Dagblaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 36
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979.
Heimavamarliðið—Eitt verð égað segja þér
Brezkir hljómplötuútgefendur íham
fólks sem hljóðritar plötur
ólöglega yfir á kassettur
Sé til einhver hlutur sem fer aivar-
lega i taugarnar á brezkum hljóm-
plötuútgefendum, þá eru það óátekn-
ar kassettur. Eftir þvi sem kassettu-
tæki verða fullkomnari færist það sí-
fellt meir og meir í vöxt að fólk fái
lánaðar plötur og hljóðriti þær síðan.
Þetta athæfi, sem er ólöglegt, er talið
hafa dregið sölu á hljómplötum i
Bretlandi saman um sextán prósent
upp á siðkastið. Sala á óáteknum
kassettum hefur á sama tíma aukizt
um tuttugu prósent.
Hljómplötuútgefendur telja að um
tólf milljónir manna i Bretlandi iðki
þá iðju að fá lánaðar plötur og taka
þær upp. Þeir hyggja nú á aðgerðir
gegn þessu fólki með því að láta lög-
regluna rannsaka heimili þeirra sem
grunaðir eru um að spara sér aurana
með því að hljóðrita söluvarning
þeirra. Finnist sönnunargögn verða
sökudólgarnir dregnir fyrir rétt og
sektaðir.
Samtök útgefenda hafa nú fyrir-
skipað að það verði tekið skýrt fram
á hljómplötum að það varði við lög
að hljóðrita þær. Dugi slikt ekki ætla
samtökin að gangast fyrir að ráðast
inn á heimili fólks með leyfi dóm-
stóla.
Hins vegar er hægt að taka plötur
löglega upp. Þá þarf fólk að sækja
um leyfi til útgefcnda og greiða sem
svarar um tólf hundruð krónum'
fyrir.
Engin málaferii vegna
Da Ya Think i’m Sexy
Deilum Rod Stewarts og brasiliska
tónlistarmannsins Jorge Ben um höf-
undarréttinn að laginu Da Ya Think
Tm Sexy lauk með sættum i siðustu
viku. Ben féllst á að láta málið niður
falla ef Rod Stewart gæfi Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna allar tekjurnar,
sem hann hefur haft af þessu vinsæl-
asta lagi sínu til þessa.
Nokkuð er siðan Jorge Ben ásakaði
Rod Stewart og trommuleikarann
hans, Carmen Appice, um að hafa
stolið lagi sinu Taj Mahal, breytt þvi
dálitið óg sett við það annan texta.
Lengi vel ihugaði Ben málaferli, en
féllst á að láta þau niður falla gegn
fyrrgreindum skilyrðum, sem Stewart
gekk að. Um það bil fjörutiu milljónir
króna af tekjum þeim, sem Stewart
hefur fengið i höfundalaun, renna til
brasiliskra barna.
BruruUAið - ÚTKALL
HLJOMPL ÖTU-
UMSAGNIR
Brunaliðið — Útkall
Útgofandi: Hljómptötuútgófon hf. (JUD-023)
Stjóm og útsotningar. Magnús Kjartansson
Upptökumaður Jónas R. Jónsson
Hijóóritun: Hljóðríti
Á tímum sem þessum, þegar fólk
hefur almennt ekki efni á að kaupa sér
hljómplötur, er það sannarlega djarft
tiltæki að vera með tilraunastarfsemi i
plötuútgáfu. Alls óvíst er hvort fólki
líki útkoman. Tilraunaplatan getur
selzt mjög vel, en meiri hætta en ella
er á að hún fái ekki hljómgrunn hjá
þeim, sem ennþá geta veitt sér þann
munað að kaupa plötur.
Brunaliðsplatan Útkall er tilraun
með breyttan stil hljómsveitarinnar.
Þar er einnig þremur ungum, og
hingað til óþekktum söngkonum,
gefinn kostur á að spreyta sig. Mér
skilst að þetta Útkallsdæmi hafi ekki
gengið upp. Það er vafalaust krepp-
unni i plötuútgáfu að kenna, þvi að
Brunaliðið hefur verið með vinsælustu
hljómsveitum hérlendum og gerði til
að mynda metsöluplötu ársins 1978.
Útkall á sína góðu og slæmu
punkta. Helzti galli plötunnar er
söngurinn, sem er full máttlaus yfir
leitt. Undantekningar eru lögin í
tdraumi og Ástarsorg. Siðarnefnda
lagið syngur Ragnhildur Gísladóttir.
Ég man ekki eftir að henni hafi tekizt
betur upp en í þessu lagi.
Söngglaðir herstöðva-
andstæðingar
Hoimavamaríióiö - EITT VERÐ ÉG AO SEGJA
ÞÉR
Útgefandi: miðnofnd S.H.A. (SHA2)
Stjóm og útsotningar Sigurður Rúnar Jóns-
son
Upptökumenn: Tony Cook og Gunnar Smárí
Holgason
Hljóðbtöndun: Sigurður Rúnar, Tony og Gunn-
ar Smárí
Hljóðritun: Hljóðríti, mai og júni '79
ROD STEWART — úm það bil fjörutiu milljónir króna af tekjum hans vegna
lagsins Da Ya Think I’m Sexy renna til brasiliskra barna. í staðinn verður ekki
höfðað mál á hendur honum fyrír lagsstuld.
DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
Gamall Wings-gftar-
leikari er látinn
Líflegar útsetningar, kraftmikill
flutningur og starfsgleði flytjendanna
er það sem fyrst og fremst einkennir
plötuna Eitt verð ég að segja þér. Hún
er með hressilegri plötum, sem komið
hafa út hér á landi, en þvi miður á stór
hópur íslendinga aldrei eftir að kunna
að meta þennan hressileika. Eitt verð
ég að segja þér er nefnilega rammpóli-
tisk plata.
Þeim ellefu lögum, sem á plötunni
eru, má skipta í tvennt; baráttusöngva
gegn Atlantshafsbandalaginu og veru
bandariskra hermanna hér á landi
annars vegar og hins vegar ættjarðar-
lög. Um textana er ekkert nema gott
eitt að segja. Allir eru þeir haganlega
ortir og sumir frábærlega vel. Mest
þykir mér koma til Fylgdar og Völu-
visu Guðmundar Böðvarssonar. Þá er
Lofsöngur Böðvars sonar hans hnytti-
lega ortur, fullur af nöpru háði i garð
bandaríska hersins. Háðið er einnig
notað miskunnarlaust i Vögguvisu
hernámsins eftir Hólmfriði Jónsdótt-
ur.
Það er Sigurður Rúnar Jónsson sem
hefur allan veg og vanda við gerð plöt-
Söngsveitin Kjarabót kemur mikið við sögu á plötunni Eitt verð ég að segja þér.
unnar Eitt verð ég að segja þér. Hann
sá um alla stjórn, útsetti lögin og
leikur á fjölda hljóðfæra. Sigurður er
nú orðinn einn okkar albeztu stúdió-
manna og ekki spillir það fyrir þegar
efnið er honum hugleikið, eins og and-
staðan gegn herstöðinni á Miðnes-
heiði.
Sigurður bregður á leik i útsetning-
um sínum, til dæmis i laginu Lofsöng-
ur. Það er nú komið meðdiskótakt (og
ég sem hélt að diskótónlistin væri tákn
auðvaldsins i augum vinstrimanna) og
lag Þorsteins Valdimarssonar, Þú veist
í hjarta þér, er útsett i reggaestíl. Önn-
ur lög eru létt poppuð sum hver,
önnur niðþung og allt þar á milli.
Mikið lið söngvara tekur lagiðá Eitt
verð ég að segja þér. Mest mæðir á
söngsveitinni Kjarabót, sem sleppur
vel frá sínu. Söngur annarra er ærið
misjafn. Sumir eru góðir, aðrir síðri.
Frumskilyrðið fyrir því að áróðurs-
plötur nái eyrum fjöldans er að þær
séu vandaðar og skemmtilegar. Eitt
verð ég að segja þér uppfyllir bæði
þessi skilyrði.
London siðasta fimmtudag. Óvist er
um dauðaorsök, en rannsaka átti likið
áföstudaginn.
McCullogh var 26 ára er hann lézt.
Hann var einn af upphaflegum liðs-
mönnum hljómsveitarinnar Wings.'
Með henni lék hann allt frá 1971 til
1977 er hann sagði upp. Ástæðuna
fyrir uppsögn sinni sagði hann vera
sivaxandi drykkjuskap og geðvonzku.
Tónlistin á Útkalli er mestan part
„funkættar”. Litið hefur verið um að
hérlendar hljómsveitir glimdu við
þann stíl, þegar undan er skilin hljóm-
sveitin Júdas. Á plötunni Júdas No: I
var að finna tónlist sem að mörgu leyti
svipar til þess sem Brunaliðið er nú að
fást við. Það er þvi ekki úr vegi að
álykta að með Útkalli sé framhaldið á
Júdas No: I loksins komið. Hvort tón-
listin á þessum plötum er það sem fólk-
ið vill er aftur á móti önnur saga. En
það er alla vega lofsvert að reyna eitt-
hvað nýtt i stað þess að hjakka sifellt i
sama farinu.
ÁT
Norður-irski gitarleikarinn Jimmy
McCullogh fannst látinn i íbúð sinni i
Þrjár af fjórum söngkonum Brunaliðsins.
DB-mynd: Bjarnleifur.