 4 „Við fengum allar keppnisduft” Fyrrum sunddrottningin Renate Vogel, sem flúði frá A-Þýzkalandi fyrr í þessum mánuði, sagði í viðtali við v-þýzkt blað að sundfólki í hennar heima- landi værí gefið svokallað „keppnisduft” fyrir keppnir. Að auki sagði hún að æfingarnar hefðu verið frá 90 mín. og allt upp i 5 1/2 klukkustund á dag, auk lyftingaæfinga. Sennilega hefur þetta duft bara verið glúkósi en þegar við vorum 10 ára gömul vorum við þegar farín að metast um hver hefði fengið bezta duftið. Hún og stöllur hennar i boðsundssveit A-Þjóð- vcrjanna vöktu geysilega athygli á heimsmeistara- mótinu i sundi i Belgrad 1973. Þá lítu þær allar út eins og fílefldir karlmenn og vöxtur þeirra liktist ekki neinu venjulegu kvenfólki. „Það var ekki fyrr en vinur minn benti mér á að ég talaði eins og karl- maður og likami minn líktist meira líkama lyftinga- manns en stúlku að mér varð Ijóst hvað var um að vera. Við vorum mikið saman stúlkurnar í sundinu og tókum þvi ekki eins eftir því hversu ólíkar við vorum öðrum stúlkum á líku reki.” Vonbrígði Valsmanna eru mikil Þessi mynd Haröar frá silfurverð- launaafhendingu íslandsmólsins í knattspyrnu á laugardag er e.t.v. tákn- ræn fyrir misheppnað sumar hjá Vals- mönnum. Öllu heldur má segja að nær- vera Inga Björns Albertssonar, fyrír- liöa Vais, á myndinni geri hana tákn- ræna. Hann horfir vonsviknum augum á Skagamennina, sem hirtu síðustu von Valsmanna um Evrópusæti á næsta árí. Skagamennirnir eru að sama skapi ánægðir og yngin furða. Fæstir reikn- uðu með þeim í 2. sæli skömmu fyrir mótslok. Raunasaga Valsmanna hefur verið mikil i sumar. Eftir slæma byrjun náði liðið sér mjög vel á strik og eftir að hafa unnið sjö 1. deildarleiki í röð voru vist flestir á því að íslandsbikarinn myndi fara að Hliðarenda í 3. sinn á sl. 4 árum. Svo varð þó ekki. Eyjamenn hirtu íslandsmeistaratitilinn við nefið á Valsmönnum og upphafið að hruni Vals var einmitt taplcikurinn í Eyjum, 0-2. Valsmenn voru í úrslitum bikarsins — nokkuð sem er orðinn næsta árviss viðburður i þeim herbúðum. Mótherjar þeirra voru Fram. Valsmenn náðu sér aldrei á strik í leiknum og til að kóróna allt saman fengu þeir á sig vitaspyrnu á lokaminútu leiksins. Marteini Geirs- syni urðu engin mistök á í framkvæmd spyrnunnar og Valur hafði misst af bikarnum. Siðasta hálmstráið var sæti i UEFA- kcppninni. Um fyrri helgi léku Vals- mcnn og Skagamenn um lausa sætið og jafntefli varð 0-0 eftir tveggja stunda leik þar sem Bjarni Sigurðsson hélt Skagamönnunum á floti með frábærri markvörzlu. Liðin léku að nýju um helgina og þá sigruðu Skagamenn sann- gjarnt 3-1. Heppnin hefur ekki vcrið fylgifiskur Vals í sumar en þeir geta þó allténd huggað sig við að það kemur sumareftirþetta. fl 609 þúsimdkróniir. / H^PTil þmnar^^^H ráðstófonar eftir 3 mamiði. Enn á ný hefur Iðnaðarbankinn hækkað hámark mánaðarlegra innborgana í IB-lánakerfinu. Nú úr 75 þúsund í 100 þúsund krónur. Þar með hækkum við IB-lánin, og . . ráðstöfunarféð. Þetta er gert með tilliti til verðlags- þróunar, — til að mæta þörfum fóiks. Horfðu þrjá mánuði fram í tímann, þá geturðu haft til ráðstöfunar allt að 609 þúsundir króna. Dæmi um nokkra'valkDSti afmöigum semtgóóast. SPARNAÐAR- DÆMI UM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR IDNAÐARBANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MANAÐARLEG ENDURGR. TÍMABIL I LOK TÍMABILS LÁNAR PÉR FÉ MED VÖXTUM ENDURGREIÐSLA TÍMABIL 30.000 90.000 90.000 182.650 31.515 ^ / 70.000 210.000 210.000 425.850 73.536 L/ man. 100.000 300.000 300.000 609.000 105.051 man. 40.000 240.000 240.000 495.000 43.579 ^ / 70.000 420.000 420.000 866.375 76.264 ^ / man. 100.000 600.000 600.000 1.238.350 108.948 man. 12 50.000 600.000 600.000 1.272.750 58.510 12 70.000 840.000 840.000 1.781.950 81.914 man. 100.000 1.200.000 1.200.000 2.545.500 117.020 man. Gerum ekki einfalt dæmi flókið: Það býður enginn annar IB-lán. c^Rfi^ BanMþeiim sem byggja aö framtíöinni æ Iðnaðaitankinn Aöalbaiíki og útflbú

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.