Dagblaðið - 05.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979.
gætu haft í för með sér er samt mikil!
áhugi á að kynna sér nánar aðferðir
við oliuvinnslu úr kolum. Hafa menn
þá jafnvel í huga einhvers konar sam-
vinnu við sérfræðinga í Suður-
Afríku. Vitað er um nokkur banda-
rísk einkafyrirtæki (Exxon olíufélag-
ið), sem þegar eru farin á stúfana þó
hljótt hafi farið.
Talið er víst að ekki mundi standa
á ráðamönnum í Suður-Afríku með
að ganga til samstarfs í þessum
efnum. Þar mundu þeir sjá sér leik á
borði með að rjúfa gat á einan-
grunarmúrinn, sem myndazt hefur
umhverfis ríki þeirra vegna stefnunn-
ar í málefnum svarta meirihlutans i
landinu.
Fyrirfram er vitað að margháttaðir
erfiðleikar munu verða á vegi þeirra
vestur-evrópsku og bandarísku fyrir-
tækja sem taka vildu upp samvinnu
við Suður-Afrikumenn og þá jafn-
framt hefja oliuvinnslu úr kolum í
sínu heimalandi. Umhverfisvanda-
mál mundu hrannast upp, vafi leikur
á hvort þessi vinnsluaðferð sé arðbær
enn sem komið er miðað við aðrar
rikjandi aðferðir. Síðast en ekki sizt
má telja víst að alda pólitískra mót-
mæia mundi rísa hátt bæði í heima-
löndunum og á alþjóðavettvangi.
Hvað varðar umhverfismálin þá
þarfnast olíuvinnslu úr kolum gífur-
legs magns af fersku vatni; fjórð-
ungur kolanna, sem til vinnslunnar
fara gengur út sem aska og myndar
hún heljarhrauka við framleiðslu-
staðina. Erfitt gæti orðið að finna
heppilegan stað fyrir slíka starfsemi,
sem allir áhrifaaðilar gætu sætt sig
við. Sasol verksmiðjan nýja tekur til
dæmis rými þar sem áður voru
fjórtán stórir búgarðar í Transvaal í
Suður-Afríku. Flytja verður kolin til
fyrirlækisins í eitt þúsund járn-
brautarvögnum dag hvern og birgða-
stöðin fyrir óunnin kol tekur yfir
svæði sem jafnast á við sextíu knatt-
spyrnuvelli.
Ekki kemur mikið af menguðu
vatni frá olíuvinnslunni en loftmeng-
un er aftur á móti mikil. Núverandi
framleiðsluaðferðir í Suður-Afríku
mundu ekki standast þær kröfur sem
gerðar eru til varnar loftmengun frá
nýjum fyrirtækjum í Vestur-Evrópu
og Bandaríkjunum.
Bandarískir aðilar, sem kannað
hafa þessi mál, fullyrða þó að ekki
verði verulegum erfiðleikum háð að
bæta úr þessum ágöllum, þó sumir
segi einnig að þeim finnist réttlætan-
legt að ráðamenn um umhverfismál
sýni vissa tilhliðrunarsemi í byrjun.
Ef hugleiðingar um olíuvinnslu úr
kolum fengju frekari byr undir
vængi á Vesturlöndum er líklegt að
margir stjórnmálamenn mundu telja
framkvæmdir á þessu sviði fýsilegar
vegna mikillar atvinnu sem þeim
mundi fylgja. Nú þegar hefursprott-
ið upp tuttugu og tveggja þúsund
manna bær við aðra hinna nýju
vinnslustöðva Sasol, suður-afríska
fyrirtækisins.
Hvort oliuvinnslan úr kolum yrði
samkeppnisfær við aðrar vinnsluað-
ferðir er nokkuð á huldu. Suður-
afrísk yfirvöld láta lítið sem ekkert
uppi um framleiðslukostnað. Bensín-
verð í Suður-Afríku er rúmlega helm-
ingi hærra en í Bandaríkjunum.
Vitað er að Sasol fyrirtækið nýtur
nokkurra skattfriðinda þar og fær
auk þess nokkra frekari fyrirgreiðslu
frá stjórnvöldum. Ýmsir sérfræð-
ingar segja þó að þrátt fyrir skatta-
ívilnanir sé rekstur fyrirtækisins ekki
arðbær ef kostur gefist á olíu unninni
á hefðbundinn hátt. Heimildir hjá
Sasol fyrirtækinu fullyrða að þeir
framleiðj bensín fyrir minna en tvo
dollara gallonið og reksturinn hafi
gefið af sér arð á síðasta ári. For-
sendur fyrir arðsemi olíuvinnslu úr
kolum geta þó algjörlega breytzt í
framtíðinni og öruggt er að ríki sem
ráða yfir auðugum kolanámum
munu fylgjast náið með þróun mála.
Varðandi pólitískar hliðar málsins
innar þvi að svara á þá leið, að með
visun til gildandi reglugerðar um toll-
frjálsan varning ferðamanna (sbr. til-
kynningu nr. 195, 24. maí 1978, sem
birt er í B-deild Stjórnartiðinda) sé
sk'ylt að fara með myndavélina í
gegnum rauða hliðið og tilkynna
hana. Ef starfsmenn Fríhafnarversl-
unarinnar mundu ávallt skýra frá
því, þegar keypt er myndavél að verð-
mæti meira en 24 þús. krónur, bcri
að fara í rauða hliðið, þegar komið
verður heim og tilkynna mynda-
vélina, mundu allir löghlýðnir íslend-
ingar hætta við fyrirhuguð kaup.
Staðreyndin er sú, að sala á
myndavélum í Fríhafnarversluninni
og síðan innflutningur þeirra fer
fram eins og starfsmaður verslunar-
innar lýsti, þ.e.a.s. einn og einn
ferðamaður lendir i því að þurfa að
greiða toll af myndavél og e.t.v.
einnig sekt, en meginþorrinn sleppur
inn með v.élar sínar. Slíkar ólöglega
innfluttar myndavélar ber reyndar að
gera upptækar til ríkissjóðs, en því
ákvæði er ekki framfylgt nema um
háar upphæðir sé að ræða. Hvernig
tollyfirvöldum leyfist þannig að snið-
ganga ákvæði 6. gr. áðurnefndrar
reglugerðar, er undirrituðum reyndar
ekkiljóst.
Við eftirlit á innflutningi tollskylds
varnings, sem keyptur er erlendis,
verður vart komið við annarri aðferð
en nú er viðhöfð, þ.e. að gera úrtaks-
kannanir. Hins vegar er ástæðulaust
og ósanngjarnt að láta einn og einn
greiða toll en meginþorrann sleppa,
þegar ríkisvaldið hefur í hendi sér, að
hafa upplýsingar um innkaupin,
þ.e.a.s. þegar hinn tollskyldi varn-
ingur er keyptur í verslun rikisins.
Ekkert væri auðveldara en að skrá
niður öll kaup íslendinga á einstök-
um hlutum, sem kosta meira en 24
þús. kr. og láta þær upplýsingar
ganga til tollyfirvalda. Meira aðsegja
er í mörgum tilvikum hægt að sjá á
farseðli kaupanda, hvenær hann
hyggst koma heim og með hvaða
flugi. En þvi er slíkt ekki gert? Skyldi
það vera af ótta við, að þá mundi sala
til íslendinga í Frihafnarversluninni á
dýrari hlutum falla niður og þar með
mundi hagnaður ríkisins af verslun-
inni minnka? Eðlilegast væri að láta
jafnt yfir alla ganga, þ.e. að láta alla
greiða toll af tollskyldum varningi,
sem keypturer í Fríhafnarversluninni
eða breyta reglunum þannig, að það
sem íslendingar fá að kaupa þar sé
tollfrjáls varningur.
Reglur um tollfrjálsan
varning úreltar
Reglur þær, sem nú, 2. október
1979, gilda um tollfrjálsan varning
ferðamanna tóku gildi 31. maí 1978.
Reglurnar eru miðaðar við verð i ísl.
krónum. Augljóst er, að í landi sem
íslandi, þar sem gengi krónunnar fer
hríðlækkandi og verðlag fcr smá-
hækkandi í nágrannalöndum okkar
og hratt hækkandi hérlendis, verða
slikar reglur fljótt úreltar.
Samkvæmt gildandi reglum mega is-
lenskir ferðamenn ekki koma með til
landsins fyrir meira en 32 þús. kr. að
verðmæti. Einstakir hlutir mega ekki
kosta meira en 16 þús. kr. Þó má
koma með myndavél, sjónauka, út-
• „Væri ekki ráölegt aö leggja rauða hliðiö
niöur og taka upp fyrra fyrirkomulag?
Þannig gæti ríkiö sparaö sér aö hafa í rauðu
hliöi tollþjón allan sólarhringinn, sem sýnilega
hefur svo til engin verkefni, enda virkar græna
hliöiö ekki sem slíkt því þar er leitað eins og
ekki væri rautt og grænt hliö.”
• „Þegar afgreiðslumaðurinn var spuröur
aö því hvort ekki yröi aö greiða toll af
myndavélinni þegar heim væri komið var
svarió: „Því er ekki aö neita að einn og einn er
óheppinn og missir myndavél sína í toll.”
n
Tankar og leiðslur, sem liggja í allar áttir í Sasol stöðinni í Suður-Afriku. Þannig verjast hvítir viðskiptabanni og refsiað-
gerðum Sameinuðu þjóðanna vegna kynþáttastefnunnar.
er mjög erfitt að segja hvað verður
ofan á. Vilja vestræn ríki fórna
vinsamlegum samskiptum við svört
Afríkuríki fyrir tæknileg og við-
skiptaleg tengsl við Suður-Afríku þó
' um olíuna sé að tefla? Það er ekki
Ijóst.
varpsviðtæki eða segulbandstæki
fyrir 24 þús. kr.
Meginþorri íslenskra ferðamanna
kemur með varning fyrir hærri upp-
hæð, fer í gegnum græna hliðið og er
hleypt í gegn athugasemdalaust enda
þótt tollverðir hafi litið í ferðatöskur.
Stjórnvöldum hlýtur að vera þetta
Ijóst á timum sem ferðaskrifstofur
skipuleggja „innkaupaferðir” til ná-
grannalanda okkar. Sú tilhneiging ís-
lendinga að setja og vera með í gildi
óraunhæf lög og reglugerðir er ein
ástæða þess, hve ólöghlýðni er ríkj-
andi hér á landi.
Rauða hliðið lokað
Komi íslenskur ferðamaður með
varning fyrir meira en 32 þús. kr. að
verðmæti alls, myndavél, sjónauka,
útvarpstæki eða segulbandstæki fyrir
meira en 24 þús. kr. að verðmæti, ber
honum að fara í rauða hliðið og til-
kynna hinn tollskylda varning. Fari
ferðamaðurinn i græna hliðið, telst
hann hafa tilkynnt, að hann sé ekki
með neinn tollskyldan varning, og
hefur þvi gerst brotlegur við gildandi
reglugerðarákvæði. Finnist í farangri
hans tollskyldur varningur, ber að
meðhöndla hann sem ólöglega inn-
fluttan varning og gera hann upptæk-
an til rikissjóðs.
Síðastliðið vor komu nokkrir verk-
fræðinemar heim úr kynnisfer.ð i
Bandaríkjunum og fóru í græna
hliðið. í farangri tveggja þeirra
fannst tölvubúnaður, sem þeir sam-
viskusamlega sögðu, að hefði kostað
um 400 dali (um 132 þús. kr.). Eftir
að lögreglan á Keflavíkurflugvelli,
rannsóknarlögregla ríkisins og sak-
sóknaraembættið höfðu fjallað um
málið, var verkfræðinemunum boðið
upp á dómssátt á þá leið, að tölvu-
búnaðurinn verði gerður upptækur
til rikissjóðs og að þeir greiði sekt að
upphæð kr. 30 þúsund. Þessi harða
afstaða byggðist á þvi, að þeir höfðu
farið i græna hliðið og ekki tilkynnt
tölvubúnaðinn að fyrra bragði. Þeir
höfðu hins vegar ekki átt þess kost að
fara um rauða hliðið þvi það var lok-
að eins og nánar skal nú skýrt frá.
Undirritaður, sem var fararstjóri
verkfræðinemanna, var með toll-
skyldan varning og kom að rauða
hliðinu lokuðu. Eftir að hafa farið í
næsta græna hlið og skýrt frá hinum
tollskylda varningi, sagði tollvörður-
inn með ólundartón: ,,Þú átt að fara
með þetta í rauða hliðið.” Var þá
gerð önnur tilraun, farið að hinu
lokaða rauða hliði og hurðinni, sem
reyndist ólæst, lokið upp, en fyrir
innan var engan tollþjón að finna.
Þegar .komið var aftur i græna hliðið
Tæknilega má einnig benda á að
ýmsar aðrar nýtingarleiðir á kolum
eru til athugunar. Vitað er þegar að
fjórir tíundi hlutar orkugildis kol-
anna nýtast ekki við olíuvinnsluna,
hana mætti þó að sögn auka upp í sex
tíundu með endurvinnslu loftefna
sem verða af vinnslunni.
Öll munu mál þessi vafalaust ráð-
ast af þróun orkumála í framtíðinni.
Hverju þjóðir Vesturlanda vilja
fórna fyrir trygga oliu mun síðar
konia í ljós.
(Byggt á grein í The Christian Science Monitor).
„Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þvf að enginn tollþjónn var til staðar í rauða
hliðinu?”
og skýrl frá þvi, að í rauða hliðinu
væri enginn tollþjónn, svaraði toll-
þjónninn: „Hann á að vera þar.”
Undirritaður svaraði því til, að enda
þótt tollþjónn ætti að vera í rauða
hliðinu, væri staðreyndin sú, að þar
væri enginn.
Tollþjónninn í græna hliðinu sagði
þá með sama ólundartóninum og
áður: „Þú getur skilið þetta eftir hjá
mér,” sem var gert. Ekki fékk undir-
ritaður neina skriflega staðfestingu á
því að hafa afhent ti! tollmeðferðar
dýrmætan hlut, til að framvísa við
tollafgreiðslu í Reykjavik, en þangað
var hluturinn sendur.
Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir
þvi, að enginn tollþjónn var til staðar
í rauða hliðinu? Skyldi hún ekki vera
sú, að til undantekninga heyri, að
þangað komi nokkur? Væri ekki ráð-
legt að leggja rauða hliðið niður og
taka upp fyrra fyrirkomulag? Þannig
gæti ríkið sparað sér að hafa í rauðu
hliði tollþjón allan sólarhringinn, sem
sýnilega helur svo til engin verkefni,
enda virkar græna hliðið ekki sem
slikt, því þar er leitað eins og ckki
væri rautt og grænt hlið.
Gísli Jónssnn
prúfessor.