Dagblaðið - 17.12.1979, Side 14

Dagblaðið - 17.12.1979, Side 14
14 BIAÐIÐ Utgofandi: DagblaðiA hf. Framkvæmdaotjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. RKstjóri: Jónoo Kriatjánaoon. RhatjómarfuRtníi: Haukur Holgaaon. Fréttaatjóri: ómar Valdknaraaon. Skrifstofuatjóri ritstjómar. Jóhannos Roykdal. (þróttir: HaBur Sfmonaraon. Monning: Aðalatoinn IngóHsson. Aðotoðarf róttastjóri: Jónaa Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. * Blaðamonn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Adi Rúnar Haldórsson, Adl Stainarsson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stafánsdóttir, EUh Abertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Goirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Hilm«v Karisson. Ljósmyndir: Ami PáH Jóhannsson, BjamleHur Bjamleifsson, Hörflur VNhjálmsson, Ragoar Th. Slg- urflsson, Svoinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkori: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E. M. HaNdórsson. Ritstjóm Slflumúla 12. Afgroiflsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þvorhohi 11. KhomeiniogSavonarola Khomeini erkiklerkur er ekki fyrsti strangtrúarmaðurinn, sem rís með stuðningi fjöldans gegn of hröðum veraldlegum breytingum og hyggst færa tímann aftur á bak til einfaldara og guði þóknanlegra lífs. Árið 1494 var borgin Flórenz á Ítalíu 555 " orðin eitt voldugásta ríki heims. Þar höfðu ráðið ríkj- um furstar af verzlunaraðalsættinni Medici. Þeir höfðu gert Flórenz að fjármálamiðstöð heimsins, að miklu efnahags- og menningarveldi. Gífurlegur auður sogaðist til borgarinnar og með honum margir helztu listamenn og ævintýramenn endurreisnartimans. Flórenz Medici-ættarinnar var einn helzti burðarás breytingarinnar frá miðöldum yfir í nýöld. Um leið höfðu myndazt gífurlegar félagslegar and- stæður í borginni, meiri en í öðrum auðborgum Ítalíu, Feneyjum og Genúa. Almenningur bjó við sult og kaþólska trú og horfði agndofa á tiltæki hinna nýríku kaupmanna. Þetta ár ógnaði franskur her borginni og olli mikilli ólgu meðal almennings. Þá reis upp dóminikanski munkurinn Savonarola og hreif fólkið með sér i byltingu trúar og lýðræðis. Medici-ættin var hrakin á brott. Gagntekið af eldheitum vakningarræðum Savon- arola og árásum hans á lifnaðarhætti hinna ríku valda- manna, gekk fólkið berserksgang, brenndi bækur og listaverk og braut höggmyndir og önnur dæmi um spillta hugsun þáverandi nútíma. Meðan hrifinn múgurinn brenndi skart sitt, spariföt og óþarfan húsbúnað, réðst Savonarola að nútíma- spillingu, siðleysi og trúleysi víðar en í Flórenz. Hann beindi spjótum sínum að sjálfum páfanum, Alexander Borgia. Þessi páfi var glæpamaður, sem hafði komizt yfir páfastól þetta sama ár með augljósum og jafnvel opin- berum mútum. Sonur hans var hinn illræmdi Cesare Borgia, frægasti stjórnmálahrappur og baktjalda- makkari allra tíma, tífaldur Nixon. Örlögin ollu því, að Cesare varð fyrirmynd eins af embættismönnum Savonarola-stjórnarinnar í Flórenz, þess er samdi friðinn við franska herinn, sem ógnaði borginni. Þetta var stjórnvitringurinn Machiavelli, maki þriggja Kissingera. Machiavelli ritaði bókina um ,,prinsinn”, hinn full- komna stjórnmálamann, fullan af krafti og mark- vissum vilja, takmarkalausu siðleysi og bragðvísi, svik- um, grimmd og hræsni. Þessi bók þykir enn hin merk- asta. í fjögur ár rikti lýðveldi guðs í Flórenz undir hand- leiðslu Savonarola. Á meðan undirbjó Alexander páfi samsæri gegn honum og fékk því komið til leiðar, að hugsjónamunkurinn var brenndur á aðaltorginu í Flórenz árið 1498. Kaldhæðni örlaganna var sú, að nokkru síðar komust Medici-furstarnir til valda á ný í Flórenz og tóku aftur upp fyrri þráð, tilfærsluna í átt til nútímans. Og aumingja Machiavelli naut ekki skilnings og var rekinn í útlegð. Samanburður á Savonarola og Khomeini er ýmsum annmörkum háður, svo og á Medici-ætt og hinni persnesku Pahlevi-ætt. Enn langsóttari er saman- burður á Cesare Borgia og Nixon annars vegar og Machiavelli og Kissinger hins vegar. Samanburðurinn sýnir þó, að ekkert er nýtt undir sólinni. Öbeit almennings á of örum breytingum er gamalkunn og sömuleiðis tímabundið hvarf fólks til trúarofsa og fornra dyggða. Og hann gefur til kynna, að valdaskeið Khomeinis kunni fljótt eða að nokkrum árum liðnum að hrynja. jafn óvænt og það hófst á sínum tíma. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979. Vestur-Berlín: Fimmverdirá hvem hryðju- verkamann — gífurlegur viðbúnaður til að einangra Við síðustu mánaðamót var tekin í notkun ný deild við Moabitfangelsið í Vestur-Berlín. Er það álma með tuttugu og sjö klefum, sem ætlaðir eru sérstaklega fyrir hryðjuverka- menn eða þá sem grunaðir eru um slíka starfsemi. Þegar eru komnir „gestir” í nýju klefana og þar búa nú sautján fangar, sem sumir hverjir hafa verið i allt að fjögurra ára einangrun vegna gruns um að hafa stundað ýmsa hryðjuverkastarfsemi. Mál þeirra bíða þess enn að vera tekin fyrir rétt. í framtíðinni er ætlunin að einnig verði 1 klefunum aðrir fangar sem talið er að þurfi að vera í einangrun. Til að gera hina sérstöku einangrunarklefa öruggari en ella er ætlunin að hafa aðeins fanga í öðrum hverjum þeirra. Þannig á að koma í veg fyrir að þeir geti haft samband sín á milli. Fangaverðirnir telja að nú sé sú hætta fyrir hendi að fangarnir sem séu í öryggisgæzlunni eigi mögu- leika á að koma skilaboðum sín á milli með höggum á veggi eða með því að kallast á. Ef fangar eru aðeins í öðrum hverjum klefa er talið að koma megi í veg fyrir slíkt. Ekki þykir nóg að gert með þessu heldur er einnig ákveðið að fangarnir færist stöðugt á milli klefanna og þá á þann hátt að ekki sé á neinn hátt hægt að segja um það fyrirfram hvar hver fangi verði. Með því að færa fangana stöðugt á milli klefa telja fangelsisyfirvöld sig geta komið í veg fyrir flóttatilraunir sem undirbúnar væru af kunningjum fanganna utan múranna. Þeim væri ómögulegt að gera sér grein fyrir hvar viðkomandi fangi væri búsettur í fangelsinu á hverjum tíma. Nýju fangaklefarnir eru allir tengóir við sjónvarpskerfi svo stöðugt er hægt að fylgjast með hvað þar gerist innan veggja. Hver klefi er níu fermetrar. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir úr klefunum hvort sjónvarpskerfið er í sambandi eða ekki. Fanganum er ætlað að fá á tilfinninguna að ávallt sé fylgzt með honum. Hver klefi er hljóðeinangraður. Gluggarnir eru svo hátt á veggjunum að ekki er möguleiki að sjá út. i þeim er sérstök tegund af plasti í stað hins hefðbundna glers og rimla. Ekki er hægt að opna þá. Veggirnir eru einangraðir svo að ekki á að vera hægt að nema nein hljóð i klefanum utan frá. Að sögn geðlæknis, sem skoðað hefur hina nýju fangelsisdeild og aðbúnað þar, er víst að andlegu ástandi fanganna muni vafalaust hraka mjög við dvöl þar. Fangar í vestur-þýzkum fangelsum hafa nú mjög litla möguleika á að umgangast aðra. Aðeins þrisvar í viku hafa þeir leyfi til að leika borðtennnis sín á milli. Þar eru verðir stöðugt yfir þeim. í grein i danska blaðinu Inform- ation kemur fram að fangar i þessu sérstaka einangrunarfangelsi hafi mjög fá og lítil tækifæri til að taka á móti gestum. Samtals er slíkt aðeins heimilað í þrettán klukkustundir á ári. Allt samband fanganna við gesti verður að fara fram í gegnum gler- rúðu. Meira að segja lögmennirnir sem tekið hafa að sér vörn þeirra verða að hlíta þessu. Kvarta þeir Ifr Moabitfangelsið í Vestur-Berlín, þar sem hin sérslaka öryggisdeild fyrir hryðjuverkamenn er. mjög og telja að á þennan hátt sé ekki nokkur möguleiki á að koma á nauðsynlegu trúnaðarsambandi við fangann. Greinilegt er að hin sérstaka öryggisdeild í Moabitfangelsinu i Vestur-Berlín á að vera algjörlega mannheld og suma grunar jafnvel sterklega að ýmsar aðgerðir beinist einnig að því að brjóta niður andlegl þrek fanganna. Heimildir eru fyrir því að vaða inn i klefana hvenær sem er og gera þar nákvæma leit. Ef vaðið er á þennan hátt inn i klefana /<PN vtJ37 hvað eftir annað á sama deginum getur fangavistin og starf varðanna breytzt í hreinan hrylling fvrir fang- ana. Á fjölda varða í sérdcildinni sést þá í nýju fangelsi einnig að ekki er ætlunin að spara neitt til að gera hana sem mannheld- asta. Þrátt fyrir almennan skort á fangavörðum í vestur-þýzkum fang- elsum eru fimm verðir um hvern fanga í nýju deildinni. Veruleg gagnrýni hefur beinzt að byggingu þessa nýja fangelsis eða réttara sagt þessarar nýju deildar i Moabitfangelsinu. Áður hefur verið nefnt að meðferð fanganna þar þyki í hæpnara lagi en auk þess er bent á að hryðjuverkamönnum hafi fækkað og ekkert bendi til þess að þeim muni fjölga aftur á næstunni. Ef svo fari þá óttast margir að annaðhvort sé ætlunin að nota fangelsisplássið fyrir aðra tegund glæpamanna og þá minna hættulega. Sé það þá bæði óheppilegt fyrir vestur-þýzka skattborgara að greiða óeðlilega hátt verð fyrir þá gæzlu og einnig geti verið hætta á að klefamir verði misnotaðir og fari þá notkun þeirra algjörlega í bága við réttarhug- myndir nútímans. Þannig er auðvitað hægt að velta vöngum yfir fyrirætlunum vestur- þýzkra fangelsisyfirvalda. Og vist er um það að þar í landi er mjög fylgzt með þessum málum eins og fram- kvæmd réttarkerfisins alls því sporin hræða og menn minnast hvernig hægt var að misnota réttarkerfið óprúttnu valdakerfi í hag á tímum nasista í Þýzkalandi. I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.