Dagblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
Krístjaníubúar í jólaskapi:
GEFA LÖGREGUMN
HASS í JÓLAGJÖF
Það gengur ekki alltaf eins og í
rauðri ástarsögu að koma jólagjöfun-
um til skila. Það fékk sosum tylft borg-
arútlaga frá Kristjaníu í Kaupmanna-
höfn að reyna, þegar hún hugðist færa
lögreglunni jólaglaðning.
Gjöfin ber reyndar nafnið
„hryllingsverðlaun Nóbels.” Þegar
Kristjaníubúar komu á lögreglustöðina
og hugðust afhenda Nóbelinn var þeim
ekki hleypt inn. Verðlaununum fylgdu
tveir jólapakkar til viðbótar, báðir
með vafasömu innihaldi. f öðrum voru
fimm grömmaf hassi. í hinum var
bunki af myndum sem teknar höfðu
verið af lögreglunni að störfum i
Kristjaníu.
Jólasveinn Kristjaníufólksins, Pete,
sagði í blaðaviðtali að hassið hefði
fundizt í Kristjaníu og ætti því að
ganga rétta boðleið til lögreglunnar.
„Okkur virðast þeir hafa alltaf
verið sérlega áhugasamir um hass og
allt sem því viðkemur,” sagði jóla-
sveinninn. , ,Þegar við komum með það
til þeirra, pakkað inn í gjafapappir, éru
þeir eins og snúið roð í hund. ,,Við
verðum sennilega að fara á enn hærri
staði til að losa okkur við þetta
bölvað hass,” sagði jólasveinninn
Pete.
Viðskiptavinir
ATHUGÍD
að hf. ölgerðin Egill Skaiiagrímsson verður
lokuð á aðfangadag og gamlársdag.
KJOLAR
ÍNÝJU
ÚRVALI
VIÐ ÖLL
TÆKIFÆRI.
SÉRSTAKLEGA
HAGSTÆTT
VERÐ.
BARNAPEYSUR
TIL JÓLAGJAFA.
Opið á morgun,
laugardag, til kl. 10 e.h.
Veiksmiðju
salan
Brautarhohi 22
MNM
Mjög
fuílkomið
CASIO töh/uúr
á hagstæðu verði.
einkaumboð á íslandi
Bankastræti 8. Sími 27510
STYRKUR
til háskólanáms í Noregi
Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islenskum stúdent eða kandidat
til háskólanáms í Noregi háskólaárið 1980—81. Styrktímabilið er niu
mánuðir frá 1. september 1980 að telja. Styrkurinn nemur 2.300 norskum
krónum á mánuði en auk þess greiðast 500 norskar krónur til bókakaupa
o.fl. við upphaf styrktímabilsins.
Umsækjendur skulu vera yngri en 30 ára og hafá stundað nám a.m.k. tvö
ár við háskóla utan Noregs.
Umsóknum um styrk þennan, ásamt afritum prófskírteina og meðmæl-
um, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík,
fyrir 15.janúarnk.
— Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
14. desember 1979.
Kanar biðja um
viðskiptabaim
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti
tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði
ákveðið að beita sér fyrir allsherjar
viðskiptabanni á íran til að neyða
stjórnina þar til að sleppa gíslunum
sem eru í haldi stúdentanna í bygg-
ingu bandaríska sendiráðsins í
Teheran.
Talsmaður Hvíta hússins í
Washington viðurkenndi á fundi með
fréttamönnum í gærkvöldi, að það
yrði erfiður róður að koma þessari
tillögu í gegnum Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna. Bandarikin þyrftu til
dæmis að leggja hart að ýmsum
bandalagsþjóðum sínum þar áður en
slikt viðskiptabann yrði samþykkt.
Ljóst er þó að fulltrúi Breta í Ör-
yggisráðinu mun samþykkja þessa til-
lögu. Má ráða það af yfirlýsingum
Margaret Thatcher forsætisráðherra
Breta, sem hún gaf á ferð sinni til
Washington á dögunum.
Þótt Bandaríkjastjórn takist að fá
samþykkt viðskiptabann á íran vegna
gíslanna í sendiráðinu í Teheran, þá
er með öllu óvíst hvort það verður
svo ákveðið að það hafi nokkur
áhrif. Sem dæmi má nefna að Vestur-
Þýzkaland hefur til skamms tíma
haft nær öll sín olíuviðskipti við
írani. Frakkar eru einnig góðir við-
skiptavinir írans.
Jólin komin!
í Florida eru jólin lika að koma þó vafalaust vanti þar allan snjóinn. Reyndar kemur friðarhátíöin fyrr á vesturslóðum en hér
og lýkur einnig fyrr. Þar eru færri fridagar en það verður ekki séð á vini vorum jólasveininum, sem skemmtir sér dátt í sant-
fýlgd jólastúlknanna.
Zimbabwe/Ródesía:
LOKSINS FRKK
UR í LANDINU
Endi er í dag bundinn á nákvæm-
lega sjö ára styrjaldarástand í Ród-
esíu, að minnsta kosti að forminu
'til. Herskáar deilur hafa kostað 20
þúsund mannslíf eftir þvi sem næst
verður komizt. Hvað sent samninga-
menn í London segja um ástand og
horfur, hafa fáir Ródesiumenn
Soames landstjóri
nokkra trú á því að skærum linni
þegar í stað.
Efnahagslíf og svo að segja alt
þjóðlíf í Ródesíu er meira og minna
bælt og lamað af styrjaldarþreytu.
Hátíðleg undirritun samninga í
London, þúsundir milna frá vett-
vangi deilnanna, losar ekki í einu vet-
fangi við hin miklu áhrif lang-
vinnra mannvíga og hernaðarótta i
Ródesíu.
Eftir samningana verða 1200
manna sveitir úr herjum brezka sam-
veldisins sendar til þess að halda
uppi og hafa eftirlit með vopna-
hléinu, sem samið er um. Verður her-
liðinu dreift um hið stríðandi
landsvæði og tekur sér stöðu á milli
stjórnarhersins og skæruliða í
Ródesíu og á landamærum ná-
grannalandsvæða.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kemur saman á fund í dag til þess að
ræða afnám efnahagslegra refsi-
aðgerða, sem samþykkt var að beita
stjórn Ródesíu. Þeim hefur þegar
verið aflétt með einhliða ákvörðun
margra þjóða í hinum vestræna
heimi. Meðal annars hafa Bretar af-
létt þeim aðgerðum, sem þeir beittu
en sem kunnugt er hefur Carrington
lávarður haft forsæti á samninga-
fundum hinna stríðandi aðila.
Soames lávarður hefur verið
settur landstjóri til bráðabirgða eða
þar til tekizt hefur að koma á þeim
friði sem samið er um.
Carrington lávarður