Dagblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 2
2
r
Vinstri stjómin in memoriam:
NYIR VENDIR
SÓPAVERST
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
„Það fór hljótt að skútan væri 1 reiðileysi úti á flóa, Jaki orðlaus en æði brúna-
þungur og Kalli litli vildi fá að fara i land,” segir bréfritari.
Já, þarna er margt sem hugurinn girnist. Bréfritari vill láta leggja sérstakt gjald á leikiong og iáta það renna ni Dagstadara.
DB-mynd Hörður.
Því ekki aö leggja
gjald á leikfóng?
Vigur Vó skrifar:
Á sólbjörtum haustdegi, eins og
þeir geta fegurstir orðið, stóðu fyrir
rúmu ári níu menn á tröppum Bessa-
staða. Átta þeirra voru ungir vask-
legir menn, sem brostu vonglaðir
móti veröldinni. Mitt á milli þeirra
tóð vörpulegur eldri maður og dró
vinstra munnvik uppí bros, sem
frægt hefur orðið með þjóðinni.
Á Esjunni miðri stóð verðbólga
kerling. Óvætturin hafði fylgzt með
því sem fram fór og leizt ekki meir en
svo á blikuna er hún leit þennan fríða
flokk augliti til auglitis. En brátt
virtist hún taka gleði sína, hún hló
hæðnislega og kreppti hnefann: Og
þið þorið ekki frekar en aðrir,
eymingjar.
Þegar svartir fákarnir höfðu
hleypt úr hlaði kom fyrir hornið
kempulegur maður, sem staðið hafði
á gægjum. Hann skálmaði niður að
battaríinu og leiddi pilt sér við hönd.
Hann hratt rauðmálaðri kænu á flot
frá skansinum, þar sem hugleysi
íslenzkra valdamanna hafði komið
hvað átakanlegast í Ijós fyrir rúmum
350 árum, lagði út árar og skipaði
félaga sínum að kúra i skut.
Það andar köldu af Esjunni, Kalli
minn, en þó skín sólin skært á móti
strákunum. Við eruin nú einu sinni
guðfeður þeirra, sagði Jaki og
skyrpti í lófana.
En Jaki þurfti ekki að óttast að
illa yrði tekið á móti þtssum skjól-
stæðingum þeirra. Þeim fylgdu hug-
heilar óskir allra landsmanna, sem
vonuðu að þetta vaska lið gæti efnt
heitstrengingar sinar, gengið af
óvættinni dauðri, varið skútuna á-
föllum og stýrt gegnum brim og
boða.
Það væri ósanngjarnt að segja að
skútan væri vel reiðfær. Hún hafði
orðið fyir áföllum, tekið harkalega
niðri og válegar blikur voru á lofti.
En skipverjar fögnuðu stýri-
mönnum ákaft og hugðu gott til að
starfa undir stjórn svo vaskra
drengja. Jaki sagði að hásetar mundu
eigi mögla þótt hörð yrði vistin. Við
Kalli munum sjá um það, sagði hann
og hló dimmt. Síðan snússaði hann
sig með tilþrifum og rétti pontuna í
lyftingu.
Kaptugi las sjóferðabæn, en þrír
stýrimenn stungu fingrum í eyru.
Síðan undu þeir upp segl og kváðu
við raust meðan skútan seig af
læginu.
Hvernig hefur nú úthaldið
gengið?
Það er þyngra en tárum taki: allt
hefur gengið á tréfótum. Þeir i
Iyftingu gátu ekki komið sér sam-
an um stefnuna, óbreyttir bölvuðu
kostinum svo lyftingarmenn
móðguðust og höfðu allt á hornum
sér.
Þeir stóru komu fram á brjóst-
riðið, þegar skipverjar mögluðu,
börðu sér á brjóst og æptu hver uppí
annan: Kóssinn er ekki mér að
kenna, hinir eru búnir að samþykkja
að við séum lentir í hafvillum og meg-
um ekkert gera.
Þetta gat auðvitað ekki endað
nema á einn veg: Það var látið reka.
Dusilmenni ein mæla svo en ekki
karlmenn, sagði Jaki sinum
dimmasta rómi. Síðan hefur hann
ekki mælt orð.
Eina lífsmark frá honum var bréf,
sem fannst í flöskupósti, um hina
framsæknu islenzku æsku sem lifir
sósiallífi á dönskum atvinnuleysis-
styrkjum og spyr af heilagri vand-
lætingu hvort afturhaldið ætlist til að
þeir fari að vinna „full time djobb”.
Landkrabbar biðu í ofvæni hvernig
úthaldinu mundi reiða af, en vissu
ógjörla hve alvarlegt ástandið var.
Það fór hljótt að skútan væri í
reiðileysi útá flóa, Jaki orðlaus en
æði brúnaþungur og Kalli litli vildi fá
að fara í land.
Það er ekki nema von þú volir
Kalli minn, þetta eru áreiðanlega
þeir mestu sjódraugar sem ýtt hafa
úr vör. Réttast væri að afhenda þá
kjalsvíninu, sagði Jaki og dró augað
í pung.
En Kalli var bara gamall
barnakennari og skildi ekki skensið.
En kurrinn var ekki til lengdar
falinn með hótfyndni og loks var svo
komið að blækurnar voru farnar að
brúka kjaft og fóru ekki dult með að
aldrei hefði staðið aumari menn í
lyftingu á þjóðarskútunni. Varla
hittust menn svo á förnum vegi að
þeir bölvuðu ekki. Og við sem
bundum svo bjartar vonir við þessa
stráka. Vesaldómurinn er meira segja
svo mikill að þeir hafa ekki mann-
dóm til að koma sér i land og hirða
pokann sinn, áður en þeir fá sparkið,
sagði Pétur við Pál. Jafnvel
auðsveipustu flokksþrælar voru
farnir að steyta grön.
Nú er þar til að taka að nótt eina
lagðist þoka yfir, svo dimm að
stýrimenn fóru undir þiljur og skriðu
í húðföt sín. Það ýrði svo köldu úr
þokunni að vökumenn urðu allshug-
ar fegnir er strákar tveir buðust til að
blása í stafni. Gengu þeir síðan undir
þiljur. Eigi vissi Jaki um mannaskipti
þessi og hraut ákaflega.
Þá var nær óttu er tekið var fyrir
munn Gröndals og ussað í eyra hans.
Voru þeir kompánar brátt komnir
sem tröll úr þokunni og húktu þeir
fimm í hosilónni.
Við fóstbræður höfum snúið bök-
um saman, verið dyggvir í trúnni,
haldið í hönd ykkar og talið í ykkur
kjark, en þið hafið verið hræddir.
Við nennum ekki að hírast hér lengur
við svo harðan kost. En það ráð
okkar að við tökum skútuna í nótt
með áhlaupi, fleygjum hinum stýri-
mönnunum fyrir borð og siglum í
land, sagði pilturinn.
Þeim brá mjög undir þiljum í
lyftingunni þegar kratar tóku þá í
svefnrofunum, kefluðu og báru þá
bundna að borðstokk. Jaki svaf ei
DB-mynd Ragnar Th.
fastar en fugl. Var hann kominn í
lyftingu er þeir bjuggust að kasta
þeim fyrir borð.
Þetta er mytteri bræður, þið gerizt
ei griðníðingar.
Kom honum mjög á óvart hvað
þeir kratar voru ákveðnir.
Jaki var sá fortölumeistari að loks
fékk hann að fleygja þeim í létt-
bátinn, stiklaði hann yfir öldu-
stokkinn um leið og strákur skar á
fangalínuna. Voru þeir þegar horfnir
í þokuna.
Senn mun morgna og þá lyftir
austræningurinn undir þokuna,
sögðu svarabræður.
Jafnvel bundnir menn munu sjá
til lands og vita hvert á að stefna. Því
vottum vér aðstandendum samúð að
þeir eru ekki enn komnir að landi.
Jólaspariskór
MIKIÐ
ÚRVAL
— og kaupa þannig lyf og mat handa bágstöddum
Stœrðir: 35—40
Margir litir.
Verð kr. 29.100.-
LAUGAVEGI69
SÍM/16850.
Guðgeir Sumarliðason, Bitru,
Hraungerðishreppi, Árn., skrifar:
Mikið er talað um hörmungar úti í
heimi. Hjálparstofnun kirkjunnar er
með víðtæka söfnunarstarfsemi til
hjálpar hungruðum heimi. Er það
vel, en ég óttast að það verði víða
látið sitja á hakanum að setja i bauk-
ana og koma þeim til skil.a. Fólk,
hefur um svo margt að hugsa.
En af hverju ekki að gera tiltölu-
Jega einfaldan hlut, sem skila mundi
ríkulegum árangri? Því ekki að leggja
gjald á leikföng, samanber gjald á
eldspýtum og tappagjald á gosflösk-
máltíð eða lyf handa bágstöddum
börnum úti í heimi.
Ég held að fólk mundi gjarnan
borga þessar aukakrónur með glöðu
geði. Virðist vera þarna nokkuð
öruggur tekjustofn fyrir þetta mál-
efni.
um, sem hvort tveggja rennur til góðs
málefnis innanlands.
Þannig myndum við um leið og við
kaupum leikföng til að gleðja okkar
börn og barnabörn, sem í flestum til-
fellum eru börn allsnægtanna (sem
betur fer), jafnframt vera að kaupa
Raddir
lesenda