Dagblaðið - 17.12.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979.
11
Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í gær:
Jólasveinar mættu með tvöfalt lið
Jólasveinar virðast koma óvenju
fjölmennir af fjöllum í ár enda í mörg
horn að líta. Ekki færri en átján
þeirra voru mættir á þaki Köku-
hússins við Austurvöll um klukkan
fjögur i gærdag þar sem þeir
skemmtu miklum fjölda barna sem
þangað voru mætt þrátt fyrir að kalt
væri i veðri og hráslagalegt. í
Hafnarfirði voru jólasveinar einnig
fjölmennir við félagsheimilið
Hraunvang og ekki virtust börnin
skemmta sér síður þar.
Það virtist því heldur lítið
samræmi í hlutunum þegar jólasvein-
arnir hófu upp raust sína og sungu
Jólasveinar einn og átta jafn fjöl-
mennirog þeirvoru.
Áður en jólasveinarnir hófu
skemmtun sína við Austurvöll hafði
verið kveikt á jólatrénu, sem er gjöf
Oslóarbúa til Reykvíkinga Anne
Marie Lorentsen, sendiherra Noregs
á íslandi afhenti tréð og í ræðu sinni
lagði hún meðal annars áherzlu á að
norrænt samstarf væri annað og
meira en ræðuflutningur við hátíðleg
tækifæri. Sigurjón Pétursson, forseti
borgarstjórnar, veitti trénu viðtöku
fyrir hönd Reykvíkinga og þakkaði
gjöfitta.
Þá lék Lúðrasveit Reykjavíkur
undir stjórn Eyjólfs Melsted og jóla-
sálmar voru sungnir. Dagskrá þessi
tók talsvert langan tíma og voru
Jólasveinninn Þvörusleikir var dálftið feiminn og hélt sig i hæfilegri fjarlægð frá
hinum jólasveinunum.
mörg barnanna orðin blá af kulda með sitt tvöfalda lið. En kuldinn vafalausl hafa allir haldið glaðir
þegar jólasveinarnir loksins mættu gleymdist undir skemmtun þeirra og heim. -<;AJ.
A ■ ■
'"<•.*>'•S.»'V
■RIPWIZ
IttftBWMHR “
pBMBWIg >| ||
ílSSiiil11 !•
iff 2 i
w ii! n : jpW ^íl
Mikill mannfjöldi var samankominn á Austurvelli er jólasveinarnir átján hófu upp raust sina á þaki Kökuhússins.
Jólasveinarnir f Hafnarfirði gáfu félögum sinum i Reykjavfk ekkert eftir þó ekki væru þeir eins fjölmennir.
DB-myndir Ragnar Th.
Ánægjan skin úr andlitum barnanna er þau sáu einum jólasveini bregða l'vrir i
glugga Landsimahússins skömmu á'ður en jólasveinarnir átján komu út.
Jólatréssala Hjáipar-
sveita skáta
í Hafnarfirði:
Aukning á
sölu dýrustu
trjánna
Hjálparsveit skáta I Hafnarfirði var í
gærdag með jólasveinaskemmtun,
kaffisölu og flugeldasýningu við félags-
heimili sitt, Hraunvang, i Hafnarfirði
til kynningar á starfsemi sinni.
Fyrir þessi jól eins og undanfarin ár
mun sveitin selja jólatré til styrktar
starfsemi sinni. Þar gefur að líta mikið
úrval trjáa sem kosta frá 7.800 krónum
til 30.000 kr. Dýrast er eðalgrenið og
sagði Svavar Geirsson, formaður
sveitarinnar, í samtali við DB í gær að
mun meira virtist ætla að seljast af
eðalgreninu í ár en undanfarin ár.
Sveitin býður upp á þá þjónustu að
pakka trjánum, merkja þau og senda
þau síðan heim til kaupenda skömmu
fyrir jól.
Rekstur Hjálparsveitar skáta í
Hafnarfirði kostar mikið fé og um ára-
bil hefur jólatréssalan verið burðar-
ásinn í fjáröflun sveitarinnar, enda er
hún eina sveitin í landinu sem ekki selur.
flugelda til styrktar starfsemi sinni.
Hjálparsveitin i Hafnarfirði er eini
aðili landsins sem á og rekur sporhunda
en þeir hafa margsinnis sýnt og sannað
gildi sitt og bjargað mörgum manns-
lífum.
Jólatréssala sveitarinnar er opin alla
virka daga frá kl. 14 til 22 og um helgar
frá kl. lOtil 22.
-GAJ.
Gott verðf
Frábærgæði
BENCO
55rása
VHF/fm
skipastöð
Naralec
Nýtt!
Bolholti 4 — Sími21945