Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 19

Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. 19 Nýjar bœkur Við arininn Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefiö út Ijóðabókina Við arininn eftir Sigrúnu Fannland frá Sauðárkróki. í bókinni eru 35 Ijóð og stökur en hún er 69 bls. Björt mey og hrein Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út Ijóðabókina Björt mey og hrein eftir Baldur Pálmason. Þetta eru æskuljóð höfundar. 27 talsins, og spanna timabilið 1935—1950. Hafsteinn Guðmundsson útgefandi hannaði útlit bókarinnar sem er 79 bls. Einu sinni ver... Prentsmiðjan Leifur hefur gefið út Stóru ævintýra bókina Einu sinni var. . . í henni eru 23 sögur og fjöldi myndskreytinga. Bókin er 240 bls. 1YFTIOG HR6YFiMVND>R A HVERHi SfOU FJÖRIFJÖLLBKAHÚSI A W.U “ Fjör f Fjölleikahúsi og Sígildar dœmisögur Hreyfimyndabækur sem fylgja gleraugu er framkalla hreyfingar á síðum bókanna. Galdragleraugnabækur sem nefnast Fjör í fjöUeika- híisi og Sigildar dcmisögur eru komnar út hjá Bóka- útgáfunni öm og örlygur. Þýðandi textans er Andrés Indriðason. Bækur þessar eru ætlaðar yngstu bömunum og eru talsvert frábrugðnar venjulegum bókum. Hverri bók fylgja lituð gleraugu og er hægt að færa glerin i þeim fram og aftur en við þaö taka persónur og hlutir sem teiknaðir eru á slðumar að hreyfast á ýmsa vegu. Einnig eru í bókunum stórar hreyfimyndir sem spretta upp þegar bókinni er flett. Þetta eru því sannarlega hinar líflegustu bækur, allt á ferð og flugi I þeim. Textinn er filmusettur i prentstofu G. Benedikts- sonar en bækumar eru að öðru leyti unnar í Mið- Ameríku. KARAMELLU SAMKEPPWM Snilldarkarlarnir HATTUR og FATTUR bjóða öllum skemmtilegum krökkum á aldrinum 6-12 ára að taka þátt í sérstakri KARAMELLUSAMKEPPNI Hattur og Fattur hafa lofað að verðlauna tuttugu bestu karamelluuppskriftirnar með nýju hljómplötunni sinni HATTUR OG FATTUR KOMNIR Á KREIKen þaraðaukifá verðlaunahöfundar bestu uppskriftanna risapoka með alvöru karamellum frá NÓA. Reglurnar í Stóru karamellusamkeppninni eru þessar: 1. Skrifaðu góða karamelluuppskrift á blað. (Pabbi og mamma mega hjálpa þér). 2. Skrifaðu nafnið þitt, heimilisfang og símanúmer á blaðið. Litaðu mynd af vagninum þeirra Hatts og Fatts og sendu hana til okkar. 4. Klipptu auglýsinguna út úr blaðinu, og sendu hana til okkar fyrir þann 20. desember næstkomandi. 5. Heimilisfangið er: Stóra Karamellusamkeppnin Hattur og Fattur Pósthólf: 5266 Reykjavík Þeir, sem velja svo bestu uppskriftirnar eru þeir Hattur, Fattur, Haraldur Skrípla- pabbi og karamellusérfræðingurfráSíríus og Nóa. Athugið! Þessi samkeppni er stranglega bönnuð fullorðnu fólki! steiíior hf

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.