Dagblaðið - 17.12.1979, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979.
„Þetta var a/veg frábært”
— verkleg æfing við vínsmökkun
,,Þetta var alveg frábært,” sagði
einn gestanna i hinni „verklegu
æfingu” við prófun átta léttvínsteg-
unda á Loftleiðahótelinu á laugardags-
kvöldið. ,,Allir drukku að minnsta
kosti átta tegundir af vini og enginn var
drukkinn, ekki einu sinni hreifur af
vini,” sagði annar gestur og bætti þvi
við að hann hefði hiklaust ekið bil
sínuni heim ef hann hefði verið á
honum.
Eins og til stóð voru ,,æfingar”
undir stjórn Jónasar Kristjánssonar rit-
stjóra. Býr hann yfir miklum fróðleik
og þekkingu um efnið og „andann”.
Þeir sem þarna voru nutu þess að
skyggnast dálítið inn fyrir tjaldið sem
hylur skipulega alla umræðu og þess
vegna fróðleik um góð vín og vond.
Þeir ræddu það á eftir sín á milli að slik
kvöld þyrfti að endurtaka þegar fleira
fólk hel'ði betri tíma frá önnum
dagsins.
-BS.
Svrinn R. Kyjólfsson framkvæmdastjðri virðist sannfærður um að vfnið sé tært.
Jónas Kristjánsson ritstjóri gefur holl ráð við vinsmökkunina. Við hlið hans situr Helgi Pétursson ritstjóri Vikunnar, sem
kynnti.
Bjóðum upp á eftt mesta úrval af antík- og rókókó húsgögnum héríendis, og
úr blómabúð: Aðventukransa, leiðiskrossar, greinar, jólarós, alparós,
skreytingar o. fí
Kkki vantar glasafjöldann, enda smökkuðu menn átta tegundir. Þeir ræða um gæðin
Pétur Guðjónsson og Sveinn R. Kyjólfsson.
DB-myndir Ragnar Th.
Árni Bergmann
Miðvikudagar
Moskvu
Um aldabil var Rússland vesturlanda-
búum mikil ráðgáta.
Þetta breyttist ekki með stofnun Sovét-
rikjanna 1917.
Fjölmargar bækur hafa verið ritaðar um
sögu Sovétrikjanna, en við fullyrðum að
engin þeirra likist þessari bók.
Hún opnar okkur nýjan heim og er
dýrmætur fengur þeim, sem vill öðlast
skilning á þessari leyndardómsfullu þjóð.
Bók Árna er i senn uppgjör hans við
staðnað þjóðskipulag og ástaróður til
þeirrar þjóðar sem við það býr.
Mál og menning l|S|l