Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 — 284. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. VIL EKKISTANDAIVEGI FYRIR ANNARRIHLRAUN — tek jólafriðinn fram yfir tilgangslaust þjark, segir Steingrímur Hermannsson — Geir fær boltann „Ég vil ekki standa í vegi fyrir því, að önriur tilraun verði gerð án taf- ar,” sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins, i morgun í viðtali við DB. ,,Eg ætla að hætta þessu,” sagði Steingrimur, ,,ogég mun tilkynna forseta það.” Hann sagði, að eftir mjög ítarlegar viðræður við talsmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags i gær, teldi hann vonlaust að samstaða næðist milli þessara þriggja flokka sem viðræður hefðu átt, að minnsta kosti að svo komnu máli. ,,Ég kýs jólafriðinn fremur en til- gangslaust þjark,” sagði Steingrimur Hermannsson. Stjórnmálamenn voru á einu máli um það i morgun, að forseti íslands mundi næst fela Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að gera tilraun til stjórnarmyndunar. -BS/HH Ftokka- sveinar einnog átta kvöddust — og Steingrímur fær róleg jól „ Við komum saman svona rétt til að þakka hver öðrum góðar stundir. Nú þarf ég að mœia mér mót við for- setann i dag, ” sagði Steingrímur Her- mannsson eftir stuttan fund i Þórs- hamri i morgun. Þar komu saman einn og ótta fulltrúar í viðrœðunefiid Fram- sóknarflokks, Alþýðuhandalags og Al- þýðuflokks til að Ijúka formlega tilraunum til stjórnurmyndunar. „Þetta verður a.m.k. til þess að ég hef það rólegt um jólin, ” sagði Stein- grímur um leið og hunn rölti niður stigann ú eftir Sighvati, Benedikt og Ragnari Arnalds. Og I stiganum mcettu þeir Lúðvik Jósepssyni, sem enn er núltegt góðu gamni þrútt fyrir að hann sitji ekki lengur ú þingi. -ARH/DB-mynd: Hörður. — „Tökum ekki þátt í slfkri kjaraskerðingu” — segjr Ólafur Ragnar Grímsson, alþingjsmaður „Ég held að það sé einkum tvennt sem veldur því. að upp úr slitnar,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson ai- þingismaður (AB) i viðtali við Dag- blaðið í morgun. „Annars vegar eru þeir atburðir, sem orðið hafa á Alþingi undanfarna daga, sem fólu í sér víðtækt bandalag Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks um forsetakjör og mikilvægustu þingnefndir. Hins vegar er ágreiningur um kjaramálin. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn lögðu fram til- lögur sem fólu í sér verulegar kjara- skerðingar, meðal annars hjá hinum lægst launuðu. ,, Alþýðubandalagið er ekki tilbúið til að taka þátt í slíku.” - HH „Alþýðubandalagið skort ir vilja eða kjark” — segir Sighvatur Björgvinsson, form. þingflokks Alþýðuflokksins „Ástæðan fyrir því, að slitnað hefur upp úr vinstri viðræðunum er einföld. Það er ennþá sami ágreining- urinn um sömu málin og varð ríkis- stjórn þessara flokka að falli,” sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, í viðtali við DB í morgun. „Viðræðurnar hafa beinzt að því að athuga, hvort ekki megi jafna •þennan ágreining. Vegna efnahags- ástandsins bar flokkunum að leggja fram hreinskilnislegar tillögur um erfiðar aðgerðir. Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn hafa gert það, sem lýsir vilja þeirra til að láta þetta takast. Alþýðubandalagið hefur ekki fengizt til að gera slíkar til- lögur um þau mál, sem ágreiningi valda. Það er annaðhvort merki um að viljinn sé ekki nægur eða kjarkinn skorti. Það er harður dómur yfir stjórnmálaflokki, að hann sýni kjarkleysi við ríkjandi aðstæður’.' HH Hvað verður í útvarpi og sjónvarpi yfir jólin? — ítarleg umfjöllun um jólaefni ríkisfjöl- miðlanna. * Hvað er hægt að gera um jólin? — Jóladagbók um ýmiss konar þjónustu yfir jóiin, opnunartíma, ferðir strætisvagna, banka, lyfjabúðir, guðs- þjónustur og sitt hvað sem að gagni kemur yfir hátiðarnar. * Jólabíóin 1979 — að vanda bjóða kvik- myndahúsin upp á margt fýsilegt — Sjá blaðauka í dag á bls. 19-30. Cn» DAGARTILJÓLA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.