Dagblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979. Ruddalegur embættismaður hjá launadeild Reykjavíkurborgar GuðvarAur Jónsson hringdi: Ég hef verið litið við vinnu þetta ár vegna veikinda. I>ó ler ég allial' um hver mánaðatnói og greiði rnin opinheru gjöld lil Gjaldheimtunnar ellir álagningarseðlinum. Ég vann nú í septcmber þrjá daga hjá Reykjavíkurborg og er ég fékk greidd laun fyrir þann tíma hafði verið tekið af mér kr. 13.960 í opinber gjöld. Ég var ekki sátlur við það, þar sem ég var búinn að greiða ntin gjöld lil Gjaldheimtunnar þennan mánuð. Ég hringdi því í þann embættismann sem greiðir út laun hjá borginni og sagði honum að ég hefði verið búinn að greiða þessi gjöld. Hann brást illa við og sagði það ekki rétt vera, hann hefði kröfu á mig upp á 160.000 kr. frá Gjald- heimtunni. Ég hringdi þvi til Gjald- heimtunnar og spurðist fyrir um hvort það gæti verið rétt. Hjá Gjald- heimtunni fékk ég það svar að svo væri ekki þvi ckki væru sendar út kröfur á menn sem greiða gjöldin sin um hver mánaðamót. Þvi næst hringdi ég aftur i embættismann borgarinnar og sagði honum frá svari Gjaldheimtunnar. Maðurinn var hinn mesti ruddi og sagði mér ekki koma þetta neitt við, hann mætti taka af mér í opinber gjöld hvað sem ég segði. Þar sem maðurinn hélt því fram að ég væri að segja ósatt benti ég honum á að tala við Gjaldheimtuna. Hann sýndi mér hinn mesta dónaskap og endaði Flestir láta sér nægja að greiða sin opinberu gjöld eftir álagningarseðiinum um hver mánaðamót. Bréfritari varð þó að greiða sama gjaldið tvisvar. DB-mynd R.Th. Sig. samtal okkar með því að hann skellti greitt þá. En ruddaskap eins og þessi ámig. maður hjá borginni sýndi mér, hef ég Gjaldheimtan endurgreiddi mér aldrei kynnzt fyrr. þessa peninga, þar sem ég hafði þegar ÓLÆSILEGU SÆTIN í ÞJÓDLEIKHÚSINU I .eikhúsgcstur skrifar: Ég og vinkona min förum oft i leikhúsin hér og ekki sízt í Þjóðleik- húsið. Eitt er það sem veldur okkur vandræðum þegar þangað kentur en þá á ég við númerin á sætunum. Þau eru svo að segja útmáð og cr það óskiljanlegur trassaskapur að endur- nýja þau ekki. Við reynum ætið að panta sæti framarlega i aðalsalnum og sl. vetur komumst við ofl í hreinustu vand- ræði mcð að finna okkar sæti. Settumst stundum i skakka stóla og þá var sifclldur sætaflutningur til og frá þvi að það voru fleiri gestir en við sem komust í vandræði. Nú eru sýningar hafnar að nýju i Þjóðleikhúsinu og við vinkonurnar skunduðum þangað. En allt fór á sömu leið og áður, engin breyting til bóta á númerum sætanna. Það er hreinlega að verða eins konar kross- gáta að ftnna réttu sætin og virðist aðcins eitt til hjálpar en það er að hafa með sér stækkunargler og leita að þvi númeri sem greinilegast er og reikna út frá því hvar hin réttu sæti eru. En slik könnun er óskemmtileg og á alls ekki að þurfa að eiga sér stað. Hvað veldur slíkum trassaskap i leikhúsi þjóðarinnar? Það getur ekki verið kostnaðarsamt að kippa þessu i lag. Og þó svo væri þá er nauðsynlegt að hafizt verði handa strax og ný númer látin á sætin. Herstöðvaandstæðingar: HVER VAR TILGANGURINN? Áhorfandi skrifar: Ég var áhorfandi að aðgerðum hcrstöðvaandstæðinga i Sundahöfn þ. 19. september þar sem lögreglan beitti kylfum. Mannfjöldinn ruddist á lögregluþjónana og ýtti þeim langt inn á hið afgirta bannsvæði á bryggjunni i átt að bryggjukantinum og sjónurn. Lýsing Dagblaðsins á lor- siðu þ. 20. sept. var hárrétt og hlutlaus og á ég þá við lasögn blaða- mannsins. Áður en mannfjöldinn ruddist á lögrcgluþjónana fór allt friðsamlega fram og níðstöngin með hrosshausnum stóð i friði og spekt rétt við stefni þýzka skipsins, a.m.k. í hálftima. Stefni skipsins var nefni- lega utan við bannsvæðið, og þurfti því ekki að ryðjast inn á bannsvæðið til að komast „nær". Var tilgangur- inn ekki bara sá að ryðja lögreglu- þjónunum út af bryggjunni og i sjó- inn? Sumir segja, að Nató hafi ráðizt á ísland i þorskastríðinu við Breta. Ég hélt að það hefði verið eilt af ákvæð- um í fiskveiðisamningi Brela og is- lendinga að leggja skyldi deilur fyrir alþjóðadómstólinn er samningurinn væri útrunninn. Þetta samnings- ákvæði virtum við ekki. Og hvað, með ofbeldi okkar, ásamt upptöku eigna, gegn Greenpeace-samtökun- um? Nei, okkur er sæmst að viður- kenna að þegar hagsmunir stangast á við lög, rétt og samninga, þá sitja hagsmunirnir i fyrirrúmi, hjá okkur rétt eins og hjá öðrum þjóðum. Við erum engin undantekning. Mér hefur dottið í hug að halda mótmælafund, með logandi kyndlum, á einkalóð þekkts her- stöðvaandstæðings kl. 19 þ. 20. október. Siðan annan fund i svefn- herbergi hans þ. 21. október kl. 8 að morgni, nteð kröfuspjöldunt, þar sem á eru letraðar atkvæðatölur hinna mörgu sovézku stjórnmála- flokka i siðustu kosningum, sem auðvitað voru lýðræðislegar ásamt nöfnum allra ntótframbjóðenda Brésnéffs gegnum árin, fjölda þátt- takcnda i siðasta verkfalli þar eystra, svo og nafn verkamanns sem fékk að lara til Mallorka í suntarfrí og þurfti ekki að nota loftbelg og var ekki skotinn við múrinn. Að sjálfsögðu ryðst ég á og ýti (samkvæmt stjórnar- skránni) burt hwrjunt þeim sem heftir för mina og fundafrelsi og „misþyrmir” mér eða fundar- félögum minum. Raddir lesenda BREYTA ÞYRFTI0PNUNAR- TÍMA PÓSTHÚSSINS —áFáskrúðsfirði Fáskrúðsfirðingur hringdi: Mig langar að konta þvi á fram- færi, í framhaldi af skrifum um opnunartima bankanna, að hér á Fá- skrúðsfirði þyrfti að breyta opnunar- tima pósthússins. Flugfélagið hefur breytt ferðum sinum hingað þannig að póstur sem kemur á föstudögum hingað kemur 'eftir lokun póst- hússins. Maður fær þvi ekki póstinn fyrr en á mánudögum. Pósthúsið helur tekið upp þá breytingu að opna klukkutima fyrr á ntorgnana. Betra væri að pósthúsið hefði frekar opið fyrir hádegi á laugardögunt en slcppti þessari opnun klukkutíma fyrr á ntorgnana. Breyta þyrfti opnunartima Pósthússins á Fáskrúðsfirði, segir bréfrilari. Myndin er frá Fáskrúðsfirði. DB-mynd JH. Vinnufélagar skora á dr. Kristján F.ldjárn að gefa kost á sér áfram i forseta- embættið. SK0RA A DR. KRISTJAN AÐ SITJA ÁFRAM Vinnufélagar hringdu: Okkur langar að koma á framfæri áskorun til forsetans, dr. Kristjáns Eldjárn, að hann gefi kost á sér á- frani í forsetaembættið. Það hefur ekkert kontið frant um það hvort dr. Kristján ætlar fram á móti Albert — eina manninum sem hefur tilkynnt um framboð sitt ennþá. Við crum sannfærð um að meiri- hluti islendinga kýs helzt að dr. Kristján gegni embættinu áfram cnda hefur hann staðið sig með afbrigðunt vel og verið landi og þjóð til sóma. Stutt Og skýrbrél Enn einu-sinni minna lesenda-, dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum llnu, að láta fylgja fullt nafn, heimilisfang, slmanúmer <ef um það er að ræða) og nafnnúm- er. Þetta er lltil fyrirhöfh fyrir bréf ritara okkar og til mikilla þæginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf ættu helzt ekki að vera lengri, en 200—300 orð. Slmatími lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.