Dagblaðið - 17.12.1979, Page 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 1979.
EINAR KÁRASON
Tvœr Ijóðabækur
Örbylgj'uútgáfan heitir nýtt bókaforlag, sem sendir nú
frá sér tvær Ijóðabækur. Einar Kárason er höfundur
annarrar þeirra og ber hún nafnið Loftræsting —
farir mlnar holóttar I. Þetta er fyrsta bók höfundar, en
áður hefur hann birt eftir sig Ijóð í blöðum og tíma-
ritum. Bókin er 35 siður og prentuð í Odda.
Hin bókin er (Jt um lensportiö eftir Sigfús Bjart-
marsson. Það er líka fyrsta bók höfundar, en áður
hafa birst eftir hann Ijóð í blöðum og timaritum. Hún
er 48 síður og prentuð í Odda.
LOFTRÆSTING
(FARIR MÍNAR HOLÓTTAR I)
örbylgjuútgáfan
Svikráðé
sólarströnd
eftir Linden Grierson
Sama forlag hefir einnig sent frá sér bókina Svikráö
á sólarströnd eftir Linden Grierson og er það önnur
bók höfundar sem forlagið gefur út. Þýðandi er
Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk.
Bækumar eru filmusettar og prentaðar í prentstofu
G. Benediktssonar og bundnar I Amarfelli hf.
Týndir snillingar
Nú kemur út siðasta bindið af minningum Jóns
óskars. Heitir það Týndir snillingar, en fyrsta bindið
kallaðist Fundnir snillingar, og er það vel við hæfi.
Þetta verður stærsta bók Jóns Óskars, um 300 bls. Þar
segir hann á skemmtilegan og sérlega einlægan hátt
frá villuferð sinni um völundarhús stjórnmálanna..
Sem verkamannssonur af Akranesi gerðist hann sósía-
listi og einsýnn marxisti. Hann rekur það á mjög
hreinskilinn hátt, hvaða hugmyndir beindu honum
inn á þá braut. Leiðin var vörðuð góðum ásetningi, en
þar kom að lokum aö draumsýnirnar reyndust blekk-,
ing. Það er heillandi við sögu Jóns óskars, að hann
skellir ekki skuldinni á aðra, heldur ræðir á einstaklega
hreinskilinn og drengilegan hátt þessa harmsögu.
Hann Htur á sig enn sem sósíalista og herstöðvaand-
stæðing, en flettir ofan af mörgum blekkingum. Fjölvi
gefur bókina út.
út um lensportið
Haustlauf
Gefin hefur verið út Ijöðabókin Haustlauf eftir Stein-
grim Davíðsson. Útgefendur eru aðstandendur
skáldsins. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benedikts-
sonar og Ævar Jóhannesson hannaði bókarkápu og
tók Ijósmyndir. Steingrimur Davíösson er meðal
kunnustu núlifandi Húnvetninga, vegna margþættra
embættisvcrka og félagsmálaafskipta. Þegar hann lét
af störfum fyrír tveimur áratugum, gafst honum loks
tóm til að leggja rækt við skáldhneigð sína. Baldur
Pálmason og Þormóður Pálsson völdu úr kvæöum
hans og stökum, en bókin skiptist i fjóra þætti. Bókin
er 130 bls.
| ’fffmi HöPUWDUR WeTSÍ>i.t;OöKAr<INNAF?
HAUOi.SW Á UCHHHifÍH&rOA
FOYER
Ógnvaldur
öptumhHngsins
•eftir Joe Poyer
Bókaútgáfan öm og örlygur hefur sent frá sér bók-
ina ógnvaldur ópiumhringsins eftir Joe Poyer og er
það það fjórða bók höfundar sem gefin er út á
íslenzku. Björn Jónsson islenzkaði.
þórunnEÍfa
VGRIÐ
| B| tmimnmt
Osetur Reykjavíkur 1930
Vorið hlær —
Dætur Reykjavíkur
Fjöldi hefur ákveðið að gefa nú út að nýju skáld-
sögu Þórunnar Elfu, — Voriö hlær — Dætur Reykja-
víkur. Þar segir frá lífi ungs fólks og ástum þess á
Alþingishátíðinni I930 og er hún nú gefin út vegna
þess að á nasta ári verða 50 ár frá Alþingishátlðinni.
Þetta verður í endurútgáfunni sérstök skratútgáfa og
er hún skreytt af Sigrúnu Eldjárn.
ý-
Skilnaðurinn
Ingólfsprent hefur gefið út skáldsöguna Skiliiaðurinn
eftir Harold Robbins. Ásgeir Ingólfsson þýddi. Bókín
heitir When love has gone á frummálinu. Robbins er
einn alvinsælasti skáldsagnahöfundur heims i dag og
allar sögur hans hafa orðið að metsölubókum. Þær
hafa verið þýddar á 40 tungumál Með þessari bók
hefst ný útgáfa á bókum Harold Robbins á íslandi.
Skilnaðtlrlnn er 228 bls.
Stemrn A Guömundscfónir
muR
FLJÓTS/HS
Niður fljótsins
Út er komið smásagnasafnið Niöur fljótsins eftir
Steinunnu Þ. Guðmundsdóttur, en hún er gefin út á
kostnað höfundar. Um smásöguna segir höfundur á
kápu. „Hún er lík stuttri ferð, þar sem huldir atburðir
gerast fyrirvaralaust. Hún dregur upp svipmyndir
minninga og reynslu. Hún minnir ósjálfrátt á liðna tíð.
á þröngt athafnasvið daganna.” Niður fljótsins er 152
bls.
Umleikinn ölduföldum
.Skuggsjá hefur gefið út Umleikinn ölduföldum, ágrip
ættarsagna Hergilseyinga eftir Játvarö J. Júliusson.
Hér er skráð saga sem nær óslitið yfir tvær aldir og
spannar ágrip af sögu sex kynslóða. Brot úr örlaga-
sögu fólks og flutningi ætta landshorna á milli er hér
raðað saman svo úr veröur samfelld heild Hér er
einnig að finna staðarlýsingar, sem gera sögusviðið og
lifsbaráttu fólksins Ijóslifandi.
Bókin er 184 bls.
Vonsviknir guðfeður við pylsuvagn
„Við átium von á meiru,” sagði
guðfaðir vinstri stjórnarinnar sálugu
aðspurður um þetta afkvæmi sitt í
Kastljósi á föstudagskvöld og var
samtalið tekið upp á þeim stað sem
sagan segir að vinstri stjórnin hafi
orðið til á, þ.e. við pylsuvagninn í
Austurstræti.
Víst er um það að Guðmundur J.
Guðmundsson er ekki einn um það,
að hafa orðið fyrir vonbrigðum með
vinstri stjórnina. Þjóðin öll hafði
fengið sig fullsadda á úrræðaleysi
hennar. Þess vegna er það með meiri
háttar afrekum forystu Sjálfstæðis-
flokksins að hafa náð að glutra niður
þeirri sigurstöðu sem flokkurinn
hafði við fall vinstri stjórnarinnar og
skoðanakannanir sýndu réttilega
fram á. Engum getum þarf að því að
leiða hvað varð flokknum að falli,
nefnilega leiftursóknin nafntogaða,
sem virðist hafa orðið til í svo mikilli
skyndingu að frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins út um allt land urðu
sér til minnkunar á framboðs-
fundum er í Ijós kom að þeim var alls
ekki kunnugt um, hver stefna
flokksins var. Þegar síðan engin
skýr svör fengust um innihald jafn-
róttækrar stefnu og þarna var boðuð,
þá sneru kjósendur annað og í flest-
um tilfellum til Framsóknar-
flokksins. Þvi er nú komin upp sú
furðulega staða, að líklegast er að
vinstri stjórn verði mynduð á ný, með
eða án blessunar Guðmundar J. og
geta sjálfstæðismenn engum um
kennt nema sjálfum sér.
Dagskrá sjónvarpsins á föstudags-
kvöld var mjög góð að minu mati.
Skonrokk stendur alltaf fyrir sínu og
sömu sögu er að segja af Kastljósi.
Auk þess sem þar var rætt við
guðfeður vinstri stjórnarinnar sálugu
var rætt um aðstöðumun íbúa i
dreifbýli og ibúa á höfuðborgar-
svæðinu. Þar fannst mér þeir Eggert
Jónsson borgarhagfræðingur og
Bergur Sigurbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitar-
félaga í Austurlandskjördæmi leita
langt yfir skammt er þeir reyndu að
grafast fyrir um ástæður þess, að
landsmönnum hefði verið skipt í and-
stæðar fylkingar. Ég held nefnilega
að það sé engin „úlfúð” á milli
Reykvikinga og dreifbýlinga eins og
þeir vildu vera láta, og því á-
stæðulaust að grennslast fyrir um á-
stæður þessarar „úlfúðar”. Bíómynd
sjónvarpsins á föstudagskvöld
(Dúfan) var kannski ekki nein stór-
mynd en hún reyndist ágætis af-
þreying og i heild var sjónvarpsdag-
skráin þetta kvöld mjög góð.
Sömu sögu hef ég raunar að segja
af dagskránni á laugardag. Ég horfði
á hana alla, að undanskilinni ensku
knattspyrnunni, en áhugi minn á
þeirri göfugu íþrótt helzt algjörlega í
hendur við árangur Tottenham-
liðsins. Þegar Tottenham vegnar illa,
eins og á laugardaginn, er áhugi minn
rokinn út í veður og vind.
Dagskráin í gærkvöldi var hins
vegar lítið fyrir minn smekk. Þá
hofði ég aðeins á Andstreymi. Þann
þátt hef ég horft á frá upphafi þó
tæpast sé hægt að segja hann upplifg-
andi og litið lát virðist ætla að verða
á andstreymi því sem Jonathan
Garrett og Mary Mulvane búa við.
Að lokum vil ég segja það, að ég
tel það til mikilla bóta, að
sunnudagshugvekjan hefur nú verið
færð framar í dagskrána enda hafa
kirkjunnar menn lengi barizt fyrir
þvi.
-GAJ.
UM
HELGINA
GUNNLAUGUR
A. JÓNSS0N