Dagblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR S. OKTÓBER 1979.
T-beinasteik
meðbökuðum
kartöfíum
T-bone steik er dæmigerður anier-
ískur matur. Það er nautakjötsstykki
sem hefur bein sem er í laginu eins og
bókstafurinn T. Þaðan er nafnið
dregið. Kjötstykkið er vanalega 4—5
cm þykkt. Slíkt kjöt má annaðhvort
glóðarsteikja, steikja á pönnu eða í
ofni. Algengast er að borða ekki ann-
að með T-bone steik en bakaðar kart-
öflur og hrásalat.
Fyrir 3—4 nægir ein steik, ca 500
gr þung og 4—5 cm þykk.
1 msk. smjör eða smjörl.
I tsk. salt
1 tsk. svartur eða hvítur pipar
Bakaðar kartöflur:
3—4 stórar, mjölmiklar kartöflur
I msk. smjör eða smjörl.
Klippt steinselja
I tsk. sall
Uppskrift
dagsins
Þaðerkannski ekki gustuk að vera
að ráðleggja fólki að borða bakaðar
kartöflur þvi sennjlega er ekki hægt
að fá á markaðnum hér kartöflur sem
henta til bökunar. En einhverjir eru
kannski svo ljónheppnir að rækta
kartöflur sjálfir og geta því látið
þennan lúxus eftir sér. Þegar baka á
kartöflur á að byrja á því að stilla
ofninn á 200°C hita. Síðan eru kart-
öllurnar burstaðar þannig að þær
Atvinna
Óskum eftir að ráða til starfa strax harðduglegan, laghent-
an mann.
Ólafur Kr. Sigurðsson h/f.
Tranavogi 1. — Sími 83499.
verði vel hreinar. Þær eru síðan
látnar í ofninn (þegar hann er orðinn
heitur) og látnar passa sig sjálfar i um
það bil 50 mín. Hægt er að finna
hvort þær séu orðnar mátulegar með
þvi að stinga í þær prjóni. Brúnið
kjötið í smjörinu á pönnu (ef ekki á
að glóðarsteikja það). Kryddið kjötið
eftir að það er orðið brúnað. Minnk-
ið nú hitann á pönnunni og steikið
kjötið áfram ca 6—7 min. á hvorri
hlið. Skerið siðan kjötið frá beininu
og skerið það í bita eins og sýnt er á
myndinni. Takið kartöflurnar úr ofn-
inum, skerið kross í toppinn og
klemmið þær aðeins eins og myndin
sýnir. Látið smjörbita með steinselju
í sárið og saltið síðan. Margir kjósa
að nota sýrðan rjóma í staðinn fyrir
smjörið og er hvort tveggja ákaflega
Ijúffengt.
Hráefniskostnaður er í kringum
3000 kr. eða um 750 kr. á mann.
- A.Bj.
Akranes:
FÆÐID Á HÓTEUNU K0STAR
150 WJS. A MANN Á MÁNUÐI
— svo finnst okkur viQ eyðsluklær að vera með 30 þúsund f meðaltal á mann
á mánuði, segir húsmóðir frá Akranesi
Húsmóðir á Akranesi skrifar m.a.:
„Bæði ég og aðrir erum undrandi á
þeim lágu tölum sem koma fram á
upplýsingaseðlum sumra sem eru
með meðaltal langt undir 20 þúsund-
um á mann. Ég get það ekki nema ég
hafi átt birgðir af kjöti frá næstu
mánuðum á undan og finnst mér ég
þó ekki bruðla.
Til samanburðar get ég sagt frá
bróður mínum.Hann er laus og lið-
ugur og vinnur fjarri heimilinu.
Hann kaupir fæði á hóteli staðarins
þar sem hann vinnur og það kostar
5000 kr. á dag. Það gerir rúmar 150
þúsund kr. á mánuði ef hann er í
fullu fæði!
Svo erum við húsmæðurnar að
velta fyrir okkur hvort við séum ein-
hverjar ógurlegar eyðsluklær þótt
upphæðin pr. mann fari í um 30
þúsund yfir mánuðinn. Við reiknum
vist heldur ekki með okkar vinnu eða
rafmagni.
Þetta var aðeins útúrdúr til
umhugsunar.”
Raddir neytenda
Reynir
að spyrna
við fótum
— 51 þúsundámanní
tveggja manna
fjölskyldu á Selfossi
í bréfi frá tveggja manna fjöl-
skyldu á Selfossi, sem var með rúm-
lega 51 þúsund i meðaltal í ágúst,
segir m.a.:
„Heimilishaldið í ágúst var dýrara
en venja er því ég keypti þó nokkuð
af kjöti og öðru í frystikistuna.
Til einhvers verður að reyna að
grípa í þessari verðbólgu sem er alveg
gifurleg og virðist aldrei ætla að
stoppa. Fólk er farið að hugsa hvar
þessi ósköp endi.”
~
MIDINN VAR í
DÓSINNI
—Tæplega í samræmi við
lögogreglugerðir
V
I
Samband.
of lcoland
„Þessi miði kom úr dós af létt-
r'eyktum síldarflökum sem ég keypti í
sumar,” segir i bréfi frá húsmóður á
Akranesi.
,,í þetta skipti notaði ég ekki inni-
haldið í salat eins og ég geri oft. Þá
hefði sennilega einhver fengið að
borða miðann.”
Með bréfinu fylgdi þessi litli miði
sem sést hér á myndinni. Á honum
stendur á ensku að ef kvarta þurfi
eigi að vitna til áletrunarinnar KASK
24 og hafa samband við Samband of
lceland.
Ekki sýnist þessi áletrun vera í
samræmi við tslenzk lög og reglur!