Dagblaðið - 17.12.1979, Blaðsíða 47
Móðir Teresa beygir sig hér yfir einn af holdsveikum sjúklingum sfnum.
MÓDIR TERESA - sjónvarp kl. 20,45:
LÍKNARSTÖRF MÓDUR
TERESU OG VIÐHORF
HENNAR TIL HUNGURS
„Þetta er finnsk heimildarmynd jiar
sem finnskur spyrjandi á viðtal við
móður Teresu austur í Kalkútta,”
sagði Ingi Karl Jóhannesson, þýðandi
myndarinnar Móðir Teresa, sem sjón-
yarpiðsýnir í kvöld kl. 20,45.
„Hún lýsir m.a. viðhorfum sínum til
hungurs í heiminum jw sem fram
kemur með hvaða hætti hún og hennar
regla, sem kallar sig Kærleikstrúboða-
regluna, starfar.
Reglan starfar viða um heim, en hun
sjálf starfar fyrst og fremst í Kalkútta.
Þar hefur hún komið á fót heimilum
fyrir holdsveika og þurfandi. Það er
komið víða við í myndinni. Sýnt er frá
heimilum, t.d. er eitt heimilið fyrir fólk
sem er aðframkomið og á ekkert nema
dauðann fyrir sér. Á því heimili hefur
tekizt að ná þeim árangri að fólk hefur
koniizt til lífsins aftur,” sagði Ingi Karl
ennfremur.
,,í myndinni er einnig viðtal við
Indiru Gandhi um starf móður Teresu
og þau vandamál sem blasa við ind-
versku þjóðinni. Þar kemur fram
önnur hlið á málinu, þ.e.a.s. viðhorf
hins opinbera. Það kemur lika fram i
myndinni hve virt móðir Teresa er i
landinu,” sagði Ingi Karl Jóhannesson
að lokum.
Þess má geta að móðir Teresa fékk
friðarverðlaun Nóbels fyrir líknarstörf
í Kalkútta fyrir stuttu. Myndin var
tekin í Kalkútta fyrir mánuði siðan.
-F.I.A.
POPP — útvarp kl. 15,00:
Jólasveinar og álfar
kyrja söngva sína
— í síðasta poppi Þorgeirs Ástvaldssonar á þessu ári
Þorgeir Ástvaldsson ásaml dóltur
sinni, Krisljönu, 8 ára, sem hjálpaði
pabha við jólapoppið.
Síðasta popp Þorgeirs Ástvaldssonar
á árinu verður t dag kl. 15,00. Poppið
mun snúast um jólasveina og álfa að’
jiví er Þorgeir sagði og í tilefni af nýút-
kominni plötu Magnúsar Þórs
Sigmundssonar mætir hann í þáttinn.
Meginuppistaðan í jiættinum verður
því Álfaplatan en auk hennar verða
leikin innlend jólalög og sprell á milli.
Engum ætti j)ví að leiðast á meðan
Poppið glymur í dag.
-F.I.A.
Aðalleikarar I sjónvarpsmyndinni sem sýnd verður ikvöld
KEIMK0MAN - sjónvarpkl. 22,00:
Dreymir um að
eignast samastað
Heimkoman nefnist kanadísk flakki og jtegar henni býðst fastur
sjónvarpsmynd sem sjónvarpið sýnir samastaður grípur hún tækifærið
á mánudagskvöld. Myndin segir frá l'cgins hendi.
unglingsstúlku, Jenný að nafni. Hún Með aðalhlutverk í myndinni fara
hefur árum saman verið á stöðugum l.esley Donaldson, Auggie Schellen-
ferðalögum með föður sínum og vini berg og Don Granbery. Leikstjóri er
hans. Þeir eru indíánar og atvinnu- Gilles Carle. Þýðandi er Dóra Haf-
menn í hestaíþróttum. steinsdóttir og er myndin klukku-
Jenný er orðin leið á sífelldu stundarlöng. -FI.A.
NYTS0M
J0LAGJ0F
Notið LUXO við lest
urinn, verndið sjónina
Varist eftirlíkingar.
<n>
ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR
POSTSENDUM
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJOS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
simi 84488