Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
11
Dti-mynd Ragnar.
Hvað I ósköpunum á að kaupa I öllu þessu úrvali.
Nú er ég mjög á verði gagnvart
öllum undratækjum og hef í hyggju
að láta auglýsingarnar ekki hafa áhrif
á mig í framtíðinni.
Hins vegar ætla ég aldrei að hætta
að gefa jólagjafir. Ég ætla bara að
gefa litlar, sniðugar og umfram allt
ódýrar jólagjafir. Þegar ég segi
ódýrar á ég við að sníða verður verð
jólagjafanna eftir pyngjunni. Ef ég
hef verið hagsýn og á fúlgu er ég til í
að eyða hærri upphæð heldur en ef
ég er blönk. Innihaldið skiptir ekki
öllu máli. Mér finnst að allur
umbúnaður jólapakkans skipti miklu
meira máli. Mér finnst svo gaman að
fallega búnum jólapökkum að ég
timi varla að opna þá og eyðileggja
umgjörðina.
Reynum bara að halda sönsum og
látum ekki plata okkur alltof mikið.
Börnin lifa það alveg af þótt þau fái
ekki brúðu sem hægir sér til baks og
kviðar eða bilabraut, sem hægt er að
setja útafakstur ásviðá!
Við skulum öll reyna að njóta
jólanna, borða allar góðu kökurnar
sem við erum búin að baka og allan
fina matinn sem við erum búin að
viða að okkur. Hitta vini og ættingja
og hvíla okkur rækilega. Það er jú út
,á það sem þetta gengur allt saman,
að hafaþað gott.
-A.Bj.
Sumar brúðurnar eru engin smásmíði.
Þessi var á erlendri sýningu og er hún
átta feta há og nœr barnið henni I
nafla, þegar brúðan situr.
Leikfangabúðirnar eru spennandi en hugleiða má hvort heimagerð gjöf skapi ekki.
sannari gleði en mörgjjöldaframleiddleikföngin.
DB-mynd Ragnar.
það minnsta hef ég ekki þurft á því
að halda, enn sem komið er. Það eina
sem ég hef notað þetta tæki til með
góðum árangri er að þeyta rjóma. Til
þess er það líka alveg ágætt, en ég
átti ágæta hrærivél til þess að fram-
kvæma það verk. Þar að auki átti ég
lítinn handþeytara, sem g^ngur fyrir
rafhlöðu. Með honum var hægt að
þeyta agnarlitið af rjóma, jafnvel
hálfan desilítrá.
Þarna sjáið þið mátt auglýs-
inganna. í bæklingnum sem
fylgdi með tækinu góða voru leið-
beiningar um hvernig nota mætti
gripinn. Mér hefur hreinlega ekki
tekizt að komast upp á lag með þetta
en vel má vera að aðrir geti það.
\
BRIMKLÓ
1
|
Sannar
dægurvísur
ersannarlega
plata, sem allir þurfa
að eignast. Nú fá að-
dáendur Brimklóar
elskuleglögá
góðri plötu.
Börn
og dagar
Ein vandaðasta
hljómplata, sem gefin
hefur verið út á Islandi.
Björgvin, Ragnhildur,
Pálmi o.J7. í góðu
formi.
Glámur
og Skrámur
er barnaplatan í ár.
Það efast enginn
umþað. Verðlaunahöf
undurinn Andrés Ind-
riðason samdi
ævintýrið um Glám og
Skrám í sjöunda
himni.
\
BJÖRGVIN
Ég syng
fyrir þig
Ein mestselda
sólóplata síðari ára,
enda engin furða, því
þetta er ein léttasta
ogskemmtileg-
asta plata, sem komið
hefur út.
Björgvin syngur
fyrirþig.
.
Laugavegi 33, Reykjavík. Sími 11508.