Dagblaðið - 19.12.1979, Side 6

Dagblaðið - 19.12.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. ° ” Fyrstajólamyndiit 1979 ÚLFALDASVEITIN Frábær, sprenghlægileg fjölskyldumynd fyrir alla, gerð af höfundi Benji-myndanna, Joe Camp, með James Hampton — Christopher Conelly. íslenzkur texti. Sýnd kl. 3,6 og 9. Tœkifœris- fatnaður ELÍZUBÚÐIN SKIPHOLH 5. SlMI 26250. skrifstofustólar Við höfum mikið úrval skrifstofustóla og að sjálfsögðu nú með sjálfvirkum hæðarstilli. Athugið að góður skrifstofustóll er tilvalin jólagjöf fyrir skólafólkið. Lítið inn og fáið ykkur sæti um leið og þið skoðið framleiðslu okkar. STÁLIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 Umræður á AlþingS um skýrslu forsætisráðherra Steingrímur vill örstutt jólahlé — reynir myndun „vinstrí stjómar” til hins ýtrasta Steingrímur Hermannsson (F) lagði til á Alþingi i gær, að þingið færi ekki i venjulegt jólafri heldur yrði aðeins gerl örstutt hlé yfir helgustu dagana. Ragnar Arnalds (AB) tók undir þetta. Steingrímur kvaðst mundu reyna „sitt ýtrasta” til að mynda rikisstjórn vinstri flokkanna, en hann mundi ekki halda umboðinu til stjórnarmyndunar „mikið fram yfir þennan dag,” ef illa gengi í næstu atrennu, sem átti að verða í gærkvöld. „Engin lausatök" Til umræðu var skýrsla forsætisráð- herra, Benedikts Gröndal (A), um efnahagsmálin. „Við verðum að viður- kenna, að aðgerðir stjórnvalda á síðustu árum hafa ekki verið þess megnugar að draga úr verðbólgunni,” sagði forsætisráðherra. „Skýringin á þessu ári er sú sama og mörg undan gengin ár, fyrst og fremst sú, að það hefur hvorki tekizt að stjórna rikisfjár- málunum né peningamálunum, né heldur hefur nægu aðhaldi verið fylgt á sviði verðlags- og launamála. Erlendar lántökur hafa farið úr böndum, lánveitingar til framkvæmda hafa farið fram úr áætlun, og þannig mætti lengi telja. Þessi verkefni bíða úrlausnar á þessu þingi, og er brýnt, að tekið verði á þeim sem allra fyrst.” „Nú er mikilvægast í islenzkum stjórnmálum, að mynduð verði stjórn, sem er reiðubúin til að takast á við efnahagsvandann án alls lýðskrums. Nú duga engin lausatök. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins mun þann tína, sem hún situr, gera það, sem hún getur til þess að koma i veg fyrir, að vandinn ágerist, og það ér tilhæfulaust, að vandinn hafi aukizt fyrir tilverknað hennar,” sagði Benedikt Gröndal. Hver ber sök? Geir Hallgrimsson (S), talaði að lok- inni ræðu Benedikts og sagði, að ástandið væri mjög alvarlegt og sýndi algert skipbrot vinstri stjórnarinnar. Ragnar Arnalds sagði, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn bæru ábyrgð á 'núverandi stjórn. Því væri þeirra sök, að ástandið hefði versnað. Ennfremur töluðu Steingrímur Hermannsson, sem fyrr getur, og Friðrik Sophusson (S). -HH. Enginn veit hvað átt heffur fyrr en misst hefur: SKÍTALYKTIN HORF- IN - EN NÚ VANTAR LAUNAUMSLÖGIN — Mál Fiskiðjunnar í Keflavík velkist nú í nefndum, stjómum og „kerfinu” Frá I. ágúst sl. hefur Fiskiðjan í Keflavík verið lokuð en fram að þeim degi hefur hún í áratugi malað gull m.a. úr fiskúrgangi og loðnu. Ástæða lokunarinnar var ólykt og loftmengun. Þarna unnu um 50 manns þegar mestu skorpurnar voru í loðnubræðslunni, en 20—25 manns höfðu þar fasta vinnu árið um kring, þvi verksmiðjan var ein af stærstu beiriamjölsverksmiðjum landsins. Ýmsir íbúar Keflavíkur og ná- grennis töldu sig með nokkrum rétti hafa unnið stóran sigur er heilbrigðis- nefnd stóð við lokunarhótunina sem marggefin hafði verið verksmiðjunni ef ekki yrðu gerðar úrbætur varðandi menungarvarnir. Ólyktin sem oft grúfði með slíkum þunga yfir Kefla- vik að verksmiðjunni var lokað um stundarsakir með fógetaúrskurði, var nú horfin. En atvinnulífið varð fátækara og það gull sem 20—50starfsmenn sóttu til verksmiðjunnar í launaumslögum barst.nú ekki lengur. Og um það munað'l. Eigendur verksmiðjunnar töldu og telja lokun verksmiðjunnar neyðar- úrræði en fjármagn hafi þeir ekki haft til úrbóta. Einnig benda þeir á að löggjöf um mengunarvarnir sé ekki til og engar úrbætur þó hundruð milljóna kosti, verði samþykktar sem framtíðarlausn nema eftir úttekt heil- brigðisnefndarinnar. Upp á þá skil- mála telja þeir næsta vonlitið að leggja út i himinháan kostnað til varnar gegn menguninni. I vetur hafa vandamálin sem skapazt hafa verið rædd í atvinnu- málanefnd Keflavíkur og i bæjar- stjórn. Atvinnumálanefndin lagði til að vinnsla yrði hafin nú þegar i Fisk- iðjunni gégn því skilyrði að fram- kvæmdir samkv. þriðja lið í bréfi tFiskiðjunnar frá 3. sept. sl. verði ákveðnar og opnuð verði banka- ábyrgð vegna innkaupa á búriaði, sem nauðsynlegur er til þeirra fram- kvæmda. Frestur til að Ijúka fram- kvæmdum á 3. lið verði til ágústloka 1980. DB fékk þær upplýsingar í gær að það sem fælist í þessum umrædda 3ja lið bréfs Fiskiðjunnar væri kaup á gufuþurrkara, þvottaturni og gufu- katli. Áður en bréfið var skrifað í septemberbyrjun kostuðu þessir hlutir hingað komnir 290 milljónir króna, að flutningsgjöld þeirra voru 80 milljónir og uppsetning kostaði þá um 30 milljónir, eða allar aðgerðirn- ar rúmlega 400 milljónir isl. kr. Bæjarstjórn Keflavíkur tók í aðal- atriðum undir samþykkt atvinnu- málanefndar en sendi málapakkann til heilbrigðisráðherra með þeirri frómu ósk ,,að ráðherrann beitti sér fyrir því að opinberir sjóðir veiti nauðsynlega fyrirgreiðslu til þess að gera þær úrbætur sem ekki verður hjá komizt í búnaði og umhverfis- málum verksmiðjunnar.” Síðan hefur ekkert gerzt. Fiskiðjan er lokuð. Skítalyktin er horfin — en núsegir það til sín að launaumslögin koma ekki lengur frá verksmiðjunni. Málið velkist nú „í kerfinu”. -A.St.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.