Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979.
Erlendar fréttir
Þannig er Carlos
l’etla er sögA vera fyrsta tnyndin sem hafa ávallt sýnt hann með gleraugu eða
hirtist af hryðjuverkamanninum Carlos skegg en nú er fullyrt að myndin að
þar sem liann er án dulargervis en hann ufan sé af honum eins og hann líti úl í
hefur verið alræmdur um langt skeið. raun og veru.
Fyrri myndir sem birzt hafa af Carlosi
0 © © $ ;
10.5853
@ © @ 9
OATC
(u.58Su
SYN,
Klst,
mín.,
sek.,
mán,-
0 •
ni in
UC.JU
5.35
Telur niður
(afturábak,
001 10-9-8...)
Sónn heyrist á 0.
Vakjarí.
(24. klst verk)
Spilar lagstúf.
Staðartimi
(hentugt fyrir
8.5853 feröa,öo)
Skeiðklukka.
Mælir 1/100 úr
sek., geymslu-
tími (lap time).
Kassi og keðja
úreðalstáli,
hertgler.
VERÐ
KR. 61.250
PÓSTSENDUM UM LAND ALLT
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMfDAMEISTARI
LAUGAVEGI39 REYKJAVÍK - SÍM113462
Bandaríkin:
Chrysler fær 1,5
milljarða dollara
Fulltrúadeild þingsins í Washing-
ton samþykkti í gær að veita einum
og hálfum milljarði til Chrysler bif-
reiðaverksmiðjanna. Er þetta gert til
að koma í veg fyrir að fyrirtækið fari
á hausinn og þrjú hundruð og sextíu
þúsund starfsmenn þess standi uppi
atvinnulausir.
Slík aðstoð við einkafyrirtæki er
einstæð í sögu Bandaríkjanna þó svo
að Lockheed flugvélafyrirtækinu
hafi verið veitt 250 milljón dollara
aðstoð árið 1971.
Stjórn Chrysler fyrirtækisins hefur
sagt að ef ekki komi til aðstoð frá
stjórnvöldum verði félagið gjald-
þrota innan mánaðar. Afkoma þess
er svo slæm vegna þess að ekki var
gerl ráð fyrir svo vaxandi eftirspurn
eftir bifreiðum sem eyða litlu elds-
neyti. Hafði Chrysler engar slíkar
bifreiðir upp á að bjóða, þegar sú
staða kom upp i fyrra.
Öldungadeild þingsins í Washing-
ton er nú með sams konar mál til um-
fjöllunar. Búizt er við að það fái já-
kvæða umsögn þar. Að því loknu
þarf sameiginleg nefnd þingdeild-
anna beggja að taka málið til athug-
unar og samræma samþykktir þeirra.
Ekki er þó talið að horfur séu á öðru
en Chrysler fái hina 1,5 milljarða
dollara aðstoð og því takist að koma t
veg fyrir gjaldþrot fyrirtækisins.
Björguðu 527
við Skotland
— mikið afrek tólf áhafna á þyrium
Áhöfnum tólf þyrlna tókst á sunnu-
daginn að bjarga 527 mönnum sem
voru á nauðstöddu oliuskipi utan við
strendur Skotlands. Skipið sem þeitir
Hermod og er 34 þúsund tonn lá við
festar við olíuborpalla Texaco olíu-
félagsins.
Mikið óveður varð á þessum
slóðum á sunnudaginn og akkeris-
festar skipsins slitnuðu. Hinir 527
menn, sem voru um borð, allt starfs-
menn olíutélagsins, voru taldir í yfir-
vofandi lífshættu er Hermod fór að
reka undan storminum.
Aðeins tókst með vélarorku skips-
ins að halda því upp i vindinn og
siðan var sent út neyðarkall. Þyrl-
urnar fóru að skipinu og voru menn-
irnir fluttir til Aberdeen á Skotlandi.
Ekki er að fullu ljóst hvort takast
muni að bjarga skipinu. Þegar síðast
fréttist var skipið ofansjávar en mikil
hætta á að það héldi áfram að reka til
hafs. Ef svo héldi áfram mundi það
enda við strendur Noregs.
Áhafnir hinna tólf björgunarþyrlna
þykja hafa sýnt mikinn dug við
björgun mannannaá Hermod. Veður
var svo slæmt að flug var mjög erfitt.
Kanada:
T rudeau hættir
viðaðhætta!
kominn á fulla ferð í kosningabaráttunni fyrír
Frjálslynda flokkinn
Kosningabaráttan i Kanada hófst i
gær af fullum krafti þegar Pierre
Trudeau, fyrrum forsætisráðherra,
tilkynnti að hann hefði frestað því að
draga sig út úr stjórnmálum. Ætlar
hann að verða við áskorun fiokks-
manna sinna í Frjálslynda flokknum
og leiða hann enn einu sinni til kosn-
inga.
Trudeau var forsætisráðherra þar
til I maí siðastliðnum, þegar flokkur
hans beið ósigur í þingkosningum og
minnihlutastjórn íhaldsflokkksins
tók við undir forustu Joe Clark.
Eftir ellefu ára forsætisráðherratíð
þótti Trudeau nóg komið og tilkynnti
nýlega að hann mundi ekki taka
frekari þátt í stjórnmálum. Þegar
stjórn Joe Clark beið ósigur á kanad-
íska þinginu fyrir nokkrum dögum
var Ijóst að kosningar yrðu fyrr en
búizt var við. Er talið að þær verði
18. febrúar næstkomandi.
Helztu flokkarnir í Kanada eru
Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn
Trudeaus, Framsækni íhaldsflokkur-
inn undir stjórn Joe Clark og Ný-
demókrataflokkurinn, sem er undir
forustu Ed Broadbent. Hinn síðast-
nefndi er sósialdemókratískur flokk-
ur.
Trudeau sagði I gær að fyrsta
verkið yrði að nefndir á vegum
Frjálslynda flokksins semdu nú
stefnuskrá sem síðan yrði grundvöll-
ur baráttunnar fram að komandi
kosningum.
Þetta eru foringjar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna I Kanada, sem berjast munu I komandi kosningabaráttu. Pierre
Trudeau, formaður Frjálslynda flokksins, er til vinstri en Joe Clark, formaður Framsækna íhaldsflokksins og fráfarandi for-
sætisráðherra, til hægri. ^