Dagblaðið - 17.12.1979, Side 13

Dagblaðið - 17.12.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979. 13 Erlendar fréttir Moskva: Snjórinn veld- ur samgöngu- erfiðleikum Bifreiðaeigendur í Moskvu eru nú hvattir til að skilja bíla sína eftir heima vegna mikils snjóþunga á götum borgarinnar. Mesta snjókoma vetrarins í Moskvu var í gær og í gærkvöldi voru nær allar götur ófærar þar um slóðir. Búizt er við meiri snjókomu austur þar á næstu dögum en hitamælar eru komnir niður i mínus 12 stig á Celcius, sem ekki þykir tíðindum sæta i Moskvu. Caracas: Ubýumenn vilja 34 dollara á olíufatið Saudi-Arabía vill halda sig við 24 dollara. Miklar deilur á OPEC-ráðstefnu v'erulegur ágreiningur mun vera á milli OPEC ríkjanna sem nú halda ráðstefnu í Caracas höfuðborg Venezuela. Saudi Arabia hefur tilkynnt að hækkun á olíu rikisins verði 6 dollarar fyrir fatið og fari upp í 24 dollara. Er þá átt við óunna olíu. Yamai olíumálaráðherra Saudi- Arabíu sagði að ríki hans samþykkti ekki meiri hækkun á grundvaliar- verði OPEC ríkjanna. Bæði Libýa og lndónesia hafa þegar tilkynnt um að verð þeirra muni fara upp fyrir 24 dollara markið. Olíumálaráðherra Líbýu hefur gagnrýnt Saudi-Arabiu fyrir að bíða ekki eftir ákvörðun OPEC fund- arins um nýtt viðmiðunarverð. Slíkt hefði verið eðlilegt. Hann gaf i skyn að hann mundi heimta að verðið fyrir 1980 yrði ákveðið enn hærra eða allt að 34 dollarar fyrir olíufatið. Taldi hann það eðlilegt verð ef tekið væri tillit til hækkana á annars konar orkugjöfum. Fulltrúi Sameinuðu fursta- dæmanna við Persaflóa fylgir Saudi Arabíu að málum. Sagði hann í Caracas í gær að hann mundi ekki samþykkja frekari olíuverðshækkan- ir en upp í 24 dollara fyrir fatið. OPEC ríkin virðast sammála um að koma verði sér saman um nýtt verðskipulag á olíunni en ekki eru taldar horfur á að samkomulag náist um leiðir sem líklegt sé að olíukaupa- ríki geti fallizt á. Hið eina sem virðist Ijóst er að olia mun halda áfram að hækka á heimsmarkaði. Detroit: Þrjár milljónir lítra af olíu bnumu í gær Slökkviliðsmenn réðu í morgun niðurlögum elds, sem logað hafði síðan i gær í þrem stórum geymum í útjaðri bifreiðaborgarinnar Detroit í Banda- rikjunum. Þá voru um það bil þrjár milljónir lítra af bensíni og olíu brunnir og miklar sprengingar höfðu orðið í geymunum. Vegna slysahættu voru fjögur þús- und manns fluttir frá heimilum sinum í nágrenni við olíuhreinsunarstöðina þar sem eldurinn var. Nú eru flestir þeirra þó komnir aftur til síns heima. Rúmlega eitt hundrað slökkviliðs- menn börðust við eldinn í rúman sólar- hring en ekki er vitað hver eldsupptök voru. Tjónið er talið nema í það minnsta einni milljón dollara og þá aðeins reiknað með brunninni olíu en annað brunatjón ótalið. REYNA VID HUÓÐ- MÚRINN Á LANDI Stan Barrett ævintýramaður frá Hollywood mun í dag reyna enn einu sinni að rjúfa hljóðmúrinn á þurru landi. Hann beitir til þess farartæki sem knúið er áfram með eldflaugum. Tilraun i gær fór út um þúfur er eld- flaugarnar fóru ekki i gang. Barrett verður að koma rauðu örinni sinni á 1206 kilómetra hraða en til þess vantar í það minnsta ekki kraftinn því eldflaugin er hvorki meira né minna en 60 þúsund hestöfl. Ef tilraunin tekst ekki i dag verður Barrett að bíða þar til næsta sumar því regn- tími fer nú i hönd í Kaliforníu. Skákmótið í Buenos Aires: Yfírburöasigur Larsens — Najdorf, Spassky, Anderson og Miíes þrem vinningum á eftir honum Góðkunningi okkar íslendinga, danski stórmeistarinn Bent Larsen, vann um helgina einn stærsta sigur sinn á glæsilegum keppnisferli er hann inn- siglaði sigur sinn á alþjóðlega mótinu í Buenos Aires. i siðustu umferð gerði Larsen jafntefli við Miles frá Bretlandi og hlaut því 11 vinninga úr 13 umferðum og tapaði ekki skák, sem er frábær árangur í jafnsterku móti og hér var um að ræða. Önnur úrslit í síðustu umferð urðu þau, að Panno, Argentínu vann landa sinn, Tempone, Gheorghiu, Rúmeníu, og Spassky gerðu jafntefli, Franco, Paraguay, og fyrrum heimsmeistari Tigran Petrosjan gerðu jafntefli, Svíinn Ulf Andersson vann Rubinetti, Argentinu, Ivkov (Júgóslavíu vann Quinteros, Argentínu, og Najdorf, Argentinu, gerði jafntefli við séra Lombardy, Bandaríkjunum. Lokastaðan varð þessi: 1. Larsen 11 v. 2—5. Najdorf, Spassky, Andersson og Miles 8 v. 6—7. Gheorghiu og Ivkov 7,5 v. 8. Quinteros 6,5 v., 9—10. Petrosjan og Panno 6 v. 11 —12. Franco og Lombardy 5 v. 13. Tempone 3 v. 14. Rubinetti 1,5 v. -GAJ. t eru börnin hennar Móður Teresu 1 Kaikútta á lndlandi. Mörg þeirra hafa aldrei átt nein heimili og gatan hefur ávallt verið þeirra samastaður. Fyrir andvirði einnar veizlu fyrir 100 manns I Osló getur móðir Teresa gefið fimmtán þúsund þeirra að borða á jólunum. MEISTARAVERK NÁTTÚRUNNAR i FÍNUM 0G VÖNDUÐUM SKARTGRIPUM MJÚG MIKIÐ ÚRVAL FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI 39 - SÍM113462 - REYKJAVIK

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.