Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 21

Dagblaðið - 19.12.1979, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1979. Hljóð þyrlunnar breyttist og síöan spannst hún niður: 21 % Þyrluflakið sundurtætt oggerónýtt hrúgald Kraftaverk að fólk skyldi komast lifandi úr því Bandaríska björgunarþyrlan er gerónýt og sundurtætt ca 5—800 metra frá flaki TF—EKK. Þyrlan hóf sig eðlilega upp frá flaki Cessnunnar með 5 manna bandaríska áhöfn, þrennt af særða fólkinu úr Cessnunni og tvo kandidata frá Borgar- spitalanum sem fóru með á slys- staðinn vegna hins særða fólks. Voru þeir lítt búnir til fjallaferða í sinum hvítu læknafötum. Skúli Jón Sigurðsson frá Loft- ferðaeftirlitinu, Ragnar Vignir frá RLR og björgunarmenn heyrðu örskömmu síðar breytingu á vélar- hljóði þyrlunnar, horfðu á eftir henni og sáu hana spinnast til jarðar. Er að vélinni kom var fólk, meira og minna slasað.að skríða út úr flak- rústunum og þótti það eftir á ganga kraftaverki næst að nú skriðu stúlkurnar, sem lent höfðu í Cessnuslysinu helsærðar í baki út í dyragat þyrluflaksins. Var fólkinu hjálpað niður og lagt í snjóinn og aðrir meira særðir bornir út. Gúmbátur björgunarþyrlunnar losnaði og blést sjálfkrafa upp við það er þyrlan skall endanlega til jarðar. Eftir að særðum hafði verið sinnt og ferðin til byggða hófst með þá á börum, var ýmsu lauslegu, fallhlifum, björgunarvestum og ýmsu braki safnað i bátinn. flugbjörgunarsveitarmenn settir á vakt og slysstaðurinn yfirgefinn. »x- -wí ' fc\ W .'%% Flugbjörgunarsveitarmenn hlúa hér að annarri stúlkunni sem lenti i tveimur flugslysum sama daginn. Hjá þeim er Skúli Jón Sigurðsson. DB-myndir Hörður. Rannsóknarmenn sáu síðar að þyrlan hafði snert jörð hátt í 100 metrum frá þar sem hún endanleg nam staðar með miklum dynk. Á fyrri staðnum voru hjólasett vélarinnar þrjú með nokkru millibili og ýmsir álbútar úr skrokki þyrlunnar. Síðan hefur þyrlan hoppað, skrensað og kastast á og yfir jörðu að endanlegum brotstað. Þar er flakið ein hrúga, og kannski kraftaverk að nokkur skyldi lifa af. Engar skýringar eru enn á því til fulls hvað gerzt hefur. Skúli Jón Sigurðsson og Karl Eiríksson úr rannsóknarnefnd flugslysa töldu þá skýringu liklegasta að afturhreyfill þyrlunnar hefði orðið óvirkur en þá spinnast þyrlurnar til jarðar og verður lítt ráðið við hvernig lending fæst. i þessu tilviki hefur sjálfsagt tekizt nokkuð vel til úr því sem komið var. Annars hefði ekki þurft að flytja sært fólk frá þyrluflakinu, svo illa sem þaðerásig komið. -A.St. stjóri tæknideildar rarinsóknarlög- reglunnar, höfðu rannsakað vegs- ummerki og þótti sýnt að vélin hefði fyrst skollið niður á hjólin, síðan nef- hjólið brotnað af og um 30—40 metra frá þeim stað sem vélin fyrst snerti jörð stakkst hún á nefið og fór á hvolf. Var nef hennar mikið brotið, nefhjólið og annað hjólið af en að öðru leyti var flakið heillegt, en víða beyglað og dældað og telst vélin sjálf- sagt ónýt. Enginn eldur kviknaði. Farþegarnir þrír voru fastir i vélinni en flugmaðurinn, franskur maður, laus. Sú staðreynd réð því að flug- maðurinn var einn fluttur til Rvíkur i fyrstu ferð björgunarþyrlunnar. Bandarísku björgunarliðarnir vildu ekki reyna að ná fólkinu sem fast var í vélinni án sérstakra tækja, vegna mikilla bakmeiðsla stúlknanna sem voru farþegar. Fjórði maðurinn í vél- inni var brotinn i andliti og víðar að talið var, en gat þó setið. Litið neyðarsenditæki í vélinni hóf útsendingu neyðarmerkis þegar eftir höggið sem vélin fékk við fyrstu snertingu við jörð. Slíkir neyðar- sendar hefja neyðarkall við slík högg. Heyrðist þetta neyðarkall mjög fljótt, eða um svipað leyti og vélin Skúli Jón Sigurðarson deildarstjóri Loftferðaeftirlits heldur hér á neyðar- senditækinu sem bjargaði lífi fólksins sem í vélinni var. Neyðarsenditækið tók að senda við höggið er vélin skall niður, heyrðist fljótt og var fljótlega miðað út. Þá um leið fóru hjálpar- sveitir af stað til björgunarstarfa. -T.itla fjögurra manna Cessna-vélin, TF-EKK, brotlenti um 4 km suð- vestur af Þingvallavatni skammt frá þar sem gamli Þingvallavegurinn kemur inn á hinn nýja. Er vélin þar á nokkru hæðardragi og hallar örlítið bæði til austurs og þó aðallega til vesturs. Skúli Sigurðarson frá Loftferða- eftirlitinu og Ragnar Vignir, deildar- TF-EKK á brotlendingarstað. Neflijólið er af, nefið mikið brotið, annað hjólið af, vélin beygluð og dælduð en flakið nokkuð heillegt. Við dyr vélarinnar krýpur Ragnar Vignir tæknistjóri rannsóknarlögreglunnar. DB-myndir Hörður Vilhjálmsson. átti að fara að sjást frá Reykjavík. Vél Flugmálastjórnar fann svo flakið fljótt með miðun og björgunarsveit fór af stað á landi og Bandaríkja- mennirnir buðust til að senda þyrl- una. TF-EKK er í eigu margra einstakl- inga og stundum leigð út. Svo var nú. Fór Frakkinn í u.þ.b. klukkustundar útsýnisflug til Gullfoss og hafði ferðin gengið áfallalaust þar til vestan Þingvallavatns. Orannsakað er hvað slysinu olli en gizkað á að vélin haft lent í éli sem flugmaðurinn gætti sín ekki nægilega á, því himinn og jörð renna saman. Skýrslur hafa ekki verið teknar af flugmanni og farþegum. -A.St. TF-EKK SKALL TVtSVAR í JÖRD OG HVOLFW Nefhjól er af, nefið mikið brotið, en flakið heillegt að öðru leytí, þó beyglað sé

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.