Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 8

Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979. SERSTAKT JOLATILBOÐ íJtborgun aðeins 250 þús., rest á man 980 Verð 711 22 z Verð 850 26 749 SKIPHOLTI SIMI BUÐIN 19 29800 Sérverzlun með litasjónvörp og hljómtœki STYRKIR til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1980—81. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut Islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir til niu mánaða námsdvalar. Styrk- fjárhæðin er 2.400 n.kr. á ntánuði, auk allt að l .500 n.kr. til nauðsynlegs^ ferðakostnaðar innan Noregs. — Umsækjendur skulu hafa góða þekk- ingu á norsku eða ensku og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Æskilegt er að umskjendur séu eigi eldri en 40 ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Utenriksdepartementet, Kontoret for kulturelt samkvem med utlandet, Stipendieseksjonen, N-Oslo-Dep., Norge, fyrir I. apríl 1980 og lætur sú stofnun í té frekari upplýsingar. __ Menntamalaraðuneytið 14. dasember 1979. STYRKUR til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Bretlandi Breska sendiráðið í Reykjavik hefur tjáð íslenskum stjórnvöldum aðThe British Council bjóði fram styrk handa íslendingi til náms eða rannsókna- starfa við háskóla eða aðra vísindastofnun í Bretlandi háskólaárið 1980— 81. Gert er ráð fyrir að styrkurinn nægi fyrir fargjöldum til og frá Bret- landi, kennslugjöldum, fæði og húsnæði, auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og að öðru jöfnu vera á aldr- inum 25—30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, I0l Reykjavík, fyrir 15. janúar nk. — Tilskilin eyðublöð, ásamt upplýsingum um nauðsynleg fylgigögn má fá í ráðuneytinu og einnig í breska sendiráðinu, Laufásvegi 49, Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 14. desember 1979. ÓDÝRASTA REIKNIVÉLIN ER Stop B Stop A Stop A Stop B Clearing handle ADDIAT0R KR. 2.900.- Einnig selt til jóla í Jólamagasíninu Ártúnshöfða. SKRIFVÉLIN HF. SUDURLANDSBRAUT12 SlMI 85277 Ekki er allt gull sem glóir í Neskaupstað: ÁSJÁR RÁÐUNEYTIS LEITAÐ TIL AÐ RANN- SAKA STARFSHÆTTI FÓGETAEMBÆTTIS —Almenn oanægja með hörku fógeta f lögtaks- og uppboðsmálum í Neskaupstað er nú í gangi undir- skriftasöfnun sem beinist að því að leita ásjár ráðuneytis um að fram fari athugun á starfsháttum fógeta- embættisins í Neskaupstað. Jafn- framt er mikil og almenn óánægja sögð ríkjandi eystra yfir hraðkeyrslu fógeta í lögtaks- og uppboðsmálum annars vegar og seinagangi i af- greiðslu annarra mála, s.s. þing- lýsingum og fleiri málum, sem sögð eru safnast upp óafgreidd. Hvati að undirskriftasöfnuninni er lögtaksgerð og uppboð sem fram fór II. desember á sex vélum trésmíða- verkstæðisins Hvamms sf. Mættu 50—60 manns til uppboðsins að sögn til að fylgjast með gangi mála, en enginn vildi bjóða í vélarnar. Fram kom loks eitt boð frá Guðmundi Ás- geirssyni f.h. ríkissjóðs. Voru hon- um slegnar vélarnar sex á 800 þúsund krónur. Gestur Ragnarsson, forsvars- maður Hvamms, tjáði DB að fógeti' hefði undanfarin 2 ár fyllt Austur- land af uppboðsauglýsingum. Kölluðu gárungarnir Austurland nú „Lögbirting Neskaupsstaðar”. Villandi bókanir í gerðabók Telur Gestur, að uppboðsgerð sé villandi bókfærð í gerðabók fógeta; atburðarás hafi verið önnur en þar sé frá greint, m.a. hafi honum verið neitað um réttmæta úrskurðarkröfur og kröfum hans um bókanir ekki verið sinnt. Hafa lögfræðingar Hamms nú, að sögn Gests, kært allt þetta mál til Hæstaréttar og stefnt fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs til greiðslu hugsanlegra skaðabóta. 17. des. ákvað fóged lög- regluaðför að trésmíðaverkstæðinu til brottnáms vélanna. Flutningstæki var komið á staðinn. Varð ekkert úr lögregluaðförinni, enda sagði Gestur að fógeta hafi skort lagaheimild dl inngöngu. Vélarnar eru því enn í verkstæðinu og við þær unnið. Allt vegna áætlaðra þinggjalda Uppboð þetta var framkvæmt vegna ógreiddra áætlaðra þinggjalda samtals aðupphæðum 15.5 milljónir en uppboðskrafan, sem lögtakið var byggt á, hljóðaði upp á tæpar 6 milljónir kr. Þetta mál tengist eldra máli sem nú bíður afgreiðslu í Hæstarétti. Reis það út af mjög svipaðri kröfu á fyrra ári. Var þá tekið lögtak í sömu vélum en þær voru ekki brottnumdar vegna hins ógengna dóms í Hæstarétd. Nú tók fógeti aftur lögtak í sömu vélum og í fyrra. Telur Gestur að þessar aðgerðir séu ekki samkvæmt landslögum. Ný málssókn hefur nú verið sett af stað vegna aðgerða fógetans nú. Gestur sagði að endurskoðandi hefði unnið að bókhaldi fyrirtækisins síðan í nóvember. Hann hefði boðið fógeta greiðslu upp í kröfuna, en því boði hefði verið hafnað. Telur Gestur hin áætluðu gjöld á Hvamm allt of há og segir sjálfur svo frá, að hann telji sig ekki eiga að greiða nema innan við 10% af hinum áætluðu gjöldum. -A.St. Þrátt fyrir ikveikjuna hélt jólatrésskemmtunin áfram eins og ekkert hefði í skorizt. DB-mynd Hörður. Eldur í Langholtsskóla: Héldu jólatrésskemmtuninni áf ram eins og ekkert væri Eldur kom upp í Langholtsskóla á sjöunda tímanum í fyrradag. Kviknaði eldurinn í hvíldarherbergi á gangi þar sem tannlæknar og hjúkrunarkonur skólans hafa aðstoðu sína. Eldurinn breiddist ekki út fyrir þetta eina her- bergi og gekk greiðlega að ráða niður- lögum hans. Jólatrésskemmtun stóð yfir i skólan- um þegar eldurinn kom upp og þrátt fyrir að reykurinn bærist um mest allt húsið var skemmtuninni haldið áfram eins og ekkert hefði i skorizt. Eldsupptök eru ókunn en grunur mun leika á að um ikveikju hafi verið að ræða. -GAJ.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.