Dagblaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 14
14
frjálst'áháð iagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
FramkvæmdaatjóH: Sveinn R. Ey)ólfsson. RKstjórí: Jónas Kristjánsson.
RrtstjómarfuNtnji: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar: Jóhannes Reykdai. Fréttastjóri: ómar
Vaidimarsson.
(þróttir: HaUur Sfmonarson. Menning: Aðaisteinn Ingótfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Asgrimur Pálsson.
Blaðamenn: Anna BJamason, Asgeir Tómasson, AtH Stainarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt-
ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, óiefur Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Hönnun: Guðjón H. Páisson, Hflmar Karísson.
Ljósmyndk: Ami Páfl Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Httröur VHhjáimsson, Ragnar Th. Sigurös-
son, Sveinn Þovmóðsson.
Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. GjakJkeri: Práinn ÞorieHsson. Sttkistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing-
arstjóri: Már E.M. Haldórsson.
Ritstjóm Siöumúia 12. Afgreiðsla, áskrHtadefld, auglýsingar og skrifstofur Þverhotti 11.
Aðabfmi blaösins er 27022 (10 línur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og pltttugerö: HUmir hf., Sfðumúla 12. Prentun:
Arvakur hf., SkeHunni 10.
Áskriftarverð á mánuöi kr. 4000. Verö I lausasöiu kr. 200 eintakið.
Boð ogbönn eru tilills
Fólk hefur áreiðanlega gott af því að
fara snemma að sofa. ,,Morgunstund
gefur gull í mund”, segir i gömlu mál-
tæki. Hitt er svo enn áreiðanlegra, að
hið opinbera á ekki að reyna að hafa vit
fyrir fólki með valdboði, hvorki í þessu
efni né öðrum hliðstæðum efnum.
Nú eru liðnir rúmir tveir mánuðir síðan Steingrímur
Hermannsson dómsmálaráðherra lét rýmka opnunar-
tíma veitingahúsa og skemmtistaða. Mega menn nú
vera þar til klukkan þrjú á nóttu. Þetta skref til aukins
frjálsræðis virðist ekki hafa valdið neinum sérstökum
vandamálum.
Nætursamkvæmi eru mjög vinsæl og séríslenzk
fyrirbæri. Þau hafa hingað til verið haldin í heimahús-
um íbúðahverfa, svefndrukknum nágrönnum til mikils
ónæðis. Það er í allra þágu, að næturlífsfólki sé gefinn
kostur á veizlum í þar til gerðu húsnæði, langt frá sof-
andi fólki.
Ekkert ætti í rauninni að vera því til fyrirstöðu, að
skemmtistaðir, veitingahús, vínstofur, ölkrár og kaffi-
hús séu opin meðan veitingamanni og gestum hans
þóknast. Það er vandséð, að hið opinbera eigi ein-
hverju uppeldishlutverki að gegna á þessu sviði.
í Vestur-Berlín ríkir þetta frjálsræði. Þar hefur eng-
inn ama af því, þótt sumar krár séu opnar til morguns,
enda er drukkið fólk fremur sjaldséð þar í borg. Ætli
það séu ekki einmitt bönnin, sem helzt framkalla spill-
inguna?
Vestur-Þjóðverjar eru snjallir á fleiri sviðum. Þeir
hirða lítt um verkföll, en hafa samt þjóða hæst laun,
stytztan vinnudag og lengst sumarfrí. Þeir hafa nær
enga verðbólgu og eiga traustasta efnahag í heimi.
Athyglisvert er, að þar í landi er vín, sterkur bjór og
áfengi selt í matvöruverzlunum innan um mjólk og
barnamat. Enda segja margir, að sum önnur vara í
slíkum búðum sé jafn hættuleg, svo sem tóbak og
sykur.
Yfírvöld þar í landi telja sig hins vegar ekki eiga að
hafa vit fyrir fólki með valdboði, hvorki í neyzlu
áfengra drykkja, tóbaks né sykurs. Þess vegna má selja
þessar vörur eins og aðrar vörur. Samt er áfengisbölið í
Vestur-Þýzkalandi minna í sniðum en áfengisbölið á
íslandi.
Til skamms tíma voru áfengisvarnir á íslandi í
höndum bannstefnumanna. Auðvitað voru þær varnir
stundum lítils virði og oftar neikvæðar. Það er ekki
fyrr en til sögurtnar koma menn, andvígir boðum og
bönnum, en fylgjandi fræðslu og hælismeðferð, að
eitthvað fór að ganga gegn bölinu.
Frjálslyndisskref Steingríms er virðingarverð viður-
kenning á breyttum hugsunarhætti. Auðvitað gengu
bannmenn af göflunum, en voru friðaðir með banni
við hádegisdrykkju á vínbörum veitingahúsa. Þetta er
afar fallega hugsað, því að auðvitað eiga menn ekki að
drekka sterka drykki í hádeginu.
Þar af leiðandi hafa áhugamenn um þessa hádegis-
drykkju aðra útvegi. Bannið hefur ekkert hagnýtt gildi,
fremur en aðrar slíkar tilraunir hins opinbera til að
hafa vit fyrir fólki með valdboði.
Hvítasykursát íslendinga er með endemum og flýtir
að minnsta kosti jafnmörgum í gröfina og ofneyzla
áfengis gerir. Samt er leyft að selja sykur að vild. Og
við skulum rétt nefna tóbakið, sem sennilega er skæð-
ast af þessu öllu, en fæst alls staðar.
í öllum þessum efnum eru fræðsla og upplýsinga-
miðlun til góðs, en boð og bönn til ills. Hið opinbera á
því að hætta afskiptum af sölu áfengis og skemmtana-
lífi, en snúa sér í þess stað með fræðslu að rótum
áfengisbölsins.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979.
Sovétmenn ráða
verðþróuninni á
gullmarkaðinum
V
—segir einn sérf ræðinga f jármálablaðsins The Financial
Times—þeir hafa hækkað heimsmarkaðsverðið með
kaupum og sölum á gulli undanfama mánuði
Sovétríkin, sem um skeið hafa
verið annað mesta gullframleiðsluriki
heims — á eftir Suður-Afriku — hafa
notið góðs af mikilli hækkun verðs á
gulli á undanförnum mánuðum. Þess
eru einnig merki að Sovétmenn hafi
bæði keypt og selt gull á alþjóða-
mörkuðum til þess að ýta enn frekar
undir verðhækkanir. Þessu er haldið
fram í grein í brezka fjármálablaðinu
The Financial Times.
Að sögn vestrænna sérfræðinga á
sviði gullframleiðslu vinna Sovét-
menn rúmlega fjögur hundruð tonn
af gulli á ári hverju. Vegna stöðugt
aukins fjölda gullnáma, sem teknar
eru til vinnslu og aukinnar tækni við
vinnslunna vex gullframleiðslan
stöðugt þar eystra. Að sögn lætur
nærri að tekjur Sovétmanna af gull-
sölu nemi jafnvirði þess hveitis og
korns sem þeir verða að flytja inn frá
Vesturlöndum.
Nokkuð er siðan Sovétstjórnin
hóf að selja gull á alþjóða-
mörkuðum á Vesturlöndum. í fyrra
munu Sovétmenn hafa selt um það
bil sama magn og unnið var þá úr
jörðu. Mestallt fór það um
gullmarkaði í Sviss en einnig í minna
mæli um Hong Kong. Mikil leynd
hvílir yfir gullsölu Sovétmanna, enda
skiljanlegt að þeir vilji láta lítið bera
á því að sjálf stjórn kommúnista, i
þessu forusturíki þeirra, sé á kafi i
spákaupmennsku með gull á
musterum kapítalistanna og arð-
ræningja heimsins. Alþjóðafjármála-
menn hafa lögum verið kallaðir það í
þeirra hópi.
Vitað er þó að verulegt magn af
sovézku gulli hefur verið selt í Saudi
Arabíu á undanförnum mánuðum.
Vegna þessa hafa gullsölur þeirra á
venjubundnum mörkuðum, eins og i
í hvert sinn sem bliku dregur á loft i alþjóðafjármálum bregða margir fjármagnseigendur við og kaupa gull þvi reynslan sýnir
að það er öruggasta eignin.
JAN MAYEN
ERÍSLENZK
Forsaga
Norðmenn glata
tækifærinu
Þessa dagana er verið að afla
endanlegra upplýsinga og leggja lin-
urnar í sambandi við endanlega af-
stöðu og stefnumörkun íslands gagn-
vart Jan Mayen. i fyrstu samninga-
viðræðum okkar við Norðmenn
mátti engu muna að við glötuðum
rétti okkar til Jan Mayen nú á næstu
árum: í bezta tilfelli hefðum við
staðið uppi með erfitt deilumál,
illsækjanlegt skv. alþjóðalögum, þar
sem við hefðum verið búnir að sam-
þykkja lögsögulegan rétt Norðmanna
til Jan Mayen. Fram hjá þessu slysi
forðuðu okkur góðir menn á síðustu
stundu. En einnig kom þar til
óskiljanleg frekja Norðmanna sem
skildu ekki að raunverulega stóð
þeim meginatriði málsins til boða,
viðurkenning íslands á lögsögulegum
rétti Norðmanna á Jan Mayen, en
frekjan blindaði þá svo að tækifærið
gekk þeim úr greipum. Hér eftir fá
Norðmenn aldrei viðurkenndan af
íslendingum lögsögulegan rétt yfir
Jan Mayen.
Ný gögn koma
íslandi til góða
Eftir að fyrstu samningaviðræð-
urnar voru yfirstaðnar með því að
Norðmenn ruku heim nánast, án þess
að kveðja, myndaðist tóm til gagna-
söfnunar. Ekki þurfti lengi að leita i
Þjóðskjalasafni áður en pakki kom
fram merktur Jan Mayen I. Pakki
þessi hafði að geyma ein verðmæt-
ustu skjöl sem til eru í islenzka
lýðveldinu í dag, í mörgu tilliti séð.
Skjöl þessi bera glöggan vott stórhug
og framsýni þriggja íslenzkra stjórn-
málaskörunga, þeirra Jóns Magnús-
sonar, Jóns Þorlákssonar og Tryggva
Þórhallssonar, en þessir menn eru
forsvarar íslands á þeim tima er
Norðmenn gera tilraun til að eigna
sér þessa óbyggðu eyju á íslenzka
landgrunninu, Jan Mayen. Mikil-
vægast er þó svarbréf Jóns Þorláks-
sonaT forsætisráðherra sem er svar-
bréf vegna tilkynningar norsku ríkis-
stjómarinnar að norska veðurstofan
haft numið land á Jan Mayen 1924,
eingöngu lítið land kringum veður-
stofuhúsið. 5. mai 1926 tilkynnir
sendiherra Noregs i Kaupmannahöfn
danska utanríkisráðuneytinu að land-
námið nái til allrar eyjarinnar.
Þessum aðförum svarar Jón Þorláks-
son í bréfi 27. júlí, 1927. Bendir hann
þá fyrst á að ísland sé næsti nágranni
Jan Mayen, sem sé að Jan Mayen sé á
islenzku hafsvæði en ekki norsku.
Bendir Jón Þorláksson einnig á að
ísland eigi vissra hagsmuna aðgæta i
sambandi við eyjuna, t.d. hafi verið