Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
HVAÐA BREYTINGAR HAFA ORDID
Á HANGIKJÖTINU SÍDUSTU ÁRIN?
Húsmóðirin varð að fá lánað soðið hangikjöt á síðustu stundu, því kjötið rýmaði mikið við suðuna
S.H. skrifar: „Éghefhaft hangikjöt í matinn á jóladag allan minn búskap (12 ár), en tvö síðastliðin ár hef ég haft heldur óskemmtilega reynslu vegna rýrnunar á úrbeinuðu hangikjöti. Er ég hafði soðið jólahangikjötið fyrir tveimur árum brámér heldur betur i brún, því upp úr pottinum kom anzi litill biti. Vegna þess að ég hafði gesti í mat varð ég að fá lánað soðið hangikjöt hjá móður minni til þess að hafa nóg. í fyrra keypti ég svo aukalega venju- legt hangikjötslæri til þess að hafa eitthvað.upp á að hlaupa, ef eitthvað svipað kæmi upp. Ég varð að sjóða helminginn af þ>ví á jóladagsmorgun til þess að hafa nóg í matinn. í gegnum árin hef ég keypt úrbeinað hangikjöt í jólamatinn, alltaf læri af svipaðri stærð (u.þ.b. 2.3 kg.), en hef undrað mig á hvers vegna þessi staða hefur ekki komið upp fyrr en síðustu tvö ár. Nú kaupi ég kjötið hjá vel þekktu kjötvinnslu- fyrirtæki (Sláturfélagi Suðurlands). Hafa vinnsluaðferðir eitthvað breytzt — eða er þetta tilviljun? (Ég reyndi í fyrra að velja kjöt sem virtist ekki vera sérstaklega feitt vegna undan- genginnar reynslu).”
HANGIKJOT ÞARF MINNI
SUÐU EN ÓREYKT KJÖT
Sjóðið kjötið stutt við vægan hita, einnig má steikja það í ofni
„Hafa verður hugfast að um leið
og hangikjötið er reykt soðnar það
vissulega og þarf því mun minni
suður heldur en óreykt,” sagði
Magnús Welding, kjötaðgerðar-
maður hjá Kjörvali í Mosfellsveit, er
við spurðum hann út í rýrnun á úr-
beinuðu hangikjöti.
„Matreiðslutími hangikjöts hlýtur
alltaf að fara eftir því hve mikið
kjötið er reykt. Ef það er mikið
reykt, þá er það i raun hálfsoðið og
þarf þvi ekki nema stutta suðu,
kannske tæpan klukkutíma eða svó
fyrir meðalstóra hangipylsu,” sagði
Magnús. — Hann gat hins vegar ekki
gefið upp neina ákveðna
prósentutölu um rýrnun hangikjöts
við suðu.
Hrafn Bachmann i Kjöt-
miðstöðinni sagði að hangkjöt ætti
ekki að þurfa að rýrna neitt viðelda-
mennskuna. Hann sagði að hangi-
kjöt, eins og margar aðrar matar-
tegundir, væri eldað allt of lengi og
við alltof skarpan hita. Þess vegna
rýrnaði kjötið við suður.
Sigríður Haraldsdóttir hjá
Leiðbeiningastöð húsmæðra sagði að
vinnsluaðferðir hefðu eitthvað
breytzt á sl. árum. Nú er saltlegi
sprautað i kjötið í stað þess að áður
var það látið liggja í salti. Ekki vissi
hún, hvort það hefði áhrif til
breytinga á kjötið. En henni var
kunnugt um að kvartað hefur verið
yfir svipaðri rýrnun á hamborgar-
hryggjum í Danmörku eftir að þessi
vinnsluaðferð var tekin þar upp. Þar
er gjarnan talað um „uppblásna
hamborgarhryggi”, þ.e. saltupplausn
(með vatni) er sprautað inn í kjötið,
sem verður þá raunverulega þyngra í
sér en ella, og rýrnar þá af eðlilegum
orsökum meira við suðu.
Hún var einnig á þeirri skoðun að
margir ættu það eflaust til að sjóða
hangikjöt of lengi og það væri heilla-
ráð að sjóða það ekki nema um það
bil hálftíma og láta það siðan kólna í
soðinu. Það sakar ekki að bæta við
ráðinu hans Hrafns Bachmanns, að
hafa vægan hita allan tímann.
Við skulum sannarlega vona að
jólahangikjötið hverfi ekki úr
pottunum hjá neytendum um þessi
jól ef þeir nota hollráð viðmælenda
okkar.
Þá má loks benda á að margir
bera hangikjötið hreinlega hrátt á
borð, — má líkja því við er reyktur
lax er borinn á borð. Aðrir vefja
kötinu í álpappír og steikja það eins
og venjulegt læri í ofni og þykir það
alveg sérlega góð aðferð til þess að
matreiða hangikjöt. Þá er kjötið
steikt í um það bil I klst., en gætið
þess að stinga ekki með prjóni í
kjötið, því þá rennur safinn úr þvi.
-A.Bj.
Það eru sennilega vandfundnar
ódýrari hyacyntuskreytíngar en við
rákumst á i gróðrastöðinni Grænuhlið
við Bústaðaveg. Skreytingarnar voru
mjög einfaldar, hyacynta, smávegis
greni og einn eða tveir könglar, ákaf-
lega látlausar en fallegar. Þær kosta
aðeins 2000 kr. Útsprungnar
hyacyntur kosta 800 kr. i Grænuhlíð.
Stúlkan á myndinni er Katrin
Gunnarsdóttír.
DB-mynd Hörður.
þurrkuðu blómunum og könglunum
væri hægt að eiga ár eftir ár. Hann
sagði að heillaráð væri að sprauta
hárlakki á viðkvæma kransa, t.d.
litla kertakransa, sem verða þá ekki
einsviðkvæmir. -A.Bj.
I jólaönnum rákumst við á sér-
stakt krem og andlitsfarða, sem
ætlaður er fyrir þá, sem hafa valbrá.
Er þessi farði bæði ætlaður konum
og körlum og sagður algerlega vatns-
heldur. Er hann fluttur hingað til
lands samkvæmt læknisráði og fæst í
Remedía, Borgartúni 29. — Þarf að
kaupa undirlagskrem, sjálfan
farðann (make) og litarefni til að ná
fram sem eðlilegustum húðlit og
festipúður. Karlmenn þurfa þar að
auki að kaupa „skeggrótarlit”.
Slíkur „skammtur” kostar rúml. 21
þúsund kr. Ofan á þennan farða á
síðan að nota venjulegan andlits-
farða. Guðrún Emilsdóttir sýnir
okkur þessa vöru sem sérstaklega er
ætluðfyrir þásem hafa valbrá.
DB-mynd Ragnar Th.
HOTEL
LOFTLEIÐIR
BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR
SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR:
Þorláksmessa
Aðfangadagur
Jóladagur
HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA
BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL
12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-21:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00
LOKAÐ 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 18:00-20:00* LOKAÐ
LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 09:0u-10:30* 12:00-14:00* 18:0r>-2''.00* LOKAÐ
LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 09:00-10:30* 12:00-14:00* 18:00-20:00* 19:00-01:00
LOKAÐ 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 18:00-20:00* 12:00-14:30
LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 09:00-10:30* 12:00-14:00* 18:00-20:00* 19:00-01:00
2. Jóladagur
Gamlársdagur
Nýársdagur
Gistideild Hótel Loftleiða verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi
31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Esju verður opin alla daga.
Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gieðilegra jóla og farsæls nýárs
og þakka ánægjuleg viðskipti.
* aðeins opið fyrir hótelgesti.
HIHIO
nn
Vinsamlegast geymið auglýsinguna.
SiimTrnmiiJUlÆ